Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 21
★ Iðnciðurinn að stöðvast,
★ bótafiotinn í höfn,
★ hraðfrystihúsin ónotuð,
★ togararnir sigla með aflann.
ast sagna, að atvinnuleysi verkafólks við almenna
yinnu er á báðum þessum stöðum nú orðið all-
verulegt, en við það bætist, að iðnaðurinn hefur
dregizt mjög tilfinnanlega saman á báðum þessum
stöðum. Á Akureyri mun rösklega 100 manns hafa
verið sagt upp vinnu í haust af þessum orsökum.
Verksmiðjurekstur í Reykjavík hefur goldið slíkt
afhroð, sem kunnugt er, að af um 1000 manns,
sem um þetta leyti í fyrra hafði vinnu í verksmiðj-
um, vinna þar nú ekki nema um 500. Þess
ber enn fremur að gæta, að í fyrra höfðu
allmargar verksmiðjur orðið að segja upp nokkru
af fólki vegna hráefnaskorts, svo að fækkunin
er raunverulega nokkru meiri en þessar tölur gefa
til kynna miðað við fullkominn rekstur viðkom-
andi fyrirtækja.
Táknræn einstök dæmi í þessu sambandi eru,
að t. d. í skóiðnaðinum unnu um 120 manns í
fyrra en nú aðeins 20 manns, og í ullarverk-
smiðjunni á Álafossi eru réttu hundraði
manns færra nú en um þetta leyti í fyrra.
Þessar staðreyndir skýra sig sjálfar að fullu, og
engum efa er það undir orpið, að nú er þörf
skjótra átaka, ef þjóðin á ekki að bíða hið mesta
tjón. Öll von sérhvers þjóðfélags um efnalega vel-
megun byggist á sköpun verðmæta, og þeim mun
meiri sem verðmæta öflunin er, þeim mun betri
verður afkoma einstaklingsins og þjóðarheildar-
innar. Fari hins vegar verðmætaöflunin minnk-
andi eða stöðvist að einhverju leyti, er vá fyrir dyr-
um, og verði hún viðvarandi er voðinn vís.
Því er óhætt að fullyrða, að mesta sóun verðmæta
í hverju þjóðfélagi sé atvinnuleysið.
Hins vegar fer því þó fjarri, að stjórnarvöldin í
landinu hafi tekið þetta alvörumál föstum tökum.
Þvert á móti hefur venjulegast verið talað fyrir
daufum eyrum, þegar atvinnuleysinu hefur verið
lýst, og raunhæfar aðgerðir til að bægja því frá,
hafa engar verið gerðar, eins og gleggst sést á
því, að atvinnuleysið fer ávallt vaxandi. Samt
sem áður eru það þó valdhafarnir einir, sem hafa
tök á raunhæfum aðgerðum í þessu efni.
Stundum er því líka haldið fram, að því er virðist
til þess að afsaka aðgerðaleysi þeirra, að atvinnu-
leysið stafi af þrálátum aflabresti einvörðungu,
og sé það því óviðráðanlegt. Það er að vísu alveg
rétt, að þrálátt aflaleysi er veruleg orsök þess,
hvernig komið er. Hins vegar er atvinnuleysið jafn
óbærilegt verkafólki og jafn hættulegt efnahags
afkomu þjóðarheildarinnar, hver sem orsökin er.
og jafn sjálfsagt, að ekki sé látið bíða að koma í
veg fyrir skaðvænlegar afleiðingar þess.
Fundur fullskipaðrar stjórnar Alþýðusambands
Islands, sem haldinn var um miðjan nóvember s.l.,
tók þessi mál til ýtarlegrar athugunar, og í álykt-
un fundarins, sem er í heild birt á öðrum stað
hér í blaðinu er bent á nokkrar leiðir til útrým-
ingar atvinnuleysinu, t. d. á nauðsyn þess, að
togarnir leggi afla upp hér á landi til fullrar verk-
unar, sömuleiðis, að afla þeirra verði dreift þann-
ig, að við það skapist sem almennust atvinnuaukn-
ing, enn fremur, að betur verði hlúð að iðnaðinum
en verið hefur.
Ekki verður það með sanni sagt að óviðráðan-
legar orsakir valdi því, að iðnaðurinn í landinu
hefur dregizt svo saman, að í ærið mörgum tilfell-
um megi kalla algera stöðvun. Orsök til þess er
sú, að leyfður hefur verið skipulagslaus innflutn-
ingur á fullunnum iðnaðarvörum á sama tíma og
iðnaðinum hefur ekki gefizt kostur á nægilegu
lánsfé til rekstrar síns og til kaupa á nauðsynleg-
um hráefnum. Þetta og þetta eitt orsakar stöðv-
un iðnrekstursins og þá um leið hitt, að iðnverka-
fólki er nú í stórum tíl beinlínis bægt frá því að
vinna fyrir sér og leggja um leið fram krafta sína
við að skapa þjóðinni verulega aukin verð-
mæti með sparnaði á erlendum gjaldeyri,
sem við vissulega erum ekki of ríkir af.
Það er hægur nærri fyrir þá, sem með völdin
fara, að tryggja öruggan rekstur iðnaðarins og
iðnverkafólki stöðuga vinnu á þann einfalda hátt
að beina innflutningi þjóðarinnar inn á þær braut-
ir, að í stað þess að flytja inn fullunnar iðnaðar-
vörur sé megináherzla lögð á að tryggja innflutn-
ing á góðum hráefnum, sem við höfum tök á að
fullvinna hér heima. Slíkt er þjóðhagslegur
ávinningur. Engin stétt þjóðfélagsins mundi á því
tapa. Allir, sem við iðnað fást, mundu beinlínis
VINNAN 1 1