Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 12
DAGUR AUSTAN : I vesturátt var hafið (Brot úr skáldsögukafla) Það var árla morguns í útsynnings rigningu, að leið Agnars Jóhanns lá inn í lítið fiskiþorp. Hann var kald- ur, blautur og svangur. Hressandi þefur af fiski og seltu mætti vituin hans. Ur fjarska barst þungur hrim- gnýr. Þetta mun vera Hvalavík, og hér fóru Tyrkir um með ránshendi og spjölluðu meyjar, hugsaði Agnar Jóhann og setti höfuðið í veðrið á meðan hann staldraði við, lítandi niður þorpsgötuna, sem ásýndar var eins og aflöng forarvilpa. Báðumegin götunnar stóðu nokkur veðurbarin timburhús; torfkumbaldar komnir að nið- urfalli sáust á víð og dreif, eins og smádrit af himni ofan. Omurleg auðn ríkti yfir þessum stað. Hér hlýtur fólk að vera harðgert og fornt í skapi, mælti hann upphátt og lagði leið sína niður götuna. Hvergi sást lífsmark frá mönnum, en nokkrir háværir hrafnar krúnkuðu í kringum dauða kind. fyrir þeim dómstóli, hvað þeir telja sósíalisma og hvern- ig þeir ætli að koma honum á. Yfirleitt þráir fólkið sósíalisma, ne það vill fá hann fyrir svo lítið sem unnt er. Fjöldi þess trúði krötunum, að sósíalisminn fengist á niðursettu verði. Það gaf þeim tækifæri, sem þeir létu ónotuð, sem aftur varð til þess að fólkið var hneppt í enn harðari fjötra. Með þessu eiga þeir engu minni sök á hörmungum síðari ára en þeir, sem dinglað hafa. Höfuðsynd þeirra er sú, að þykjast vera sósíalistar, en vera í hjarta sínu hræddari við hann en allt annað. Fólkið hefur lyft þeim í ráðherrastólana í fleiri löndum og ekki stóð á þeim að setjast, en endirinn hef- ur orðið einn og hinn'sami, að skapa kapítalismanum ennþá betri aðstöðu. Allar þeirra ófarir og endileysur var svo kennt við sósíalisma og nafnið dregið niður í svaðið. Hér og annars staðar leika þeir nú kött og mús við kapítalistana, en hvergi hefur frétzt að þeir hafi orðið að ketti, en mýsnar hafa víða horfið. Gatan endaði fram á háum inalarkambi, er náði niður í flæðarinálið. Þar við tók brimið. Stórir, opnir bátar stóðu í naust uppi á kambinum, beitningar- og aðgerðarhús þar skammt frá. Agnar Jóhann gekk í skjól við eitt skipið og horfði til hafs, en þar var ekkert að sjá nema brimið. Svona briin hafði hann aldrei séð áður. Sterkt, villt og misk- unnarlaust kom það æðandi utan úr sortanum, flokkaði sig í himinháar hrannir og hentist síðan áfram með hvæsandi öskri til lands. Þar varð það að hvítfyssandi löðri, sem dó út í hringmynduðu sogi. Sterkt, voldugt og villt, hugsaði Agnar Jóhann — samskonar afl og konan þráir. Hér vil ég vera í vetur. Hvert ert þú? var sagt í hrjúfum og miklum róm, sem var eins og brimið. Ég er úr Reykjavík, anzaði Agnar Jóhann og leit stóran, luralegan mann með apahendur og stórskorið Það er þó hægt að virða það við kapítalistana, að þeir vita hvað þeir vilja og það er öllum auðsætt. Umbótaflokkar taka það einnig fram, að þeir vilji bara smálagfæringar ef færi gefst. En kratarnir geta ekki sloppið svona ódýrt. Þeir þykjast vera sósíalistar og verða því að gefa fólkinu skýr svör við því, hvenær og hvernig þeir ætli að komast að markinu. Feluleikur og fláttskapur gengur ekki lengur. Fólkið sér það betur og betur að það þýðir ekki að hvísla í eyrað á villidýrinu og biðja það að sleppa bráðinni. Eilífðarsósíalisma þýðir heldur ekki að bjóða upp á, því hann fáum við hinum megin, án þess að líklegt sé að kratar ráði þar nokkru um. Islenzk alþýða verður því nú þegar að heimta það af krötunum, að þeir breiði yfir nafn og númer og hengi á sig mjaltakonuskilti íhalds og framsóknar, eða að öðrum kosti að þeir fari að vinna að því að koma á þeim sósíalisma, sem þeir hafa lofað, en alltaf svikið. 152 VÍNNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.