Vinnan - 01.12.1951, Qupperneq 24

Vinnan - 01.12.1951, Qupperneq 24
Sigurjón Jónsson: Öryggi á vinnustöðum UM FÁTT ER NÚ meira talað en hina auknu slysa- og sjúkdómahættu, er fylgir þeim störfum, sem þegnar þjóðfélagsins verða að vinna. Það er heldur ekki að ástæðulausu, að fólk ræðir þessi mál, því að slys við vinnu og atvinnusjúkdómar eru orðnir allt of tíðir viðburðir í okkar fámenna þjóðfélagi. Nágrannaþjóðir okkar hafa gert mjög mikið til þess að finna leiðir, er mættu verða til úrbóta í þessu máli, enda hafa vinnuveitendur og launþeg- ar fundið, að hér er um áhugamál beggja að ræða. Við getum vissulega lært mikið á því að kynna okkur, hvað aðrar þjóðir telja heppilegt í þessum efnum. Við lestur erlendra blaða verður maður víða var við skrif um þessi mál, og eru það eink- um læknar, atvinnurekendur og trúnaðarmenn stéttarfélaga, sem skýra þar frá reynslu sinni. Segja má, að ein aðalorsök slysahættunnar sé fólgin í hinum stóraukna vinnuhraða, sem hefur skapazt vegna stóraukinnar vélatækni. Sjúkdóms- hættan hefur mjög aukizt vegna ýmissa efna, sem notuð eru við framleiðslustörf í iðju og iðnaði. Reynsla annarra þjóða hefur sannað, að kostnaður vegna öryggisráðstafana á vinnustöðum er hverf- andi lítill hjá öllum þeim kostnaði, sem orðið hefur vegna slysa eða sjúkdóma, er orsakazt hafa við eða vegna vinnu. Atvinnurekendur hafa einnig séð, að kostnaður þeirra vegna fjarveru starfsfólks, hvort sem um er að kenna slysi eða sjúkdóm- um, vegna óhollustu við störf er orðin það stór, að mikið er gerandi til þess að minnka hann. Þessir þrír aðilar, þ. e. verkafólk, vinnuveitendur og ríki, hafa því fundið hér sameiginlegt hags- munamál, sem þeim ber að leysa með sameigin- legu átaki. Þær leiðir, sem farnar hafa verið, ,eru í fáum orðum þessar: Samþykkt hafa verið lög um öryggi á vinnustöðum og ströngu eftirliti komið á með því, að lögunum sé framfylgt. Félög eða vinnu- staðir hafa komið sér upp fjölda af sjálfboðalið- um, sem lært hafa hjálp í viðlögum, og hafa sumir þessara manna jafnvel bjargað lífi félaga sinna vegna þess, hve þeir hafa verið færir í starfi, er slys hefur borið að höndum. Þá hefur reynslan sýnt, að mjög nauðsynlegt er fyrir fólk, sem vinn- ur störf, er hættuleg geta talizt heilsu manna, að láta lækni skoða sig reglulega og á þann hátt fylgjast með öllum breytingum, er verða kunna vegna vinnunnar. Tekin hefur verið upp mjög víðtæk fræðslu- starfsemi, sem aðalega er fólgin í því, að haldnir eru fyrirlestrar og sýndar myndir, og fara slíkir fræðslufundir venjulega fram í samkomusölum vinnustaðanna. Hvernig er nú búið að þessum málum hér hjá okkur? Við höfum ekki lög um öryggi á vinnustöðum, en við höfum aðeins gamla og úrelta reglugerð og eftirlit samkvæmt því. Fræðslustarfsemi er mjög takmörkuð, nema hvað einstök félög hafa reynt að fræða meðlimi sína og þá oft með aðstoð góðra manna, og vil ég í því sambandi sérstaklega nefna þá Jón Sigurðsson borgarlækni og Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúa slysavarnafélagsins. Einnig hefur verið reynt að þýða greinar úr erlend- um blöðum og byggja þannig á þekkingu og reynslu, sem aðrar þjóðir hafa öðlazt Hafið þið til dæmis gert ykkur ljóst: 1. Að blýbenzín er stórhættulegt, en það er notað á fjölda véla og áhalda, sem almenn- ingur notar, og er hættan jafnvel mest í reyknum eða sótinu, því að á þann hátt getur það borizt niður í lungun. Þess vegna verður að gæta mjög mikils þrifnaðar í sam- bandi við notkun benzíns. Hreint benzín er tært, blýbenzín er rauðleitt eða grænt, ef um mikið blý er að ræða. 2. Að við suðu og hitun ýmissa málma getur myndazt eitrun í andrúmsloftinu, og er því nauðsynlegt að hafa góða loftræstingu, þar sem raf- og gassuða eða hitun málma fer fram að staðaldri. 3. Að hávaði á vinnustað lamar heyrnina smátt og smátt og gagnslaust er að troða baðmull í eyrun, heldur á að nota þar til gerða tappa. 4. Að hreinsun málma á smergilskífu eða með sandblástri getur verið stórhættuleg, og er því nauðsynlegt, að loftræsting sé mjög góð, þar sem slíkt er gert. 5. Að hverja vél, sem hætta getur stafað af, á að vera hægt að stöðva frá þeim stað, sem maðurinn, sem við hana vinnur, stendur á. 14 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.