Vinnan - 01.02.1947, Page 37
SAMBANDS-
tíðindi
j
Vísitalan 1946
Hér fer á eftir kaupgjaldsvísitala síðastliðins árs og er þá
miðað við vísitölu næsta mánaðár á undan:
Janúar ................................... 285 stig
Febrúar .................................. 285 —
Marz ..................................... 285 —
Apríl .................................... 285 -
Maí ...................................... 285 -
Júní ..................................... 287 —
Júlí .................................... 292 -
Ágúst .................................... 293 —
September ................................ 296 —
• Október ..................................... 294 -
Nóvember ................................. 302 —
Desember ................................. 303 —
Meðalkaupgjaldsvísitala ársins er 291 stig, en meðalvísitala
Hagstofunnar er 293 stig. Munurinn liggur í því, að Hag-
stofan miðar útreikning sinn við útreiknaða vísitölu í hverj-
um mánuði ársins.
Þingtíðindin
Þingtíðirídi 19. þings Alþýðusambandsins eru nú í prentun
og fylgir þeirn skýrsla sambandsstjórnar, sem lögð var fyrir
þingið. Þirígtíðindin munu á næstunni verða send öllum sam-
bandsfélögum eins og venja er til.
Skýrslur sambandsfélaganna
Skrifstofa sambandsins hefur nú sent öllum sambandsfélög-
unum hin venjulegu skýrslueyðublöð, sem útfylla ber um hver
áramót. Fr þess vænzt, að félögin dragi ekki að senda skýrslur
þessar til skrifstofunnar liið allra fyrsta.
Sjómannasamningur á Akranesi
Þann 2. jan. s.l. voru undirritaðir kaup- og kjarasamningar
sjómanna á Akranesi, milli Verkalýðsfélags Akraness og út-
gerðarmanna.
Helztu breytingar frá fyrri samningi eru þær, að kaup-
trygging sjómanna hefur hækkað úr kr. 100.00 á viku (grunn-
kaup) í kr. 135.00, en það jafngildir kr. 2.80 um klst. miðað
við átta stunda vinnudag, eða miunst kr. 560.00 á mánuði.
Þau nýmæli fengust einnig í samninginn, að útgerðarmenn
kaupa nú fiskinn hausaðan og slægðan af sjómönnum, án til-
lits til í hvaða ástandi þeir selja hann eða hvernig þeir verka
hann.
Þá er í samningnum ákvæði, sem tryggir aðkomusjómönn-
um frítt ljós og hita í verbúðunum.
Aðalfundur Vélstjórafélags Vestmannaeyja
Vélstjórafélag Vestmannaeyja hélt aðalfund þann 3. jan. s.l.
I stjórn voru kosnir: Tryggvi Gunnarsson, formaður (endur-
kosinn), Páll Scheving, varaformaður (endurkosinn), Björn
Kristjánsson, ritari (endurkosinn), Alfreð Þorgrímsson, gjald-
keri, og Friðþór Guðlaugsson, fjármálaritari.
Félagsmál
Svo nefnist nýtt mánaðarrit, sein Verkamannafélag Akur-
eyrarkaupstaðar hóf útgáfu á í des. s.l. Fyrsta heftið er 16 síð-
ur að stærð. Ritið flytur ýmsar greinar um félagsntál verka-
manna á Akureyri, kvæði o. fl.
Nýr kjarasamningur í Vatnsleysustrandarhreppi
Um áramótin gekk í gildi nýr kjarasamningur milli Verka-
lýðsfélags Vatnsleysustrandar og atvinnurekenda. Samkvæmt
þessum samningi hækkaði grunnkaup verkamanna í almennri
dagvinnu úr kr. 2.40 í kr. 2.65 á klst. Skipavinnukaup er kr
2.90. Þá var samið um kaup kvenna í fyrsta skipti og er það
kr. 1.77 og fellur vinna drengja 14—16 ára undir sama taxta.
Einnig var samið um ákvæðisvinnutaxta við fiskþvott. Samn-
ingurinn gildir til hálfs árs.
Skipun Iðnsveinaráðs
í samræmi við lagabreytingu, sem samþykkt var á 19. þing-
inu, hafa fulltrúar iðnsveinafélaganna, er sæti áttu á þing-
inu kosið 5 menn í Iðnsveinaráð Alþýðusambands íslands og 3
til vara. Sem aðalfulltrúar hlutu kosningu þeir Stefán Ög-
mundsson, Guðgeir Jónsson, Snorri Jónsson, Guðbrandur Guð-
jónsson og Óskar Hallgrfmsson. Varamenn voru kosnir: Valdi-
mar Leonhardsson, Sigurður Þórðarson og Böðvar Steinþórs-
son. Ráðið hefur kosið Stefán Ögmundsson formann og Guð-
geir Jónsson ritara.
Aðalfundur Jötuns í Vestmannaeyjum
Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum hélt aðalfund
sinn fyrir árið 1947 þann 30. dcs. s.l. Stjórn félagsins skipa nú:
Formaður: Sigurður Stefánsson (endurkjörinn), varaformaður:
Hermann Jónsson (endurkjörinn), ritari: Gísli Sveinsson, gjald-
keri: Þórður Sveinsson, varagjaldkerj■ Sigurjón Auðunsson.
Nýr samningur Sjómannafélags Reykjavíkur
og Sjómannafélags Hafnarfjarðar
Þann 6. jan. s.l. voru undirritaðir samningar milli Sjó-
mannafélags Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar
annars vegar og Landsambands útvegsmanna hins vegar um
kaup og kjör sjómanna á landróðrarbátum og útilegubátum.
Helztu breytingarnar frá fyrri samningi eru þessar:
Lágmarkstrygging liækkar úr kr. 250.00 á mánuði, rniðað
við þrjátíu daga mánuð, í kr. 135.00 á viku.
A bátum með 12 manna áhöfn skal skipt í 23 staði í stað 24
áður.
Aukaþóknun 2. vélstjóra umfram hlut hækkar úr kr. 50.00
í kr. 100.00 á mánuði.
Kostnaðarhluti bátsverja í leigu verbúða, skal reiknaður yfir
þann tíma, sem vertíðin stendur, samkvæmt mati húsaleigu-
nefndar. Áður var verbúðaleiga fyrir allt árið oft reiknuð með
í kostnaði við bátinn.
Nýr samningur á Bíldudal
Þann 7. jan. s.l. var undirritaður samningur urn kaup og
kjör milli Verkalýðsfélagsins Varnar á Bíldudal og atvinnu-
rekenda. Samkvæmt þessum samningi hækkar kaup verka-
manna x almennri vinnu úr kr. 2.20 í kr. 2.40 á klst. Tíma-
kaup verkakvenna og unglinga hækkar úr kr. 1.54 í kr. 1.75.
Kaup í ákvæðisvinnu við fiskþvott hækkar um 14%. Mánaðar-
kaup kaila hækkar úr kr. 440.00 í kr. 480.00 og kvenna úr kr.
308.00 í kr. 350.00. Skipavinnukaup er óbreytt.
VINNAN
29