Vinnan - 01.12.1951, Qupperneq 12

Vinnan - 01.12.1951, Qupperneq 12
Jóhanna Egilsdóttir sjötug JÓHANNA EGILSDÓTTIR, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykja- vík, varð sjötug 25. nóvember síðastliðinn. Hún á að baki óvenju mikið og dáðríkt starf í þágu verkalýðshreyfingarinnar. Hún Jóhanna hefur átt sæti í stjórn Verkakvennafélags- Egilsdóttir. ins Framsóknar í 29 ár alls, þar af 17 síð- ustu árin formaður þess, en þar áður vara- formaður í 7 ár og gegnt öðrum störfum í stjórn í 5 ár. í fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjavík hefur hún verið í 25 ár og um tíma í stjórn Alþýðusambandsins. Utan ) verkalýðshreyfingarinnar hefur hún gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Þarflaust er að taka það fram, svo kunnugt sem það er, að Jóhanna héfur í hvívetna verið einn ötulasti starfs- og baráttumaður verkalýðssamtakanna, verið hvort tveggja í senn lipur og einbeittur stjórnandi félags síns og óhvikul í öllum átökum við atvinnu- rekendavaldið. Nú er hún hefur fyllt sjö- unda áratug ævi sinnar flytja verkalýðs- samtökin henni alúðar þakkir fyrir óvenju mikið og fórnfúst starf, og um leið og þau árna henni heilla,'tjá þau þá ósk sína, að starfskrafta hennar megi þau njóta lengi enn. 150—200 milljónir fram yfir það, sem verðlags- ákvæðin áður leyfðu. Jafnframt því að benda á orsakir þess, hvern- ig ástandið er í dag í dýrtíðar- og atvinnumálum þjóðarinnar, bendir sambandsstjórriin á ýmsar leiðir, er verða mættu til úrbóta, og krefst þess, að þær leiðir verði reyndar. Fari svo, að alþingi og ríkisstjórnin skelli við skollaeyrum, og verði ekki við kröfum sambands- stjórnar í þessu efni, mun hún beita sér fyrir uppsögn samninga og þá um leið samkomulags- ins frá s. 1. vori til þess þá að grípa til nauðvarn- arinnar einu sinni enn, og það svo að um munar, ef verða mætti til þess, að knýja ríkisvaldið til að láta af sinni vitlaúsu og þjóðlega skaðlegu stefnu. I þessu efni hefur verkalýðurinn allt að vinna, en engu að tapa. Ef ekki verður snúið við, er hrunið óumflýjan- lega skammt undan, og því fylgir alger stöðvun atvinnuveganna. Slíkt ástand kæmi harðast við fátæka verka- menn, konur sem karla, svo og aðra launþega er verða að þræla dag hvern til þess að geta unnið fyrir brýnustu nauðþurftum. Sambandsstjórnin hefur óskað viðræðna við ríkisstjórnina um öll þessi mál. Þegar þetta er ritað, hafa þær viðræður ekki farið fram, en þeim verið lofað af hálfu forsætis- ráðherra. Engu skal um það spáð, hver árangur verður. Má vel vera, að ríkisstjórnin svari stjórn heildar- verkalýðssamtakanna því til, að henni komi þessi mál ekki við eins og viðskiptamálaráðherra svar- aði verðgæzlunefnd varðandi verðlagsmálin, en ríkisstjórnin mun ábyggilega komast að raun um annað. Islenzk verkalýðssamtök eru sterk, ef eining ríkir innan þeirra og geta þá ráðið því, sem þau vilja ráða. Þegar ástandið er svo alvarlegt, sem það nú er, mega pólitísk sjónarmið og pólitísk þjónkun ekki deila kröftum, heldur verða samtökin að koma fram sem ein og órjúfandi heild í baráttunni fyrir atvinnu og brauði — baráttunni fyrir mannsæm- andi lífskjörum. 2 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.