Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Page 22

Vinnan - 01.09.1947, Page 22
' —----------------------------------N SAMBANDS- tíðindi v.___________________________________________ NÝIR SAMNINGAR Nýr kjarasamningur á Hjalteyri Hinn 7. júlí s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkamannafélags Arnarneshrepps og H.f. Kveldúlfs á Hjalt- eyri. Samningur þessi er í öllum aðalatriðum í samræmi viS hina nýju samninga sambandsfélaganna á Norðurlandi við sfld- arverksmiðjurnar, er gerðir voru 5. júlí s.l. og skýrt var frá í síðasta hefti Vinnunnar. Brynja á Siglufirði gerir nýja kjarasamninga Hinn 8. júlí s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkakvennafélagsins Brynju á Siglufirði og Vinnuveitendafé- lags Siglufjarðar. Samkvæmt samningnum hækkar tímakaup í almennri vinnu úr kr. 2.05 í kr. 2.15 á klst. og í íshúsvinnu úr kr. 2.15 í kr. 2.25 á klst. Næturvinna greiðist nú með 100% álagi á dagvinnu allt árið, nema frá því að byrjað er að salta síld og til 15. sept., þann tíma greiðist hún með 60% álagi. Greiddir kaffitímar í sólarhring hverjum eru nú einni klukku- stund lengri en áður var. Þá fékk Brynja nýja grein í samninginn, sem er mjög mikil réttarbót að. Atvinnurekendur við síldarsöltun eru nú skuld- bundnir til að kalla stúlkur út til vinnu eftir númerum, svo að vinnan skiptist jafnt niður og lágmarkstryggingin komi að til- ætluðum notum. Þá eykst og tillag atvinnurekenda til hjálpar- sjóðs Brynju úr 2 aurum á hverja útskipaða síldartunnu í 3 aura. Kjarabætur á Akranesi 31. júlí, s.l. varð samkomulag milli Verkalýðsfélags Akraness og atvinnurekenda um framlengingu og breytingu á áðurgild- andi samningi um kaup og kjör. Tímakaup karla hefur hækkað um kr. 0.15 pr. klst. eða i kr. 2.80 í dagvinnu, þ. e. Reykjavík- urkaup. Tímakaup kvenna í dagvinnu hfur hækkað úr ekr. 1.89 í kr. 2.04 á klst. — Auk þess er nú konum, sem vinna við söltun á fiski og óverkaðan saltfisk, greitt karlmannakaup. Nýir kjarasamningar á Bíldudal Hinn 7. ágúst voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli Verkalýðsfélagsins „Varnar" á Bíldudal og atvinnurekenda þar. Samkvæmt hinum nýju samningum hækkaði grunnkaup verka- fólks sem hér segir (gamla kaupið í svigum): Almenn dagvinna karla kr. 2.56 á klst. (2.40). Skipavinna kr. 2.85 (2.75). Kol, salt, sement og umhleðsla þess í húsi kr. 3.24 (2.75). Almenn dagvinna drengja 14—15 ára kr. 1.92 (1.75) og drengja 15—16 ára kr. 2.10 (1.75). Almenn dagvinna kvenna kr. 1.92 (1.75). Oll eftirvinna greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidaga- vinna með 100% álagi á dagvinnukaup. Verkfall hafði staðið yfir á Bíldudal frá 1. ágúst. Breyting á samningi Vörubílstjórafélagsins Þróttar Hinn 8. ágúst s.l. undirrituÖu Vörubílstjórafélagið Þróttur og Vinnuveitendafélag Islands samkomulag um þá breytingu á gildandi kjarasamningi, að grunnkaup bílstjóra skuli hækka úr kr. 3.00 á klst. í kr. 3.25 á klst. Grunnkaup bílstjóra er eins og áður innifalið í kaupi bifreiðarinnar. Nýr kjarasamningur á Stokkseyri 18. ágúst s.l. gekk í gildi breyting á áðurgildandi kjarasamn- ingi Verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma á Stokkseyri við atvinnurekendur þar. Samkvæmt því er nú dagkaup kr. 2.80 á klst. fyrir karlmenn, en kr. 1.65 fyrir konur. Nýr kjarasamningur Hlífar í HafnarfirSi Þann 16. ágúst s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og atvinnurekenda þar. Samkvæmt þessum samningi hækkaði grunnkaup verka- manna í Hafnarfirði sem hér segir: Almenn dagvinna úr kr. 2.55 í kr. 2.80 á klst., bryggjuvinna úr kr. 2.85 í kr. 3.05 á klst. og kemur einnig undir þann taxta öll sú þungavinna, sem um getur í hinum nýja samningi Dagsbrúnar. Boxa- og katlavinna hækkaði úr kr. 3.53 í kr. 3.75 á klst. Yfirleitt er samningur þessi í öllum meginatriðum samhljóða Dagsbrúnarsamningi. Samn- ingur þessi gekk í gildi 22. ágúst og gildir til 15. okt. n.k. og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Sé honum ekki sagt upp framlengist hann í sex mánuði með sama uppsagnarfresti. Nýr kjarasamningur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar Þann 29. ágúst s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar annarsvegar og atvinnu- rekenda á Akureyri hinsvegar. Hinn nýi samningur er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin nýju Dagsbrúnarkjör og er Verkamanafélag Akureyrarkaupstaðar fimmta félagið, sem nær sömu kjörum og Dagsbrún. TILNEFNINGAR í NEFNDIR Dómnefnd um beztu ritgerð um afsal íslenzkra landsréttinda 1946 Halldór Kiljan Laxness rithöfundur hefur sem kunnugt er ákveðið að verja skáldalaunum þeim, er honum voru úthlutuð á s.l. ári, til verðlauna fyrir beztu ritgerð um „afsal íslenzkra Iandsréttinda árið 1946“. Skulu ritgerðirnar metnar af þriggja manna dómnefnd og á Alþýðusamband Islands einn fulltrúa í nefndinni. Var Stefán Ogmundsson tilnefndur af hálfu sam- bandsins í nefnd þessa á miðstjórnarfundi 27. júní s.l. Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða A fundi miðstjórnar sambandsins 27. júní s.l. var Ingólfur Gunnlaugsson skipaður fulltrúi þess í verðlagsnefnd búnaðar- vara. „Ekki vil ég láta brenna mig,“ sagði kerlingin. „Ég vil láta grafa mig, eins og ég er vön.“ * Eitt sinn lýsti karl einn hörðum vetri, sem hann mundi eftir á þessa leið: „Það kom átta vikna skorpa á þorranum og níu vikna skorpa á góunni, og var sá vetur kallaður lurkurinn langi.“ 200 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.