Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 24

Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 24
Nýir kjarasamningar Vkf. Framsóknar Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík sagði upp kaup- og kjarasamningum sínum við Vinnuveitendasamband Islands og voru þeir úr gildi um 15. marz s 1. Félagið samþykkti að hefja vinnustöðvun kl. 24 miðviku- daginn 23. marz s. 1. ef samningar hefðu þá ekki tekist. Til verkfalls kom þó ekki, því á síðasta degi samdist, og fengu verkakonur allgóða kauphækkun. Grunnkaup við al- menna vinnu hækkaði úr kr. 1.85 í kr. 2.00 á klst., kaup við saltfisk úr kr. 1.90 i kr. 2.05 og kaup við aðalhreingerningar úr kr. 2.00 í kr. 2.20 á klst. en nú gildir þetta kaup við allar hreingerningar svo og uppskipun þ. e. stöflun óverkaðs saltfiskjar o. s. frv. Nýr kaup- og kjarasamningur Víkings í Vík í Mýrdal Þann 1. marz s. 1. var gerður nýr kaup- og kjarasamningur milli Vlf. Víkings í Vík í Mýrdal og atvinnurekenda þar. Kaup karla í almennri vinnu hækkaði úr kr. 2.65 á kl.st. í kr. 2.80, og kaup kvenna úr kr. 1.80 á kl.st. í kr. 2.00. Nýr kjarasamningur bílstjóradeildar Víkings í Vík í Mýrdal Um mánaðarmótin febr.—marz s. 1. gerði bílstjóradeild Vlf. í Vík samninga við verzlun Halldórs Jónssonar og Kaupfél. Skaftfellinga um kaup og kjör. Mánaðarkaup hækkaði úr kr. 600.00 í kr. 650.00 og tímakaup hækkaði hlutfallslega jafn- mikið. Ymsar lagfæringar aðrar til kjarabóta náðust einnig. Til þess að ná samningum við kaupfélagið varð Verkalýðs- félagið að tilkynna vinnustöðvun, en samningar náðust án þess að til þess kæmi að vinnustöðvun væri beitt. Erindreki Alþýðusambandsins aðstoðaði bílstjórana við samningagerðina. Nýr kaup- og kjarasamningur mjólkurfræðinga Þann 1. marz var gerður nýr kaup- og kjarasamningur milli Mjólkurfræðinga og Mjólkurbúa. Hjá fulllærðum mjólk- urfræðingum hækkuðu vikulaunin úr kr. 165.00 í kr. 177.00 grunnlaun og hjá nemum sem unnið hafa 4 ár, hækkuðu vikulaunin úr kr. 155.00 í kr. 167.50. Ymsar kjarabætur aðrar fengu mjólkurfræðingar svo sem frían þvott á hvítum vinnufatnaði,aukin frí og fleira. Vinnustöðvun hafði verið ákveðin, en til hennar kom ekki, þar sem samningar tókust á síðustu stundu. Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins aðstoðaði við samn- ingagerðina. Félag íslenzkra rafvirkja Nýlega var undirritaður samningur milli Félags íslenzkra rafvirkja og Eimskipafélags íslands um kaup og kjör rafvirkja á skipum félagsins. Helztu ákvæði samningsins eru: Mánaðar- grunnkaup er kr. 850.00 en hækkar á fjórum árum upp í kr. 950.00, frítt fæði, sérherbergi, 15 daga sumarleyfi fyrsta starfsárið og síðan 30 dagar. Uppsagnarfrestur eftir eins árs starfstíma 3 mánuðir. Kaup vegna veikinda 3 mánuðir, eftir eins árs starfstíma. Trygging vegna skemmda á fötum. Auk þess eru rafvirkjar tryggðir fyrir 50 þús. krónur vegna slysa eða dauða. Meðlimir Félags ísl. rafvirkja hafa forgangsrétt til allrar rafvirkjunar á skipum Eimskipafél. Islands. Samn- ingur þessi gildir frá undirskriftardegi, en er uppseganlegur með eins mánaðar fyrirvara, hvenær sem er, eins og samn- ingar annara stéttarfélaga við Eimskipafélagið. Samningar við Skipaútgerð ríkisins hafa enn ekki verið undirskrifaðir. Þetta er