Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 20
ÞAÐ ER MÁLA SANNAST, að sjaldan hefur horft uggvænlegar um afkomumöguleika alþýðu manna en einmitt nú. Hvaðanæva berast fregnir um ördeyðu atvinnulífsins ásamt skil- merkilegum upplýgingum um atvinnutekjur verkamanna, sem undantekningarlaust eru mjög lágar, ærið oft allt niður í nokkur hundruð krón- ur á mánuði. En það ber vitaskuld skýlaust vitni þess, að möguleikar verkafólksins til að sjá sér og sínum fyrir sæmilegu lífsframfæri eru þar með að engu orðnir. Vestfirðir munu vera sá hluti landsins, sem einna harðast hefur orðið úti við atvinnuleysið. Á Bíldudal fór t. d. nýlega fram atvinnuleysis- skráning. Kom þá í ljós, að þeir fjölskyldumenn, sem skráðir voru atvinnulausir, höfðu aðeins haft 200 kr. í október til framfæris hverjum fjöl- skyldumeðlim. Ekki munu nærri allir atvinnu- lausir hafa mætt til skráningar, og kunnugum ber saman um, að tekjur alls þorra verkafólks þar séu mjög svipaðar tekjum þeirra, sem til skráningar mættu. Á ísafirði má segja, að um lengri tíma hafi verið um algert atvinnuleysi að ræða. Þar byggja bæjarbúar afkomu sína einvörð- ungu á fiskveiðum og fiskverkun. Hraðfrystihús og aðrar fiskverkunarstöðvar standa auðar og aðgerðalausar, aðallega sökum hráefnaskorts, því að fisklaust er á grunnmiðum að kalla. Alger- lega gegnir sama máli um önnur kauptún þar vestra, svo sem Súðavík, Flateyri, Patreksfjörð og Bolungarv-ík. Á Norðurlandi hefur sömuleiðis verið mjög tilfinnanlegt atvinnuleysi að undanförnu, tekjur verkamanna af sumaratvinnu mjög rýrar sökum þráláts aflabrests á síldveiðum. Strax og síldarvertíð lauk, myndaðist atvinnu- leysi í stórum stíl norðan lands, en sökum afla- brestsins á vertíðinni voru sumartekjur verka- fólksins mjög rýrar, höfðu aðeins nægt fyrir nauð- þurftum líðandi dags, og var því fyrirsjáanlegt, að langvarandi atvinnuleysi væri fólkinu óbæri- legt. Þar er nú hið hörmulegasta ástand. Á Siglu- firði hefur t. d. verið gjörsamlega atvinnulaust, síðan síldarvertíð lauk. Atvinnuleysisskráningu er nú nýlokið á Ólafsfirði. Þar létu 80 manns skrá sig atvinnulausa með á þriðja hundrað manns á framfæri sínu, og vitað er þó um allmarga atvinnu- lausa verkamenn og konur, sem eigi mættu til skráningar. Á Sauðárkróki munu tekjur fjöA- margra verkamanna 8—9 fyrstu mánuði ársins vart hafa farið fram úr þriggja mánaða launum, Jón Hjálmarsson: ATVINNU- LEYSIÐ og á Drangsnesi og Hólmavík á Ströndum hefur verið algert atvinnuleysi frá því í sumar, svo að við liggur hreinu neyðarástandi. Þannig mætti lengi telja og fara stað úr stað kringum allt land alls staðar er sama sagan. Og enda þótt bæja og kauptúna á Austurlandi hafi ekki verið getið hér sérstaklega, þá er atvinnuástandið þar mjög svip- að því, sem hér hefur verið lýst. Allir bæir og þorp, sem atvinnuleysið leggur nú sína dauðu hönd á, eiga það sameiginlegt, að allir afkomumöguleikar íbúanna byggjast á fisk- veiðum og fiskverkun. Víðast hvar eru myndar- leg hraðfrystihús og aðrar fiskverkunarstöðvar fyrir hendi. Til byggingar þeirra hefur verið varið miklu fjármagni, enda hefur alþýða manna tengt allar vonir sínar um stöðuga vinnu og örugga lífs- afkomu við sleitulausan rekstur þeirra. Nú hefur hins vegar alger stöðnun orðið á rekstri þessara fyrirtækja. Fyrir verkafólkið er ekki í annað hús að venda, engin önnur atvinnutæki eru fyrir hendi, sem veitt geti fólkinu atvinnu í staðinn. Þess vegna er ástandið svo geigvænlegt, atvinnu- leysið í algleymingi og skorturinn á næsta leiti. Þessari stöðvun á rekstri fiskvinnslustöðvanna veldur aðallega hráefnaskortur. Fiskafli hefur að undanförnu gersamlega brugðizt fyrir Vestur- og Norðurlandi, þannig að enda þótt bátar hafi róið, þá hafa þeir á engan hátt getað séð vinnslustöðv- unum fyrir nægilegu hráefni. Og vandinn liggur í því, hvernig hægt sé að skapa þeim nægilegt hrá- efni til vinnslu. Reykjavík og Akureyri hafa sérstöðu miðað við aðra bæi, sökum þess að þar er um allmikinn og fjölbreyttan iðnað að ræða. Iðnrekstur er mun öruggari atvinnugrein en sjávarútvegurinn, því að hann er hvorki háður tíðarfari né aflaleysi. Ekki er þó svo að skilja, að atvinna sé hlutfallslega mun meiri í Reykjavík og Akureyri.. Það er sann- 10 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.