Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 22
BRAGI SIGURÐSSON: Af mönnum ertu kominn ii — Mamma, hvar er kotið mitt? kallar barns- rödd innan úr svefnherberginu. Það er Alfreð, elzti sonur hennar, sem kallar. Hann er tíu ára, hæglátur, innhverfur og gxeindarlegur með þykkt, skollitt hár. — Ertu farinn að klæða þig? segir móðirin hlý- lega, um leið og hún gengur inn í svefnherbergið. — Hérna er kotið þitt, ég þurfti að lesta á það tölu í gærkvöldi. Þú skalt fara að klæða þig líka, gæzka, segir hún síðan við Ásrúnu litlu. — Ásrún er næstelzt barnanna, átta ára, frískleg með bústn- ar kinnar, þéttvaxin með mikið hrafnsvart hár venjulega skipt í miðju og fléttað í tvær fléttur, sem ná langt niður á bak. Hún er þægðarljós og með fádæmum vinnugefin. — Það hefur hún af pabba sínum, segir fólkið. Hervör hafði verið svo glöð yfir barnaláni sínu, að þegar hún var búin að eignast þessi tvö, þorði hún helzt ekki að freista gæfunnar í þriðja sinn. En eftir tvö ár eignaðist. hún samt þriðja barnið — svona í andvaraleysi eins og gengur með ungum hjónurn. Það var drengur. Og þá fyrst komst móðirin að því hvað það er að eiga börn, eins og nokkuð má ráða af þessum orðum, er henni hrutu af vörum nokkru eftir fæðingu drengsins: Tvö börn eru sem ekkert barn, en þrjú eins og þrjátíu. Þriggja mánaða var sveinninn vatni ausinn og og nefndur Eiríkur Örvar — fyrra nafninu í höf- uð afa síns, hinu síðara út í bláinn og því nafni var hann jafnan nefndur. Þessi drengur var móður sinni svo erfiður, að nti sór hún þess dýran eið, að eignast aldrei, aldrei fleiri börn. Og maðurinn liennar féllst á þessa eðlilegu ákvörðun. Þó fór hann brátt að ympra á því, þegar drengurinn tók dálítið að spekjast, að „ósköp væri nú gaman að eignast eina stelpu til, svo að það væri jafnt af livoru.“ Móðirin gat ekki fallizt á þessa léttúðugu af- stöðu frímerkjasafnarans í svo alvarlegu máli og aftók það með öllu. En karlmönnunum verður ótrúlega oft að slík- um óskum, og í febrúar þennan vetur, hálfum öðrum ntánuði fyrir sjötta afmælisdag Örvars, eignuðust þau fjórða barnið, meybarn forkunnar- frítt. Það hafði kastazt í kekki með hjónunum út af komu þessa barns. En ástin til barnsins gaf Her- vöru þó brátt fyrri gleði sína, þegar stúlkan var komin í heiminn á annað borð. Hins vegar varð þá annar heimilismaður fár við í fyrstu — sonur- inn Örvar, sem var nú ekki yngsta barnið á heim- ilinu lengur. En hann komst brátt að því, að hann var nú frjálsari ferða sinna en áður, þar eð móð- irin var meira bundin inni við vegna barnsins. Og frjálsræðið var honum mikils vert------- Ásrún litla fer fram úr og byrjar að klæða sig. Hervör gengur að hjónarúminu og vekur Övar. Hann sefur hjá foreldrum sínum, en ungbarnið í vöggu. — Þú hjálpar Iionum að klæða sig, Ásrún mín, þegar þú ert búin, segir móðirin og gengur síðan fram í eldlnisið aftur. Öðru megin við hvítmálað hjónarúmið stend- ur vagga barnsins, en hinum megin gult náttborð með hillu. Á hillunni liggja allmargar íslenzkar ljóðabækur, en á sjálfri plötunni liggja „Þyrnar'* og ofan á þeim: „Eiðurinn“, biblía og passíu- sálmar þessa heimilis. Hervör hafði í bernsku verið alin upp á Forn- aldarsögum Norðurlanda og Göngu-Hrólfs rím- um Bólu-Hjálmars — auk þess dálitlu guðsorði. Sjálf ól hún börn sín nær eingöngu á ljóðum Þorsteins Erlingssonar og taldi andlegri velferð þeirra svo bezt borgið, að hvorki drottni né öðr- um liðist að rífa jafnharðan niður það sem Þor- steinn byggði upp. Á veggnum yfir hjónarúminu hangir refill með þessum orðum ísaumuðum: Jeg trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni. Hervör saumaði refilinn sjálf, þegar hún var fimmtán ára, og hengdi hann upp fyrsta daginn. 162 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.