Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Qupperneq 38

Vinnan - 01.02.1947, Qupperneq 38
Tveir vélstjórasamningar á Ísaíirði Þann 28. des. s.l. var undirritaður kjarasamningur milli Vélstjóratélags ísafjarðar og útgerðarmanna. Samkvæmt samningnum eru kjör vélstjóranna í meginat- riðum sem hér segir: Á þorskveiðum með línu og á togveiðum: a. Þorskveiðar með linu: Fyrsti vélstjóri I14 hásetahlut og annar vélstjóri 1x4 hásetahlut samkvæmt giidandi samningi Sjómannafélags ísfirðinga. Báðir vélstjórar fæði sig sjálfir. b. Togueiðar: Fyrsti vélstjóri V/2 hásetahlut og annar vél- stjóri liyí hásetahlut samkvæmt gildandi samningi Sjómanna félags ísfirðinga. Báðir vélstjórar liafi kr. 120,00 á mánuði í fæðispeninga. Verði hækkun á fæðispeningum, sem aðrir skipverjar fá nú greidda samkv. samningum sinna stéttarfé- laga, hækki einnig fæðispeningar vélstjóra til samræmis við það. Laun vélstjóra á sildveiðum: a. Herpinótaveiðar: Á skipum, sem eru ein um nót og draga báta, skal fyrsti vélstjóri hafa 4,5% af brúttósöluverði aflans, ef það er minna en 150 þúsund kr. yfir ráðningartím- ann, en 4,7%, ef brúttósöluverðið er kr. 150 þúsund eða meira. Á skipum, sem taka báta í davíður, hækkar hlutur fyrsta vélstjóra úr 4,5% upp í 4,7%, þegar brúttósöluverð afl- ans hefur náð 200 þús. krónum. Annar vélstjóri skal hafa 3,3% af brúttósöluverði aflans. b. Þegar skip eru tvö saman um nót, skal fyrsti vélstjóri fá 4,5% af brúttósöluverði afians, en annar vélstjóri 3,3%. c. Á hringnóta- og reknetaveiðum fær fyrsti vélstjóri 11% hásetahlut og annar vélstjóri li/ hásetahlut samkvæmt gild- andi samningi Sjómannafélags ísfirðinga. d. Á öllum síldveiðum hafi báðir vélstjórar kr. 120,00 í fæðispeninga sbr. 2. gr. b. Þann 12. jan. s.l. var undirritaður annar samningur af hálfu Vélstjórafélagsins við hf. Djúpbátinn. Samkvæmt þeim samn- ingi skulu árslaun fyrsta vélstjóra vera kr. 8.820,00 og frítt fæði. Sé ráðið upp á mánaðarkaup skal fyrsti vélstjóri hafa kr. 760,00 á mán. og fritt fæði. Dagkaup skal vera kr. 33,00 og frítt fæði. Laun annars vélstjóra skulu vera kr. 7.620,00 yfir árið og frítt fæði. Sé ráðið upp á mánaðarkaup kr. 655,00 á mán. og frítt fæði. Dagkaup er kr. 30,00 og frítt fæði. Sumarleyfi vél- stjóra skal vera 7 virkir dagar eftir 6 mánaða þjónustu og 14 virkir dagar eftir 12 mánaða þjónustu. Aðalfundur Verkalýðsfél. Varnar, Bíldudal Aðalfundur Verkalýðsfél. Varnar á Bíldudal var haldinn 12. jan. s.l. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Ingimar Júlíusson, ritari: Markús Waage, gjald- keri: Gunnar Valdimarsson, meðstjórnendur: Guðný Guð- mundsdóttir og Elísabet Þorgrímsdóttir. Félagsgjöld hækkuðu úr kr. 25,00 í 35,00 fyrir konur og úr kr. 40,00 í 55,00 fyrir karlmenn. Félagið samþykkti jafnframt að leggja hverju heimili, sem hefur félagsmann innan vébanda sinna, eitt eintak af tíma- riti sambandsins. Hefur þá Vinnan nú 70 kaupendur á Bíldudal. Nýr samningur á Borðeyri í byrjun jan. s.l. var undirritaöur samningur milli Verka- lýðsfélags Hrútfirðinga og atvinnurekenda. Samkvæmt þessum samningi hækkaði kaup verkamanna úr kr. 2,20 í kr. 2,35 á klnkkustund. Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarfjarðar Verkalýðsfélag Borgarfjarðar, Borgarfirði eystra, hélt aðal- fund fyrir 1947 þann 8 des. s.l. í stjórn félagsins voru kosnir: Formaður: Gunnþór Eiríks- son, ritari: Hilmar Jónsson, gjaldkeri: Helgi Jónsson. Vara- menn: Arnbergur Gíslason, Björn Ólafsson, Björn Sigfússon. Aðalíundur Verkalýðsfélags Norðfirðinga Verkalýðsfélag Norðfirðinga hélt aðalfund sinn 15. jan. s.l. I stjórn félagsins voru kosnir: Bjarni Þórðarson formaður, Sigurjón Ásmundsson varaformaður, Halldór Flinriksson rit- ari, Sigurður Jónsson gjaldkeri og Valdimar Eyjólfsson með- stjórnandi. Samþykkt var, að félagið legði timaritið Vinnuna til hvers heimilis félagsmanna og voru árgjöld til félagsins hækkuð um helming, kvenna úr 25 kr. í 50 kr. og karla úr 50 kr. í 100 kr. Aðalfundur Verkamannafélagsins á Hvammstanga Verkamannafélagið Hvöt á Hvammstanga hélt aðalfund sinn fyrir árið 1947 þann 30. des. s.l. í stjórn voru kosnir: Formaður: Skúli Magnússon, ritari: Magnús Þorleifsson, gjald- keri: Björn Kr. Guðmundsson. Nýr sjómannasamningur í Grindavík Þann 12. jan. s.l. var undirritaður samningur um kaup og kjör sjómanna og landmanna á vélbátum í Grindavík, milli Verkalýðsfélags Grindavíkur og Útvegsmannafélags Grinda- vikur. Samkvæmt þessum samningi eru hlutaskipti þannig: Á fiskveiðum skulu hlutaskipti á mótorbátum, sem eru minni en 12 smál. að stærð, hvort sem þeir veiða með línu eða netum, vera sem hér segir: Með 5 manna áhöfn skal skipt í 91/2 hlut, - 6 - - - - - HJ4 - - 7 - - - - - 13i4 - - 8 - - - - - 151,4 - - 9 - — — — - 17J4 — - 10 - - - - - 18 i/í, Ef fleiri menn eru á bát, takast hlutir þeirra af óskipt- um afla. Á mótorbátum, sem eru 12 smál. að stærð eða stærri, skulu hlutaskipti vera sem hér segir: Með 8 manna áhöfn skal skipt í 16 hluti, - 9 — ----18 - 10 - - - - - 1914 - - 11 - - - - - 2014 - Ef fleiri menn eru á bát, takast hlutir þeirra af óskiptum afla, en ef færri menn eru á, skal skipt til helminga. Hlutamenn hafa nú kr. 350,00 kauptryggingu á mánuði (grunnkaup). Áður var engin kauptrygging. í samningi þessum eru ákvæði, sem eigi voru áður, varðandi ýmis konar störf við útgerðina, svo sem uppsetningu á línu, áhnýtingu öngla, fellingu og bætingu þorskaneta o. fl. Þá er aðkomumönnum og heimamönnum, sem þurfa, tryggt ókeypis húsnæði hjá útgerðarmanni með viðunandi upphitun. Samningurinn gildir frá áramótum til áramóta. Samningur um kaup og kjör á skipum hf. Skallagríms í Borgarnesi Þann 8. jan s.l. var undirritaður samningur um kaup og kjör skipverja á skipum hf. Skallagríms, milli Verkalýðsfélags Borgarness og fyrrnefnds félags. 30 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.