Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 9
HALLDÓR PÉTURSSON: Hvenær hættir alþýðan að láta 4 eyðingaröflin hafa sig fyrir þeytispjald? Það er alþýðan ein. sem á líf sitt og menningu undir þjóðfélagsformunum. Takist henni að koma á mann- sæmandi þjóðfélagsháttum og losa sig við falsriddarana, sem sitja á háhesti hennar og arga í hátalarana, er veg- urinn varðaður. En það er með alþýðuna eins og íslenzka hestinn, sem skortir það eitt að setja reiðfantinn af sér. Höfuð- glæpur alþýðunnar er sá, að hún gefur okinu rétt van- ans og vanmetur hlutverk sitt í þjóðfélagsmálum. Sé henni rétt saðning endrum og eins, sættir hún sig við það og bíður þess er fram vindur. Það er því ekk- ert undarlegt, þó falsriddararnir með hátalarana leyfi sér allt í skjóli þess umburðarlyndis. Og það er ekki nóg með það, að alþýðan stundi þetta þagnar- og þreyjuhlutverk, heldur virðast sporapiltarn- ir, hvenær sem þeim þykir henta, geta knúið hana út í taumlausan æsing móti sjálfri sér. Hinir siðlausustu Rómakeisarar breiddu blæju yfir feril sinn með því að halda uppi leiksýningum, þar sem mönnum og dýrum var att saman í blóðugan hildarleik. Þetta var dýrtíð- aruppbót alþýðunnar á þeim tímum. Arftakar þessara manna hafa ekki gleymt formúlunni. í hvert skipti sem sprellikarlarnir halda að morfínið ætli að renna af fólkinu, er slegið í gang. Þegar mikils þykir við þurfa eru haldnar stórhátíðir eins og heims- styrjaldir og höfuðpaurinn heitir þá Hitler eða Mússi. Til reikningsskila er bakari látinn dingla. Við minni tækifæri er orgað í eyru fólksins, að nú sé lýðveldið í hættu einhvers staðar úti í löndum, jafnvel svo að þar séu menn hættir að ganga um dyrnar. Þessu til sönnun- ar eru dregnir fram dauðir og lifandi eftir því hvernig stendur á tungli: Trotsky, Jan Valtin, Köstler, eða sjónarvottar úr Sovétríkjunum. Leikendurnir eða að- standendur heita eftir atvikum Valtýr, ívar, Hersteinn og allt ofan í Sloppy Jó. Hvenær og hvar sem rofar til fyrir alþýðunni, hvetja .,hásetarnir“ sporana og Heimdellingar baula. Hve lengi ætlar fólkið að syngja með Neró meðan Rómaborg brennur ? Finnst mönnum ekkert undarlegt, að þeim mönnum, sem ráða þessu landi og eru búnir að stela öllu, sem þeir geta og flytja í önnur lönd og selja landið sjálft, skuli vera svona sárt um líf og frelsi fólks einhvers- staðar út í heimi. Mér finnst að þeir ættu frekar að gleðjast yfir því að eignast á sem flestum stöðum landsölu- og fjárflótta- samherja. Nei, það þarf engum að detta í hug, að landprangs- mönnum hérna á Islandi væri ekki sama þó þjarmað væri að alþýðu manna í Rússlandi, Tékkóslóvakíu o. s. frv. Hin eina og sanna ástæða er sú, að í hvert skipti, í hvaða landi sem er, sem alþýðunni tekst að sækja fram, reka auðvaldsaparnir upp þessi voðalegu hljóð. Herfangið er í hættu, ef alþýðan skilur sinn vitjun- artíma og heimtar sinn rétt. Marga fleiri en mig mun taka það sárast þegar stúdentar, sem hafa verið og eiga að vera brjóstvörn þjóðarinnar, verða fyrstir til að hlýða apaöskrinu. Því verður ekki neitað, að við erum aðeins minnsti hlekk- urinn í hinni stóru alheimskeðju, en litlir hlekkir eru líka hlekkir. Okkar skylda er að athuga hina hlekkina, en þó fyrst og fremst okkur sjálf sem hlekki. Það verður aldrei um of brýnt fyrir íslenzkri alþýðu, að hún á ekki um neitt annað að velja en það, að taka afstöðu til þeirra félagsmálakerfa, sem nú er að skerast í odda um í heiminum. Hvort hún vill heldur kapítalismann með allri sinni kölkun og kárínum, sem helzt minnir á gereyðingar- stöðvar Þjóðverja, enda sama ættin, þar sem andar- drátturinn var leystur af með gasi, líkaminn brenndur og hrækt í áttina til sólarinnar; eða hvort hún vill reyna hagkerfi sósíalismans. Þessar tvær leiðir eru til álita, sú þriðja er ekki til. Stríð og barátta milli einstakra þjóða er ekki lengur fyrir hendi, heldur úrslit milli tveggja hagkerfa. Þó líffæri kapítalismans séu þannig farin, að engin von sé um lækningu, getur hann þó ennþá greitt þung VINNAN 149

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.