Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 23
Úr hraðfrystihúsi
á Akranesi: Flökun.
á liðnu ári betri hlut en almennt hefur verið á
]peim togurum, sem afla sinn hafa selt erlendis.
Orsakast það af því, að togarinn getur verið fleiri
daga að veiðum, þegar enginn tími fer í siglingu,
og þess vegna verður meira aflamagni skilað á
land. Og rekstrarafkoma togarans hefur að minnsta
kosti verið eins góð eða jafnvel betri en meðan
hann lagði afla sinn upp erlendis.
Reynslan hefur því leitt í ljós, að með þessu
fyrirkomulagi á afsetningu á afla togaranna, er
að engu leyti teflt í tvísýnu, heldur þvert á móti,
að allir aðilar mundu á því hagnast. Verkafólkið
fær við það atvinnu, sem svo mjög hefur skort,
rekstursafkoma togaranna er jafnörugg og áður
og þjóðarheildinni skapast verulega auknar gjald-
eyristekjur við breytingu hráefnisins í fullverkaða
og unna vöru. Þess vegna er það hrein og bein
þjóðfélagsleg nauðsyn og skylda stjórnarvaldanna
að tryggja, að afli togaranna sé að eins miklu leyti
unninn hér heima og nokkur tök eru á.
Nú síðustu dagana virðist vera að komast skrið-
ur á þetta mál, því að nokkrir togarar munu farn-
ir að landa afla sínum til vinnslu í hraðfrystihús-
um hér í Reykjavík, og vissulega ber að fagna
þessu, og þess ber að vænta, að sá háttur verði
upp tekinn af öllum togaraflotanum.
Hér hefur verið bent á tvær leiðir, sem mjög
verulega mundu bæta úr hinu gífurlega atvinnu-
leysi, ef farnar væru, og báðum þessum leiðum er
það sameiginlegt, að þær skapa beinan og veru-
legan þjóðhagslegan ávinning. Við höfum vissu-
lega ekki efni á að láta þær ófarnar.
Úr hraðfrysti-
húsi á Akranesi:
Fiskurinn settur
í umbúðir.
VINNAN 13