fyrsti samningur sem gerður hefur verið um kaup og kjör rafvirkja á sjó. Nýir kjarasamningar starfsmannafél. „Þór" 28. febrúar voru undirritaðir nýir samningar milli starfs- mannafélagsins „Þór“ og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Samkv. þeim hækkar kaup vélsmiða, viðgerðarmanna, þvottamanna og bílstjóra úr kr. 612.50 í kr. 625.00 á mánuði, kaup hreingerningarmanna og kyndara úr kr. 585.00 í kr. 600.00 kaup vinnumanna úr kr. 530.00 í kr. 545.00. Kaup hjúkrunarmanna og aðstoðarmanna við rannsóknir stendur í stað og er kr. 550.00 á mánuði. Nýir kjarasamningar „Sóknar" voru undirritaðir 28. febr. milli starfsstúlknafélagsins Sóknar annarsvegar og stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og Reykjavíkurbæjar hinsvegar. Samkvæmt hinum nýja samningi hækkar grunnkaup starfs- stúlkna úr kr. 350.00 á mánuði í 365.00 á mánuði (fullt kaup). Áður fengu stúlkur ekki fullt kaup fyrr en eftir 18 mánuði, en samkvæmt nýja samningnum styttist biðtíminn í 12 mán. Það nýmæli er í samningnum að grunnkaup vökukvenna skal vera 30 kr. hærra á mánuði en starfsstúlkna almennt og saumakvenna 15 kr. hærra. Þá var og samningsbundið að þær starfsstúlkur sem vinna hátíðisdaga og almenna fridaga skuli fá daga bætta með samsvarandi fleiri frídögum, en sumarleyfið var samkvæmt gamla samningnum 19 virkir dagar eftir eins árs starfstíma. Matartími var ákveðinn í fyrsta skipti, skal hann vera 30 mín. í hvert skipti tvisvar á dag, sé unnið í tvískiptum vinnutíma, annars ein klst. Sé matartími hinsvegar ekki tekinn reglulega reiknast sá tími sem fer til að matast til vinnutíma. Nokkrar fleiri smá- vægilegar breytingar voru gerðar á samningnum. Samningur- inn gildir frá 1. febr. s. 1. til 1. febr. 1950, en er uppsegan- legur með 3 mánaða fyrirvara, miðað við 1. nóv. Nýjir kjarasamningar Verkalýðsfélags Dalvíkur Um s. 1. áramót sagði Verkalýðsfélag Dalvíkur upp kaup- og kjarasanmingum sínum við atvinnurekendur á staðnum. Samningaumleitanir hófust sem sagt strax, en samningar náð- ust ekki fyrr en 27. marz s. 1. Undir það síðasta fóru samn- ingaumleitanir fram fyrir milligöngu sáttasemjarans á Akur- eyri Þorsteins M. Jónssonar og bar hann fram sáttatillögu sem greitt var um atkvæði föstudaginn 25. marz, en það var fyrsti dagur vinnustöðvunarinnar er Verkalýðsfélagið sá sig tilneytt að hefja, til framgangs krafna sinna. Sáttatillagan var felld af félaginu með 51 atkv. gegn 44. Sunnudaginn 27. marz komu svo samninganefndir deilu- aðila saman til fundar fyrir milligöngu hreppsnefndaroddvita og náðust þá samningar. Samkvæmt hinum nýju samningum hækkar grunnkaup karla í almennri vinnu úr kr. 2.60 í kr. 2.75 á klst. og kaup kvenna, í vinnu í hraðfrystihúsum úr kr. 1.80 í kr. 1.90 á klst., í almennri vinnu úr kr. 1.80 í kr. 2.00 og íshúsvinnu og allri vinnu við síld úr kr. 1.80 í kr. 2.15 á klst. Samið var um kjör sjómanna og breyttust hlutaskipti lítið, en samið var nú um hlutatryggingu í fyrsta skipti og verður hún kr. 500.00 í grunn á mánuði á tímabilinu apríl—ágúst að báðum mánuðum meðtöldum, en kr. 300.00 fyrir mán- uðina september, október, nóvember og marz. Verkfall stóð aðeins í tvo daga og voru samtök verka- VINNAN 52

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.