Vinnan - 01.02.1947, Page 39
r "s
ORÐSENDING
til allra kaupenda og
útsölumanna
Frá því vinnan hóf göngu sína í marz
1943 hefur áskriftarverð verið hið sarna
fram að þessu, kr. 24.00 árgangurinn.
Þó hefur allur útgáfukostnaður hækk-
að mjög mikið á þeim tíma, sem síðan
er liðinn. Nti hefur reynzt óhjákvæmi-
legt að hækka verðið lítilsháttar, og
liefur því verið ákveðið, að frá ársbyrj-
un 1947 skuli áskriftaverð vera kr.
30.00 á ári. Er þess vænst, að kaupend-
ur skilji nauðsyn þessarar hækkunar,
ekki sízt með tilliti til þess, hve verðið
hefur verið lágt, miðað við stærð rits-
ins.
v___________________________________________
Höfuðbreytingarnar frá fyrri samningi eru þær, að í stað
áhættuþóknunar, sem áður var og óákveðins vinnutima, er nú
komin 8 stunda vakt og hækkun á mánaðargrunnkaupi. Mán-
aðargrunnkaup fullgildra háseta er nú kr. 500,00, léttháseta
kr. 450,00 og viðvaninga kr. 400,00. Skipverjar hafa auk þess
fritt fæði.
Kaup yfirmatsveins er kr. 775,00 á mánuði, en þjónustu-
fólks kr. 350,00.
Yfirvinna greiðist með kr. 2,00 fyrir hverja byrjaða klukku-
stund.
Missi skipverjar fatnað sinn í strandi eða af öðrunr óvið-
ráðanlegum ástæðum greiðir útgerðin hverjum þeirra kr.
20Öft,00 í skaðabætur auk dýrtíðaruppbótar.
Samningurinn gildir frá 1. jan. 1947 og er uppsegjanlegur
tvisvar á ári: 30. júní og 31. des. með eins mánaðar upp-
sagnarfresti.
Vaktaskipti í hraSírystihúsum?
Á fyrsta fundi núverandi sambandsstjórnar, 16. nóv. 1946,
var m. a. kjörin nefnd af hálfu sambandsins til að ræða við
aðra nefnd frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna unt möguleika
á víðtækum samningi um vaktaskipti í hraðfrystihúsum. í
nefnd Alþýðusambandsins eiga sæti: Hermann Guðmundsson,
Björn Bjarnason og Jón Rafnsson. Nefndirnar hafa rnætt á
einum fundi og er málið enn í undirbúningi.
Nýr kjarasamningur á Hoísósi
Verkamannafél. Farsæll á Hofsósi og Kaupfélag Austur-
Skagfirðinga undirrituðu samning um kaup og kjör verka-
manna 21. jan s.l. Samkvæmt honum er nú grunnkaup þar í
almennri dagvinnu kr. 2,55 (áðtir kr. 2,20). — Eftirvinna er
greidd með 50% álagi á dagvinnu, en nætur- og helgidaga-
vinna með 100% álagi. — Vinni verkamenn fagvinnu skulu
þeir fá 7% álag á almennt verkamannakaup. Þegar samningar
náðust, hafði vinnustöðvun staðið í þrjá daga.
ASalíundur Hreyíils
Bifreiðastjórafélagið Hreyfill hélt aðalfund sinn 21. jan.
s.l. I stjórn félagsins voru kosnir: Ingimundur Gestson for-
maður, Halldór Björnsson varaformaður, Jón Jóhannsson
ritari, Magnús Einarsson gjaldkeri, Sveinbjörn Einarsson, Ingi-
bergur Sveinsson og Sigurður Guðmundsson meðstjórnendur.
Eignir félagsins nema nú rúml. 40 þús. króna í sjóðum og
öðrum eignum.
Nýr kjarasamningur Sóknar
Þann 16. jan. s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli
Starfsstúlknafélagsins Sóknar og Ríkisspítalanna og Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar. Samkvæmt þessum samningi
er grunnkaup starfsstúlknanna kr. 310,00 á mán. fyrstu 9
mánuðina, kr. 325,00 á mánuði næstu 9 mánuðina og kr.
350,00 á mánuði þar eftir. Eftirvinna greiðist með 50%
álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dag-
vinnukaup.
40 ára afmæli Hlífar
Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði minntist 40 ára af-
mælis síns með skemmtunum í tveirn samkomuhúsúm í Hafn-
arfirði 25. jan. s.l. I tilefni afmælisins gaf félagið út myndar-
legt afmælisrit þar sem saga félagsins er ítarlega rakin af Gils
Guðmundssyni ritstjóra. Vinnan mun minnast þessara tíma
móta í sögu Hlífar í næsta hefti.
Nýr sjómannasamningur í Olafsvík
Þann 7. jan. s.l. var undirritaður nýr samningur um kaup
og kjör sjómanna á línuveiðum milli Verkalýðsfélagsins Jök-
uls í Olafsvík og Útvegsmannafélags Olafsvíkur. Samkvæmt
þessum samningi tryggja útgerðarmenn hásetum kr. 117,00 á
viku og vélstjórum hlutfallslega hærra miðað við hlutfallið
rnilli hlutar þeirra og háseta. Full dýrtíðaruppbót kemur
mánaðarlega á grunntryggingu þessa. Samningur þessi gildir
til 31. des. n.k. og er uppsagnarfrestur einn mánuður.
Viðræður um stjórnarmyndun
'I'veir þingmenn ræddust við í fundarhléi. Annar
var læknir.
1. þingmaður: Verður þú ekki kvaddur til, þegar
Stefanía Thors fæðist?
2- þingmaður: Ekki er ég viss um það, ég kynni þá
betur við að Katrín yrði líka viðstödd. Annars held
ég að bezt væri að kalla til Sigurð dýralækni. Hann
er vanur að segja, ef fæðingin gengur illa: Ef þetta
lagast ekki í nótt, er bezt að skjóta skepnuna í fyrra-
málið.
Aðalfundur Bjarma á Stokkseyri
Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi á Stokkseyri hélt
aðalfund sinn 12. jan. s.l. I stjórn voru kosnir: Björgvin Sig-
urðsson formaður, Helgi Sigurðsson varaformaður, Frímann
Sigurðsson ritari, Gísli Gíslason gjaldkeri og Guðmundur
Ingjaldsson meðstjórnandi. Samþykkt var að hækka árgjöld
karla úr kr. 56,00 í kr. 64,00 og kvenna úr kr. 30,00 í kr. 36,00.
VINN AN
31