Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 17
HALLDÓR GUÐMUNDSSON, Suðureyri: Skjálgsbragui Bragur með þessu nafni, er hér fer á eftir, mun upp- runninn frá ísafjarðardjúpi. Hann mun hafa verið kveðinn um mann, Guðmund að nafni. með auknefni .,hinn kristni“. Guðmundur þessi mun hafa verið einn af umrenningum nítjándu aldarinnar, og þá sennilega á fyrstu áratugum hennar. En braginn lærði ég ungur af fóstra mínum og föðurbróður, Steini Guðmundssyni, en hann hafði á yngri árum verið 11 vertíðir við Djúp og allar þær vertíðir háseti hjá Oddi Tyrfingssyni á Hafra- felli, er á þeim tímum mun hafa Verið mesti aflakóngur við Djúp. En Oddur Tyrfingsson var faðir þeirra Hafrafellsbræðra: Guðmundar bónda á Hafrafelli, Pét- urs kaupmanns og Odds formanns, sem allir eru nú dánir. — Mun Steinn fóstri minn hafa lært braginn ungur, en Steinn dó 1891, þá kominn á sjötugsaldur. Höfundur ónafngreindur. Og hefst þá bragurinn: Svuntu, pils, háleista, sokka og skó, selskinn, skráp, leður og fleira. Brennivín, steinbítinn, brauð, Ludigó, bið ég um dálítið meira. Laup, ljá og der, líka súrmjólkurstrokkinn, keyp, skrá og ker, konuna vantar rokkinn. Árar í bátinn og eitt sauðarskinn, ekki á ég hægt með að biðja. Komdu með allsnægtir, kunningi minn, sem kann mig í búskapnum styðja. Mig vantar salt, mörk góðra kaffibauna, Guðmundur allt, gefur ekki um að launa. Fátækur er hann, en fáorður þó, fer vísast ekki með slaður. Rétt kristinn varla, en ráðvandur ó, í rauninni dáindismaður. Maður kom hér, mann ef ég skyldi kalla. Bón biðja fer, bað nær um hluti alla. „Gefið mér selþvesti, gefið mér hníf, gefið mér hafnmatarspóninn. Gefið mér mörbita, að lengja mitt líf, lýsisskel, rúgmjöl og grjónin. Skjálgsbragur þú, skunda sem hraðast getur. I eldinn nú, enginn þig geymir betur. Einskis manns auga þig ætti að sjá, illa mér þykir þú kveðinn. Gakk þú frá öllu sem gaman er á, og gerðu svo sem þú ert beðinn. Við erum þrjú, vantar fisk, hákarl, skötu. Löngu, lát nú, líka drukk með í fötu. Magál, svið, rikling og mjóan saumþráð, mig vantar hnífshorn í spæni, nafar, sög, öxi og lampa mér Ijá, lítið er það sem ég bæni. Mig vantar smér, mjólk, tóbak, eik og nálar, tólg, baunir, ber, hita og spað í skálar. I m skógarhöggsmenn Garpar út á djúpið draga drjúgum til að saga við. Þeir ætla að fara við að saga og ætla að fara að saga við. Káinn. Um munn, sem fékk sér ngjjan bíl Með hefðarstand ei stoltan grand strokinn upp og þveginn, ég sá hann Brand — ég sá hann Brand, ég sá hann keyra um veginn. Káinn. VINNAN 157

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.