Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 13
andlit standa við hlið sér. Hann var skinnklæddur og mikill, en hægur í fasi og dulur í framan. Frá honum stafaði þrjóskukennt viðnám hafsins. Og varst að koma gangandi í þessu veðri? Já. Mig bar nú svona að. Það er svo sem sama hvert maður flækist. Það er nú ekkert notalegt fyrir þig að standa hérna niður á plássi. eins og þú ert klæddur. Viltu ekki koma heim með mér og fá þér kaffisopa, og maðurinn stútaði sig á heljarmikilli pontu, sem hann dró undan stakk sínum. Þetta er mikið brim, sagði Agnar Jóhann og fann sig lítilfjörlegan við hliðina á þessum manni, sem var eins og meitlaður inn í umhverfið. Meira sér maður það nú stundum, anzaði maðurinn í gegnum nefið. Það er samt ekki svo að skilja, að þetta er nógu andskoti mikið, og nóg til þess að við róum ekki — ég vildi ekki eiga að lenda í þessu. Hvað heit- irðu annars? Agnar Jóhann heiti ég; en hvað heitir þú? Eg er nú vanalega kallaður Stjáni formaður i þorpi hér, annars heiti ég Kristján Kristófersson. Svo þú ert formaður, sagði Agnar Jóhann og sá nú að þessi maður gat ekki verið annað en formaður. Já, ég er hérna með Blíðuna, og maðurinn fór við- kvæmri hendi um grænmálað skipið, sem þeir stóðu hjá. Hún er happafleyta og hefur alltaf verið. Vantar þig ekki mann? spurði Agnar Jóhann og lést skoða skipið af kunnáttu. Ertu vanur? Ekki get ég nú sagt það. En ég hef prófað margt um dagana. Já, ég trúi því. Röskir strákar eru nú ekki lengi að komast upp á hlutina, og það eru vanalega einhverjar töggur í þeim, sem flækjast um lítt klæddir í svona veðri. Við skulum ganga hérna upp til hans Þórðar á Bergi — hann er sennilega að gefa rollunum núna. Er hann útgerðarmaður? spurði Agnar Jóhann og leit á Stjána formann, sem stikaði stórum, nokkrum skrefum á undan, upp götuna. Nei, anzaði formaðurinn aftur fyrir sig. Hann er hjá mér, en á að leggja til einn útgerðarmann við bátinn; og til skýringar bætti við: Við köllum þó útgerðarmenn í þorpi hér, sem eru upp á kaup. Þær voru nú bara þrjár hjá mér núna, helvítis roll- urnar! var kallað á móti þeim um leið og þeir komu að litlu og veðurbörðu íbúðarhúsi. Hvernig lízt þér á það, Stjáni? Agnar Jóhann sá lítinn. samanrekinn mann með al- skegg standa fyrir dyrum á kofaskrifli úr kassafjölum og torfi. Maðurinn þurrkaði hendur sínar á torfuskækli og síðan á buxnaskálmunum, sem voru girtar niður í sokkana. Eru þær ennþá að ganga hjá þér, Þórður? sagði Stjáni formaður, sýnilega hissa. 0, blessaður vertu, þær ganga allar upp hjá mér, bölvaðar. Ég er hræddur um að helvítis hrúturinn sé ónýtur — það er ekki í fyrsta sinn sem djöfullinn hann Gvendur í Tröð svindlar á mér. í fyrra seldi hann mér sex álna tré, dýrum dómum, sem allt reyndist maðk- smogið og ónýtt. Hann skal fá það aftur í einhverju, og Þórgur á Bergi stakk vænum bita af baðtóbaki upp í sig. — Það mætti segja mér, að hann stórsnuðaði okkur á lifrinni eins og öðru. Ætli það, sagði Stjáni formaður. Málið er alltaf mál og það er skrifað. Ég legg ekkert upp úr þessum helvítis kladda, sem hann skrifar, sagði Þórður æstur og spýtti mórauðu. 1 fyrra var okkur lofað nótum, en það komu engar nótur — hann getur skrifað hvern andskotann sem hann vill. Við skulum nú ekki tala um það núna, Þórður minn, sagði Stjáni formaður með hægð, því hann vildi ekki æsa Þórð upp í neinn ofsa, þar sem lifrarbræðslumálið í þorpinu var frekar viðkvæmt mál, og hann.var einn aðalmeðeigandi Gvendar í Tröð. — Ég kom hérna með mann handa þér. Það var ágætt, og Þórður ók sér og brosti svo skein í gular, sterklegar tennur. Hann er sjálfsagt vanur, fyrst sjálfur formaðurinn kemur með hann. Nei, sagði Stjáni formaður. Hann segist nú ekki vera vanur, en ég held að þetta sé röskleika piltur og þú ættir bara að ráð’ann. Að svo mæltu kastaði hann á þá kveðju og fór. Við skulum koma inn, sagði Þórður og gekk á und- an. Hvar ertu annars með fötin þín? Ég á ekki önnur föt en þessi sem ég stend í, svaraði Agnar Jóhann. Þau eru mér nóg, ef ég fæ þau þurrkuð og svo einhvern sjógalla utan yfir. Það ætti nú að vera hægt að útvega hann, drengur minn, og eins ef þig vantaði tóbak eða þess háttar. Ég reyki ekki, upplýsti drengurinn. Nú, hverslags sjómaður ertu, spratt út úr Þórði. Hvað ertu gamall? Sautján ára. Sautján ára, sagði Þórður og jóðlaði tóbakið, sem hann síðan skóf út úr sér með sleikifingri og stakk tugg- unni í vasann. — Já, bætti hann svo við hugsandi. Þær liggja einhverjar fyrir þér í vetur — mér lízt svoleiðis á þig- Þeir komu inn í eldhús, þar sem ung og þrýstin stúlka með stírurnar í augunum hitaði kaffi á olíuvél. Þarna kem ég nú með nýja útgerðarmanninn okkar, Magga, sagði Þórður gleiðgosalegur og hauð útgerðar- manninum sæti. Og þetta er hlutakonan, hætti hann við og benti á stúlkuna. VINNAN 153

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.