Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 8
henni trú um, aS hann væri mjúkur sem vorull, enda þótt hrísið væri úr hennar eigin skógi. Nú finna allir launamenn hvort efnið er, enda kosta tollalögin þá um 50 milljónir króna árlega. Næsta skrefið í kauprýrnunarbaráttu ríkisstjórnar- innar var hin fjandsamlega afstaða hennar í kjaradeilun- um s.l. suinar og haust. Sú afstaða mun lengi í minnum höfð. En höfuðatlagan, sem hún var að búa sig undir, kom með dýrtíðarlögunum svokölluðu, er samþykkt voru af Alþingi um síðustu áramót. Enda þótt styrkur alþýðusamtakanna í launadeilunum í fyrra kollvarpaöi hinum stóru hugmyndum ríkisstjórnarinnar um fest- ingu vísitölunnar í 200—250 stigum og algert bann við grunnkaupshækkunum, tókst henni með dýrtíðarlögun- um svokölluðu að rýra kaupmátt launanna svo, að eng- inn andmælir því, að hver króna sé nú um það bil þriðjungi léttari í vasa. Hinsvegar eru falsanirnar og svikin svo lystilega reifuð, að sjálfir umbúðameistar- arnir myndu seinir til svara um það, hvað mikið hefur tekizt að lækka launin og rýra lífsafkomu alþýðunnar. Hitt er víst, að löggilding hinnar sviknu vogar og máls er orðin launastéttunum slík sannreynd, að þær telja það til hinna verstu afbrota, þegar löggjafarsamkoma þjóðarinnar og ríkisvald er notað til þess að fram- kvæma viðlíka þorparaskap,' sem okkur hefur verið sagður verstur af erlendum þjófum einokunartímanna. Það er líka höfuðnauðsyn, að launþegarnir láti ekki blekkjast af þeim umbúðum, sem kaupránið er fært í með endalausum talnablekkingum, vísitölufölsunum, niðurgreiðslum og loforðum, sem altaf eru svikin: að þyngstu byrðarnar verði lagðar á breiðustu bökin. * Þær lagaárásir, sem alþýðan hefur orðið að þola af hálfu alþingis og stjórnarvalda þrisvar sinnum á tæpum áratug, eru í augum heiinar eðlileg viðbrögð auðstéttar- innar til að halda ránsfeng sínum. En verkalýðshreyf- ingin hlýtur áð líta það mjög alvarlegum augum, hversu greiðasöm þjónusta ýmissa manna, sem kalla sig full- trúa alþýðunnar, hefur reynzt afturhaldinu í baráttu þess, enda er svo komið, að heiðarlegir menn leggja hana til jafns við sök verkfállsbrjótsins og þykir hún þó sínu rýrari miðað við sök þeirra manna, er guldu jáyrði sitt við dýrtíðarlögunum svokölluðu í vetur. Þeir sem forystuna hafa fyrir þessum öflum innan verkalýðssamtakanna, virðast hafa gert sér sektina Ijósa. Þeir reyna ekki lengur að verja árásirnar, sem stefnt er gegn lífskjörum alþýðunnar af löggjafar- valdinu, heldur hafa þeir með öllu kastað grímunni og ganga nú um með opin andlit griðrofanna, hrópandi á fulltingi auðstéttarinnar til að kljúfa verkalýðssamtök- in. Markmiðið er að ná Alþýðusambandinu úr höndurn sameiningarmanna og gera það að máttvana hönd, sem stjórnað yrði til undirskriftar hverju því lagaplaggi, sem peningastéttinni og þjónum hennar þóknast að bera á borð. Dæmi þessarar þjónustu eru nú orðin að heilu af- brotaregistri, þar sem hvert atriði varðar þyngstu viður- lögum samkvæmt lögum verkalýðsins. Þeim trúnaðarbrotum fer fjölgandi, að fulltrúar á Alþýðusambandsþingum, er jafnframt eiga sæti á Al- þingi ganga í berhögg við eigin samþykktir (sbr. af- stöðu Hannibals Valdimarssonar, Sigurjóns, Finns o. fl. til dýrtíðarlaganna, vökulaganna o. fl. hagsmuna- mála alþýðui. Og í launadeilunum s.l. sumar gengu AI- þýðublaðsmenn til hreinna verkfallsbrota með því að skipuleggja andstöðu ýmissa verkalýðsfélaga gegn þeim verkalýð, sem í deilu stóð. Þessi einstæða klofnings- starfsemi gekk svo langt, að forráðamenn Baldurs á Isafirði fengu menn til þess að taka upp vinnu í banni samtakanna. Þá er hið svokallaða Alþýðusamband Suðurlands glöggt dæmi þess á hvaða stig sundrungarstarfsemin er komin. Eina samþykktin, sem borizt hefur frá þessum gervisamtökum, er áskorun til ríkisvaldsins um að banna Alþýðusambandinu aðgang að útvarpinu 1. maí. Samskonar áskorun barst einnig frá Alþýðusam- bandi Vestfjarða, sem verið hefur starflaust með öllu um árabil og umboðslaust til aðgerða síðustu 2 árin. Þá er klofningssagan, frá 1. maí eitt hið átakanlegasta tákn þess, hve sundrungarmennirnir í Alþýðusam- bandinu eru langt leiddir. En í beinu framhaldi af hinum einstöku tilburðum til þess að rjúfa eininguna 1. maí, hrópa þeir nú hástöfum á aðstoð allra aftur- haldssinnaðra afla til þess að „brjóta vígtennurnar“ úr „kommúnistunum“, eins og það heitir á þeirra máli að svipta alþýðusamtökin þeirri forystu, sem þau hafa notið á sigurgöngu sinni síðustu árin. Skeið grímumannanna innan verkalýðshreyfingar- innar virðist nú senn á enda runnið, því að varla geta þeir menn, er síðasta árið hafa vaðið um landið skipu- leggjandi verkfallsbrot og fjandskap við hina stríðandi alþýðu vænzt þess að fá nokkru sinni aftur það gerfi, er svo vel hylji ásjónu þeirra og ólánssvip, að alþýðan taki þá trúanlega. Alþýðan mun að sjálfsögðu á réttum vettvangi gera upp við þá menn, er svikið hafa málstað hennar. A sama hátt og hin einstöku verkalýðsfélög hafa sívakandi auga á þeim, sem reynzt hafa uppvísir að þjónustu við andstæðingana á hættustund, þurfa heild- arsamtökin að hafa enn gætnara auga en hingað til með þeim einstaklingum og hópum, sem berir hafa orðið að brotum gegn samtökum alþýðunnar í lífsbaráttu hennar. Það væri ófyrirgefanleg vanræksla af samtökunum, ef þau léti undir höfuð leggjast að draga slíka afbrota- menn til reikningsskapar samkvæmt lögum, en leyfði þeim að vinna skemmdarverk sín í friði. 148 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.