Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 11
Drangar rið Ifiývatn undir sig þýðir alltaf kúgun og arðrán í allskonar myndum. Aftur á móti getum við ekki tengt þetta hugtak við neitt það, sem miðar að því að gera mennina frjálsa. Eg hlustaði eitt sinn á samtal tveggja manna og annar ætlaði að telja hinum trú um, að Kristur hefði ætlað að leggja undir sig Jerúsalem. Sá brást reiður við og sagði: „Það var svo líkt honum.“ Hvað segir ekki heitur trúmaður um það, að kristin trú sé að leggja undir sig heiminn, eða samvinnumaðurinn um það, að samvinnuhreyfingin sé að leggja undir sig verzlunina. Menn geta orðið undirlagðir af allskonar vesöld og eymd, en aldrei af frelsi og velgengni. ÖIlu slíku hugtakafrelsi verður að vara fólkið á. Ef menn á annað borð aðhyllast sósíalisma, þá mega menn ekki láta blekkjast af því, að það sé bara Rússinn, sem sé að færa út kvíarnar, en slíkt vopn er nú notað til hins ýtrasta. Þá gengur stór grein áróðursins í þá átt að telja fólki trú um að Rússar standi í vegi fyrir öllu sam- komulagi. Hver getur láð þeim þó þeir vilji ekki selja skipulag sitt undir exi kapítalismans ? A mörgum úrslitastundum er ekkert harðara og misk- unnarlausara en réttlætið, annars væri það ekkert rétt- læti. Hvað hefði starf Krists og annarra beztu manna heimsins orðið, hefðu þeir hopað og gengið í stjórn Stefáns Jóhanns. Sannleikurinn mun verða sá, að hvorugt hinna ráð- andi hagkerfa geti gefið eftir, heldur verður fólkið sjálft að velja á milli þeirra, eftir athugun á eðlismun þeirra. Sósíaldemókratar hljóta nú að fara að standa frammi VINNAN 151

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.