Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 30

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 30
in aftur, og eins og þér getið skilið, veit ég hvern- ig Ruggieri hefur verið fluttur þangað, sem liann fannst, en hvernig hann hefur lifnað við aftur, er mér ráðgáta. — Frúin skildi nú hvemig í öllu lá og sagði stúlk- unni, hvað læknirinn hafði sagt henni og bað hana að hjálpa sér að frelsa Ruggieri, því það væri henni innari handar, aðeins ef hún vildi og gæti jafnframt sfoppið við allan vanza. — Leggið þá á ráðin og ég skal sannarlega fram- kvæma þau. Frúin, sem ekki leið betur en þótt hún hefði verið í hengingarólinni, var ekki sein á sér að taka ákvörðun, senr hún útskýrði vandlega fyrir stúlkunni, sem fór strax til læknisins og sagði grátandi: — Herra, ég verð að biðja yður fyrirgefningar á stórri synd, sem ég hef drýgt gegn yður. — — Og hvað er það? spurði læknirinn, en stúlkan svaraði hágrátandi: — Herra, þér vitið hvílíkur maður Ruggieri frá Jeroli er, og þar eð hann fór að líta til mín hýru auga, hef ég á þessu ári trúlofazt honum, bæði vegna þess að ég þorði ekki annað og svo var ég líka dálítið skotin í honum, og er hann hafði komizt að því í gærkvöldi, að þér voruð ekki heima talaði hann um fyrir mér þangað til ég lét tilleiðast að sofa hjá honuin inni í herbergi mínu um nóttina, og er hann varð þyrstur ætlaði ég að sækja honum vatn eða vín að drekka, en ég vitdi ekki fara inn í salinn, svo frúin yrði mín ekki vör, og þá mundi ég eftir að hafa séð vínflöskuna inni hjá yður og hljóp þangað inn eftir henni og gaf honum að drekka, fór svo með flöskuna aftur þangað sem ég hafði tekið hana, og einmit.t út af því voruð þér svo reiður. Og ég viðurkenni að ég breytti rangt, en hver er sá, sem aldrei gerir það, sem hann á ekki að gera? En mér þykir þetta mjög leiðinlegt, einkum vegna þess, að nú liggur við að Ruggieri verða að láta lífið fyrir þetta, og þess vegna bið ég yður svo innilega nm fyrirgefn- ingu, og að þér vilduð leyfa mér að fara og hjálpa Ruggieri eftir því sem ég get. Læknirinn var mjög undrandi, er hann heyrði þetta, en lét sér þó nægja að skopast dálítið að lienni og sagði: — Þú liefur, svei mér, ætlað að detta í lukku- pottinn er þú hefur beðið ungs manns er gæfi þér gulf og græna skóga, og hafa svo ekki annað en múrmeldýr upp úr krafsinu. Farðu þá og frels- aðu unnusta þinn, en gættu þess eftirleiðis að Ideypa honum ekki oftar inn í þetta hús, því þá skaltu sannarlega eiga mig á fæti. — Stúlkunni fannst þetta byrja vel, og fiýtti sér nú allt hvað hún mátti til fangelsisins. Þar talaði hún svo vel fyrir sínu máli við fangavörðinn að hann leyfði henni að taia við Ruggieri. Er hún hafði sagt honum hverju hann skyidi svara dómar- anum, ef hann vildi sleppa frá þessu, heppnaðist henni að fá áheyrn lrjá hinum stranga dómara. En þar eð hún var ung og lagleg stúlka, vildi sá heiðursmaður fyrst reyna að fá hana til að bíta á sinn öngul, áður en hann veitti henni áheyrn, og til þess að hafa hann góðan, sleppti hún öllum tepruskap í þau skipti. Og þegar kvörnin var orð- in tóm stóð hún upp og sagði: — Herra, Ruggieri frá Jeroli hefur verið hand- tekinn, sem þjófur, en það er hann alls ekki. — Svo sagði hún honum alla söguna frá upphafi til enda, að hún væri kærastan hans og hvernig honum hefði verið laumað inn í húsið og að svo hefði hún gefið honum svefnmeðal í þeirri trú, að það hefði verið vatn, og komið honum því næst ofan í kassa af því hún hefði álitið að hann væri dáinn. Því næst sagði hún frá því, sem eig- endur kassans liefðn sagt smiðnum, og var það skýring á því, hvers vegna Ruggieri var kominn í hús veðlánaranna. Dómarinn sá strax að það var auðvelt að komast að raun um sannleikann í þessu máli og yfirheyrði bæði lækninn, smiðinn, eigendur kassans og okr- arana og við það fékk hann staðfest að okrararnir hefðn í byrjun næturinnar stolið kassanum og farið með hann heim til sín. Að síðustu sendi hann boð eftir Rugieri og spurði hann, hvar hann hefði verið síðustu nótt. Hann svaraði því til, að það væri sér ekki ljóst, en hann myndi vel að hann hefði farið út til að gista hjá þjónustustúlku meistara Mazeosar, og í hennar herbergi hefði hann drukkið vatn, hann hefði verið svo þyrstur, annars myndi hann aðeins, að hann hefði vaknað í kassa í húsi veðlánaranna. Dómaranum var nú innilega skemmt og lét bæði vinnukonuna, Rugg- ieri, smiðinn og veðlánarana endurtaka framburð sinn. Að endingu dæmdi hann okrarana í tíu gullflórína sekt, af því þeir höfðu stolið kassan- um, en lét Ruggieri lausan. Yfir því varð hann auðvitað glaðari, en orð fá lýst, og frúin lians alveg frá sér numin. Gerðu þau, og einnig þernan góða, oft og mörgum sinn- um að gamni sínu yfir því hve áfjáð hún hefði verið að gefa honum nokkrar hnífstungur að skilnaði, en allt varð þetta til að margfalda ást þeirra og gagnkvæmt traust. Ef eitthvað þvílíkt nrætti einnig koma fyrir mig, þó að kassanum undanskildum. 170 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.