Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 25

Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 25
fólksins hin beztu þótt þetta sé í fyrsta skipti sem vinnu- stöðvun er á Dalvik. Erindreki Alþýðusambandsins aðstoðaði félagið við samn- ingsgerðina og allan undirbúning við vinnustöðvunina. Kjarasamningar Togarasjómanna Eins og kunnugt er hefur staðið yfir kaupdeila á milli togarasjómanna um allt land, og Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda. Deilan hófst með því að útgerðarmenn sögðu upp áhættu- samningum, þann 15. jan. s. í. og lýstu yfir verkbanni á togurum þann 1. febr. s. 1. Síðan breyttu þeir þessari á- kvörðun og létu skipin halda áfram fram til 10. marz, en lýstu jafnframt yfir um mánaðarmótin jan. og febr. að þeir myndu gefa básetum og öðrum undirmönnum kost á því að láta skrá sig eftir 10. febr. fyrir kjarasamninginn sem í gildi var. Þann 8. febr. leituðu Sjómannafélögin í Reykja- vík og Hafnarfirði með alherjaratkvæðagreiðslu á skipum og meðal togarasjómanna annara ,sem staddir voru í landi eftir heimild til að lýsa yfir verkfalli á togurum þann 16. febrúar vegna niðurfellingar þess hluta kaups skipverjanna sem féll niður með uppsögn útgerðarmanna á áhættuþóknununni. Verkfall sjómannfélaganna hófst þann 16. febr. Ríkistjórnin skipaði sáttanefnd til að vinna að lausn deil- unnar ásamt sáttasemjara ríkisins Torfa Hjartarsyni, tollstjóra. Sáttanefndina skipuðu þeir Gunnlaugur Briem skrifstofustjóri og Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari. Þann 17. marz bar sáttanefndin fram miðlunartillögu, sem var felld af báðum aðiljum með miklum atkvæðamun. Þann 26. marz bar sáttanefndin fram aðra miðlunartillögu, sem var samþykkt þann 27. s. m. við allsherjaratkvæða- greiðslu af öllum Verkalýðs- og sjómannafélögum, sem áttu í deilunni, nema Verkalvðsfél. Patreksfjarðar, Sjómannafél. Jötni í Vestmannaeyjum og Verkalýðsfél. Neskaupstaðar. Ríkisstjórnin skrifaði útgerðarmönnum bréf þar sem skorað var á þá að samþykkja tillöguna vegna þjóðarnauðsynjar og urðu þeir við þeim óskum og samþykktu miðlunartillöguna með miklum atkvæðamun, þótt hún fæli í sér hærri kjör en tillagan, sem þeir felldu þann 18. marz. Samkvæmt ósk framkvæmdarstjóra togaraútgerðarinnar í Neskaupstað Lúðvíks Jósepssonar var látin fara fram önnur atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna i Verkalýðsfélagi Nes- kaupstaðar strax að morgni sunnudaginn þann 27. marz og var tillagan þá aftur felld. Þá mun framkvæmdastjórinn hafa f-----------------------------------------N Útbreiðið VINNUNA Alþýðusamband íslands v----------------------------- —----------' VINNAN ---------------------------------------\ VINNAN ÚTGEFANDI ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl ísfeld Blaðið kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangs kr. 30.00. Einstök hefti í lausasölu kr. 3.00 og tvöföld kr. 6.00. Gjalddagi blaðsins er 1. júní. Afgreiðsla er í skrifstofu Alþýðusambands íslands í Al- þýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10, Reykjavík. Sími 3980 Utanáskrift: VINNAN, Pósthólf 694, Reykjavík. Prentsmiðja Hafnarfjarðar h.f. V________________________________________y sent hótunar skeyti til sjómanna í Neskaupstað, sem varð þess valdandi að félagsfundur í Verkalýðsfél. Norðfjarðar samþykkti miðlunartillöguna. Samningar tókust, samkvæmt framansögðu við öll verkalýðsfélögin, sem í deilunni áttu, að þremur áðurgreindu félögum undanskyldum, um kl. 9 að kvöldi þann 26. marz og var þá þegar tekið að skrá út á skipin, og á sunnudaginn þann 27. marz fóru 10 togarar út á veiðar. Sjómannadeild Verkalýðsfélags Patreksfjarðar samþykkti að ganga að miðlunartillögunni á fundi mánudaginn 28. marz og sömuleiðis Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum. Hinir nýju samningar eru mjög breyttir til hins betra fyrir sjómennina og eru þessi nýmæli helst: Allir sem fiska í skipið fá hundraðshluta af söluverði aflans 0.21 þegar siglingarleyfi eru veitt en 0.35 þegar siglt er með alla skipshöfnina. Samningsbundin er 8 stunda vinnudagur á siglingum milli landa, sé unnið lengur skal greiða þá vinnu með kr. 4.00 í grunn á klst. Þegar skip siglir út með afla til sölu erlendis skulu 2 af hverj. 3 hásetum hafa leyfi í heimahöfn, með fullu kaupi og fæðispeningum. Þessi leyfi skulu aldrei vera minna en 60 dagar á hverjum tólf mánuðum. Kaup yfirmatsv. hækk- ar um kr. 35.00 á mánuði upp í kr. 500.00 í grunn. Tveir fullkomnir matsveinar skulu vera á öllum togurum með 20 manna áhöfn. Skipverjum er tryggð landgönguleyfi í erlendum höfnum á þeim tíma, sem sölubúðir eru opnar. Hafnarleyfi er lengt og ströng viðurlög sett við því að fara á undan skipverjum, sem eru í hafnarleyfi. Greiðsla fyrir að lempa kolum er tvö- földuð. Útborgað orlof verður um 6 %. Þvottur lestarborða í erlendri höfn, ef leyfður er, greiðist með kr. 5.00 í grunn á klst. Þá hefur viðskiptamálaráðherra skrifað sjómannafélög- unum eftir farandi bréf varðandi gjaldeyrir til sjómanna í erlendum höfnum. „Hér með staðfestist, að orðið hefur að samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar og stjórna sjómannafélaganna, að í útsigl- ingum íslenzkra botnvörpuskipa, fái hásetar, matsveinar og kyndarar til ráðstöfunar í erlendum gjaldeyri 30 sterlings- pund í hverri ferð, sem þeir sigla. Emil Jónsson (sign) 53

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.