Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 5

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 5
Júlí—ágúst 1948 7.-8. tölublað 6. árgangur Reykjavík vianan Ritnefnd: Björn Bjamason Helgi Guðlaugsson ÍJtyefandi: Alþýðusamband íslands FORNÓLFUR: Forspjallsorð EFNISYFIRLIT Þorsteinn Jósefsson: Svanir, forsíðiimynd. Fornólfur: Forspjallsorð, kvœði. Af alþjóSavettvangi. Stefán Ogmundsson: Nokkur orð um afbrot. Halldór Pétursson: Hvenær hœttir alþýðan að láta eySingaröflin hafa sig fyrir þeytispjald? Dagur Austan: I vesturátt var hafið (brot úr skáldsögukafla). GuSrún GuðvarSardóttir: Stöndum vörð um verka- lýðssamtökin, ræða flutt á útifundi verkalýðs- félaganna á Akureyri 1. maí 1948. Halldór Guðmundsson, Suðureyri: Skjálgsbragur. Juri Semjonojf: Auður jarðar. Bragi Sigurðsson: Af mönnum ertu kominn. Athyglisvert dœmi um starfrækslu verkalýðssam- bands. Giovanni Boccaccio: Úr Tídœgru. Ólafur Þ. Kristjánsson: Esperantonámskeið. Skák. Sam bandstíðindi. Kaupgjaldstíðindi o. fl. Undra fram á eyðilöndum eru lindir, sem hrjóstur binda, óþrotlegar, svo aldri slítur efni hvers, sem betr má stefna, kvistir og fræ, er kólgu og frosta kaldan þoldu og langan aldur, kjarni sá, er — ef eldar orna andans — þróast, svo hölknin gróa. Þar eru heimar horfins tíma, hundrað ára falin í grundu minning þögul ótal anna, — á óp og kall er þar hlustað valla; farðu því hljótt um furðu gættir, flangsirðu með lausung þangað, yfirborðs glepsi, handa hrifsi, hismi náir, en engum tisma. Kyrrlát önn skal klungrin erja, kafa til alls, þótt djúpt sé að grafa, sesam eitt það orkar að leysa álögum haldnar liðnar aldir: opnast salir, blómleg býli, bæja merð og lýða ferðir, landið fullt af lífi og yndi, lá og straumar og vötnin bláu. VINNAN 145

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.