Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Page 15

Vinnan - 01.09.1947, Page 15
1 Pétur G. Guðmundsson MÍNNINGARORÐ Á fyrstu árum sínum átti íslenzk verkalýðshreyfing mjög erfitt uppdráttar. En henni vildi það til happs, að hún átti öfluga og ótrauða forvígismenn og brautryðj- endur, sem aldrei létu bugast né kvikuðu frá sannfær- ingu sinni, hverjum brögðum, sem atvinnurekendur beittu til þess að kæfa verkalýðshreyfinguna í fæðing- unni og lama hugrekki brautryðjendanna. Einn hinn merkasti þessara ótrauðu forvígismanna var Pétur G. Guðmundsson, sem var til moldar borinn þann 19. ágúst síðastliðinn. Forystustarf Péturs G. Guðmundssonar í íslenzkri verkalýðshreyfingu mun seint fullþakkað, og það eitt mundi nægja til þess að halda nafni hans á lofti fram eftir öldum. En auk þess var hann maður gagnfróður um önnur efni en þau, sem snertu verkalýðshreyfing- una beinlínis. Meðal annars nam hann tungumál tilsagn- arlaust og varð svo vel að sér, t. d. í sænskri tungu, að hann samdi kennslubók í sænsku, ásaint sænskum manni, Gunnari Lejström, og þegar hann lézt, var hann langt kominn að semja sænsk íslenzka orðabók, en það er óvenjulegt þrekvirki af sjálfmenntuðum alþýðu- manni. Vegna menntunar sinnar, gáfna og mannkosta var Pétur G. Guðmundsson sjálfkjörinn leiðtogi á fyrstu og erfiðustu árum verkalýðssamtakanna. Fyrstu kynni sín af sósíalisma fékk Pétur af norskum hvalveiðimönn- um á Onundarfirði og Mjóafirði. Á nýjársdag árið 1900 er stofnað hér í Reykjavík málfundafélag, sem gaf út handritað blað, sem hét Vísir, og sá Pétur um blaðið. í þessu blaði eru fyrst'u umræður um sósíalisma, sem fram hafa farið hér á landi. Um sama leyti kynntist Pétur verkalýðssamtök- um í Þýzkalandi af lestri. Átti hann þá m. a. bréfavið- skipti við hinn þekkta sósíalista og verkalýðsforingja August Bebel, en Pétur skrifaði þýzku eins og sitt eigið móðurmál. Árið 1906 var Bókbindarafélagið stofnað og var Pét- ur einn af stofnendum þess og fyrsti formaður. Sama ár hófst útgáfa Alþýðublaðsins og var Pétur fyrsti rit- stjóri þess. Árið 1911 var Verkamannablaðið stofnað, en það var gefið út af Dagsbrún og var Pétur ritstjóri þess. Árið 1907 var Verkamannasamband íslands stofn- að og var Pétur í stjórn þess. Einnig átti hann sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur um sex ára skeið, eða frá 1910—16. Þá var hann um skeið formaður Dagsbrúnar, átti sæti í stjórn fulltrúaráðsins og sá um tímaritið Völund fyrir Iðnaðarmenn. Hann var og einn af stofn- endum fyrsta byggingarsamvinnufélagsins í Reykjavík árið 1919 og þýddi bækling um húsaskipun eftir hinn fræga norska byggingaskipulagsfrömuð Gerlöf, sem kunnur er hér á landi. Pétur hefur m. a. skrifað 10 ára starfssögu Sjó- mannafélagsins, og á þýzku skrifaði hann ágrip af sögu alþýðusamtakanna á Islandi. ------------------------------------------\ ERIK BLOMBERG: GRAFSKRIFT Hér liggur launþegi sænskur. Féll á friðartíð. varnarlaus, vopnlaus, hæfður ótal óþekktum kúlum. •> Glæpurinn var hungur. Gleym honum aldrei! B. S. \_________________________________________/ VINNAN 193

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.