Vinnan - 01.12.1951, Qupperneq 19
í boði hjá sendiherrahjónunum, áttum við þess
kost að hitta marga Islendinga, sem búsettir eru í
Washington, og létu þeir yfirleit mjög vel af veru
sinni þar.
I hádegisverðarboði, er Roosevelt College hafði
fyrir okkur ferðafélagana í Washington, ásamt
ýmsum verkalýðsleiðtogum, fulltrúum frá efna-
hagssamvinnustofnuninni — E. C. A., og fleirum,
flutti Thor Thors sendiherra afar snjalla ræðu um
sambúð íslands og Bandaríkjanna.
Frá Washington var haldið til New York og í
þetta sinn dvalizt þar í þrjá daga.
Skoðuðum við nú fiskmarkaði og ýmsar vinnu-
stöðvar ásamt fjölda opinberra bygginga. Þá skoð-
uðum við merkan sjómannaskóla og ýmsar bygg-
ingarframkvæmdir á Long Island.
Hinn 23. júlí var svo haldið heim með viðkomu
í Boston og Gander og lent á Keflavíkurflugvelli
13 klukkustundum eftir, að lagt var af stað frá
New York.
Hér hafa þá verið dregnar helztu línurnar, er
marka ferð okkar.
Stiklað hefur verið á því stærsta. Ýmsum stöð-
um sleppt, er við komum til, en með mjög skammri
viðdvöl.
Og fyrir hvaða áhrifum urðum við svo í þess-
ari för okkar? Hvers urðum við vísari? Þessu
mætti svara í löngu máli, en verður ekki gert hér
vegna rúmleysis nema að litlu leyti.
Bandaríkin eru heil sérstæð veröld, þar sem
fólki af hinu ólíkasta þjóðerni, með hin fjölþætt-
ustu viðhorf til lífsins hefur tekizt að skapa frið-
sælan heim, sem á grundvelli lýðræðisins skapar
þegnum sínum sem traustast lífsöryggi. Fólkið er
vingjarnlegt, frjálslegt í framkomu', hjálpsamt,
fróðleiksfúst og tápmikið.
Landið er auðugt og mold þess frjó, tæknin
mikil og framfarir því stórstígar.
Verkalýðssamtökin í Bandaríkjunum eiga sinn
mikla þátt í því, hversu kjör fólksins eru þar góð
og hversu þar hefur hin síðari ár gætt aukinna
áhrifa alþýðu manna á stjórn Bandaríkjanna.
Aðalsambönd verkalýðssamtakanna eru tvö:
American Federation og Labor (A. F. L.) og
Committee of Industrial Organization (C.I. O.).
Bæði samböndin leggja mikla áherzlu á fræðslu-
starfsemi meðal verkafólks. Þau hafa sína skóla,
sín blöð og sínar útvarpsstöðvar.
Við almennar þingkosningar eða fylkiskosning-
ar styðja samböndin ekki ákveðna stjórnmála-
flokka, heldur þann frambjóðanda, sem þau treysta
bezt til að vinna að hagsmuna- og réttindamálum
alþýðunnar.
Verkalýðssamtökunum hefur mikið áunnizt í
kaupgjalds- og kjaramálum.
Lögum samkvæmt má kaup karla eigi vera und-
ir 75 cent á klst., eða rúml. 12 krónur. En almennt
er kaupið IV2—2V2 dollari á klst., eða um
25—40 kr.
Verkalýðshreyfingunni hefur einnig tekizt að
skapa verkafólkinu aukið frelsi, betri lífskjör,
meiri menntun og gert það að áhrifamiklum áðil-
um í þjóðmálabaráttu Bandaríkjanna.
Verkalýðssamböndin A. F. L. og C. I. O., hafa
komið í veg fyrir, að kommúnistar næðu þar
nokkurri fótfestu og þannig tryggt verkalýðs
hreyfingu Bandaríkjanna lýðræðislegan starfs-
grundvöll og með því lagt fram sinn stóra skerf
til að festa hugsjón lýðræðisins í sessi, en þá
hugsjón hylla Bandaríkjamenn ákaft.
I krafti þeirrar hugsjónar leggja Bandaríkja-
menn hart að sér, og þá ekki hvað sízt verkalýð-
urinn, til þess að veita hinum ýmsu þjóðum Evrópu
efnahagslega aðstoð til uppbyggingar og viðreisn-
arstarfsemi.
Tóku fulltrúar verkalýðshrey£ingarinnar það
margoft fram við okkur, að verkalýður Banda-
ríkjanna hefði orðið að taka á sig þungar fjárhags-
legar byrðar vegna Marshallaðstoðarinnar, og sá
áróður kommúnista, að hún sé upp fundin af
auðmönnunum í Wall Street til þess að leggja
undir sig heiminn, sé hin mesta fjarstæða. Aftur
á móti beri verkalýður Bandaríkjanna hita og
þunga kostnaðarins, og sé það verkafólkið, sem
fyrst og fremst styðji framkvæmd Marshallað-
stoðarinnar, en ekki auðmennirnir.
Og þetta gerir verkafólkið í trausti þess, að
efnahagsaðstoðin — Marshalíhjálpin — verði til
þess að auka hagsæld þjóða um heim allan og
tryggja þeim frið, frelsi og lífsöryggi fólksins.
I von um, að svo megi verða, lýk ég þessum
fátæklegu línum mínum um Bandaríkjaför sendi-
nefndar Alþýðusambands íslands sumarið 1951
með þökkum til allra þeirra, er að því stuðluðu
á margvíslegan hátt að gera okkur hana sem
lærdómsríkasta *og ánægjulegasta.
----------♦-----------
Forsíðumynd: Fiskibátur kemur í höfn. Ljósm.: Þorsteinn
Jósepsson.
VINNAN 9