Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 26

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 26
/--------------------------------------------> VINNAN ÚTGEFANDI ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Isfeld Blaðið kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangs kr. 30.00. Einstök hefti í lausasölu kr. 3.00 og tvöföld kr. 6.00. Gjalddagi blaðsins er 1. marz. Afgreiðsla er í skrifstofu Alþýðusambands íslands í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10, Reykjavík. Sími 3980. Uutanáskrift: VINNAN, Pósthólf 694, Reykjavík. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F v____________________________________________y kvatt saman síðan árið 1944, og hafði því sú stjóm, er þá var kjörin, útent stjórnartímabil sitt árið 1946. Síðastliðin tvö ár hefur því engin f-jórðungssambandsstjórn verið fyrir hendi á Vestfjörðum. Þessi tvö ár hafa þó þeir menn, er síðast voru kjömir í fjórð- ungsstjórn, tekið í sínar vörzlur Ys hluta af sambandssjóðsskatti sambandsfélaga vorra á Vestfjörðum, þótt ekkert þing hafi verið haldið og engin stjórn verið til fyrir fjórðungssambandið. Vér höfum því sent sambandsfélögum á Vestfjörðum bréf það, er hjálagt fylgir í afriti. Bréfið skýrir sig sjálft og teljum vér þarflaust að fjölyrða frekar um efni þess. Með skírskotun til hins hjálagða bréfs til sambandsfélaganna á Vestfjörðum, og jafnframt með tilliti til þess, er að framan segir, væntum vér að þú, sem síðast starfandi forseti A.S.V. látir oss í té fyrrgreind skilríki um störf sambandsins og fjárreiður, meðan það starfaði samkvæmt lögum sínum og lögum A.S.Í., og að þú annizt sömuleiðis um að sjóðum þess og hinum fyrrnefnda Ys hluta af sambandssjóðsskatti frá 1946 verði skilað í vörzlu stjórnar A.S.I., er mun gæta eigna hins fyrrstarfandi sambands þar til hún hefur beitt sér fyrir og gengið úr skugga um að lög- legt fjórðungssamband hafi tekið til starfa að nýju á Vestfjörð- um, eða sambandsþing fjallaði um málið. Vér treystum þér til þess að sjá um að þetta komizt á hreint hið allra fyrsta. ,\ Með felagskveðju. Þótt bréf þessi bæði séu eftir atvikum mjög hógvær- og sambandsstjórn vilji sjáanlega leysa mál þetta á sem friðsamlegastan hátt, þannig að sambandsfélögin á Vestfjörðum fái sitt löglega fjórðungssamband, og vilji á engan hátt leggja fjárhagslegar hömlur á löglegt samstarf félaganna, hafa hinir sjálfskipuðu og fyrrver- andi forystumenn A. S. V. ekki reynzt þeir drengir, að vilja stuðla að heiðarlegri og félagslegri leiðréttingu þessara mála, heldur brugðizt ókvæða við og svarað með hárreisandi skömmum í garð „kommúnista“, en svo eru allir sameiningarmenn nefndir í verkalýðssam- tökunum á máli tryllinganna við Alþýðublaðið og Skutul. í einni slíkri grein, sem Hannibal Valdimarsson skrif- ar 23. júní s.l. í Alþýðublaðið, reynir hann aðeins á einum stað að beita málefnalegum rökum, og réttlætir í því sambandi 4 ára algert athafnaleysi A.S.V. á þeirri forsendu, að ekki sé skylt að halda fjórðungsþing ann- að hvert ár! Mál sitt hefur þessi heiðursmaður reynt að sanna með því að lesa upp og birta 10. grein laga A.S.V. þannig: „Sambandsþing skal alla jafna haldið á Isa- firði annað hvert ár.“ Til frekari fróðleiks um mál þetta og manninn H. V. skal hér birt orðrétt 10. greinin, eins og hún er í lögum A.S.V., samþykktum á fjórðungsþingi 1942: „Fjórðungssambandsþing skal haldið á Isafirði ann- að hvert ár, skal þar kosin stjórn, varastjórn og endur- skoðendur til tveggja ára. A fjórðungssambandsþingi skal leggja fram endurskoðaða reikninga fjórðungs- sambandsins.“ Menn taki eftir: Fölsunin hjá H. V., „alla jafna“, er undirstrikuð. En upp úr öllu moldviðri hinna sjálfskipuðu standa óhaggaðar eftirfarandi staðreyndir: 1. Frá 1936, þ. e. í 12 ár, hefur A.S.Í. ekki borizt nein þingfundargerð eða starfsskrá frá A.S.V. 2. Engin greinargerð um fjárreiður hefur borizt síð- an 1938, en eigi að síður hefur A.S.V. ætíð hirt Ys af skatti sambandsins. 3. Engin orðsending eða bréf hafa borizt A.S.Í. frá A.S.V. síðan 1940. 4. Síðastliðin 4 ár er vitað að fjórðungssambands- stjórnin hefur aldrei verið kölluð saman. 5. Þing hefur ekki verið kallað saraan í 4 ár. 6. Engin fjórðungssambandsstjórn hefur verið fyrir hendi 2 síðastliðin ár. Hæstaréttardómur um greiðslu orlofsfjár af ákvæðisvinnu I lögum um orlof, frá 1943, er hvergi skýrt fram tekið um greiðslu orlofsfjár af ákvæðisvinnu. Iðja, félag verksmiðjufólks, hefur staðið í þófi við iðnrekendur um þetta mál undanfarið. Iðja hélt því fram, að ákvæðisvinnu- fólk ætti að fá greitt 4% í orlofsfé af því kaupi, sem það ynni sér inn, en sjónarmið Félags ísl. iðnrekenda var hinsvegar það, að starfsfólkið ætti aðeins orlofsfé af því mánaðarkaupi, sem samningur félaganna segði til um. Flestir iðnrekendur voru þó farnir að beygja sig fyrir sjónar- miði Iðju og greiða eftir því. En þar sem eitt fyrirtæki vildi alls ekki fallast á þessa greiðslu, komu Iðja og F.Í.I. sér saman um, að láta dóm ganga í málinu. Alþýðusamband íslands höfðaði því mál fyrir hönd Iðju, fél. verksmiðjufólks, á hendur fyrirtæki, er aðeins hafði greitt orlof af mánaðarkaupinu, og krafðist 4% greiðslu af kaupupphæðinni, sem þar var yfir. Málið fór að lokum til Hæstaréttar og vann Al- þýðusambandið málið fyrir báðum réttum. I niðurstöðum dómsins segir svo: „Stefndi fékk ekki fast kaup fyrir starf sitt hjá áfrýjanda, en hafði akvæðisvinnukaup, miðað við dagvinnutaxta. Samkv. 1. málsgrein 4. gr. laga nr. 16 1943 átti hún því rétt á að fá greitt í orlofsfé 4% af ákvæðisvinnukaupi sínu orlofsárið." 166 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.