Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Qupperneq 3

Vinnan - 01.09.1947, Qupperneq 3
VINNAN 9. tölublað September 1947 5. árgangur Reykjavík Ritnefnd: Björn Bjarnason Helgi Guðlaugsson ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS KARI Eftir G. H. E. Eg kannast við þig maður margra gerfa, og rnikið hef eg snilli þína dáð: að láta ótal svipi sjást, og hverfa, en sjálfur aldrei verða þeim að bráð. LE EFNISYFIRLIT Þorsteinn Jósepsson: SiglufjörSur, forsíðumynd. G. H. E.: Leikari, kvœði. Af alþjóðavettvangi. Avarp miðstjórnar Alþjóðasambands verkalýðs- félaga til alls verkalýðs. Stefán Ogmundsson: Hvað hefur komið fyrir? B. S.: Vígorð Símonofs, kvœði. Björn Bjarnason: Miðstjórnarfundur Alþjóðasam- bands verkalýðsfélaga. Athyglisverður dómur. Br. Sigurðsson: Það mœlti mín móðir. Rannveig Kristjánsd.: Vettvangur vinnandi kvenna Erik Blomberg: Grafskrift, kvæði. Minningarorð um Pétur G. Guðmundsson. Kristinn D. Guðmundsson: Vélstjórafélag Isa- fjarðar 15 ára. Vilhelm Ekelund: Lofsöngur, kvœði. Ólafur Þ. Kristjánsson: Esperantonámskeið. Vilhelm Ekelund: Haustblámans morgunn, kvœði. Skák, sambandstíðindi, kaupskýrslur o. fl. \____________________________________________________) Því það er vandi að vera hryggur sjálfur, og vitna samt um gleði annars rnanns, og ekki síður kátur eins og kálfur að klekja út á sviði raunum hans. Að eiga heimsins hylli í sjóði vænum, og herma ræfilmenna sálarstríð. Að hafa sjálfur hjartað fullt af bænum, en hatur tjá, sem bölvar öllum lýð. Og hollt er segg sem hefur reynt hið verra, að halda sig um stund sem gæfumann; og kempu, sem fann kjark sinn aldrei þverra, að klæðast þeim sem engan sigur vann. Og laus við sigra og sókn í lífsins stormi að sýna garp, og fara í sporin hans; og hafa aldrei heldur banað ormi, en herma glæp, sem klýfur eðli manns. Og gaman er að geta kvöl og banni sem grímu klæðst á bak við leikhústjöld. Og sökkt til skiptis sínum innra manni í svik og heiður, kúgun, tign og völd. Að leika hetju, heigul, undirtyllu, og hafa aldrei verið neitt af því. Að týna sér í fórn og frægð og villu en finna ætíð sjálfan sig á ný. VINNAN 181

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.