Vinnan - 01.12.1951, Qupperneq 32
hluta af mótvirðissjóði verði varið til slíkra nýrra atvinnu-
tækja.
2. Bæjarútgerðir og togaraútgerðarmenn fái aukið rekst-
ursfé, svo að þeim reynist auðvellt að verka afla togar-
anna í landinu. Ráðstefnan varar við þeim vinnubrögðum
að flytja afla íslenzkra togara óverkaðan og óunninn út
úr landinu og leggur megináherzlu á það, að afli togar-
anna sé unninn og verkaður í landinu sjálfu.
3. Gömlu togararnir séu teknir til viðgerðar og gerðir
útgerðarhæfir með nauðsynlegum breytingum, t. d. með
því að þeir verði kyntir með olíu í stað kola. Þeir verði
síðan gerðir út og afla þeirra dreift á ýmsa útgerðarstaði
til vinnslu. Ráðstefnan bendir á, að viðgerð og breyting
á þessum skipum getur farið fram í landinu og mundi
kosta sáralítinn erlendan gjaldeyri, en skapa mikla vinnu
innanlands.
4. Iðnaður landsmanna verði styrktur. Frumvarp til
laga um Iðnaðarbanka verði samþykkt á alþingi því, er
nú situr. Innflutningur á erlendum iðnaðarvörum verði
takmarkaður og hráefni til iðnaðar látin sitja í fyrirrúmi
fyrir innflutningi á fullunnum iðnaðarvörum, sem hægt
er að framleiða í landinu".
Stœkkun landhelginnar.
„RÁÐSTEFNAN fagnar komu „Þórs“ hins nýja varð-
skips og skorar á ríkisstjórnina að láta stórauka björg-
unareftirlit og landhelgisgæzluna við strendur landsins.
Ráðstefnan er þess fullviss, að vérði landhelgin stækkuð,
firðir og flóar út fyrir eyjar og yztu útnes friðaðir fyrir
hvers konar botnsköfum, muni rísa upp blómleg bátaút-
gerð í öllum bæjum og sjávarþorpum landsins. Þess vegna
krefst ráðstefnan þess, að hvergi verði hvikað í landhelgis-
málinu, en það borið fram til sigurs með fullri djörf-
ung og festu. Ráðstefnan skorar á öll verkalýðsfélög að
taka upp virka baráttu í þessu mikla velferðar- og hags-
munamáli".
Samkomulag um uppsögn á togurum.
MEÐ TILLITI TIL ÞESS, að mörg félög, sem hafa
með samninga að gera um kaup og kjör togarasjómanna,
hafa ákveðið að segja þeim upp, vann togarakjaranefnd
ráðstefnunnar að því að reyna að ná nauðsynlegu sam-
starfi og samstöðu félaganna í milli um kröfur og samn-
ingagerð.
Samkomulag náðist milli fulltrúa frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur, Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, Verkalýðs-
félagi Patreksfjarðar, Verkamannafélaginu Þrótti Siglu-
firði, Sjómarmafélagi Akureyrar og Sjómannafélaginu
Jötni Vestmannaeyjum, þar sem fulltrúarnir heita því að
vinna að því hver í sínu félagi, að samstaða verði milli
félaganna í þessu efni. Vitað er einnig, að Sjómannafélag
ísfirðinga, sem ákveðið hefur uppsögn samninga, verður
með í samkomulagi þessu.
í samkomulaginu er ákveðið, hvenær samningar skulu
vera úr gildi, ákveðnar helztu kröfur, sem félögin koma
til með að gera sameiginlega um breytingar á samningun-
um, ákveðið, að félögin hafi sameiginlega samninganefnd,
þar sem í sé einn fulltrúi frá hverju því félagi, sem aðili
er að samkomulaginu, ásamt einum fulltrúa tilnefndum
af miðstjórn Alþýðusambands Islands.
Þurfi til vinnustöðvunar að koma, skal sama nefnd hafa
stjórn deilunnar með höndum.
Þegar ráðstefnunni hafði verið tilkynnt samkomulag
þetta samþykkti hún svohljóðandi ályktun:
„Um leið og ráðstefnan samþykkir fyrir sitt leyti sam-
komulag það, er fulltrúar þeirra félaga, er samninga gera
um kaup og kjör togarasjómanna, hafa gert með sér, um
samstöðu og sameiginlegar kröfur, fagnar hún því, að
samkomulag skyldi nást og treystir, að góð og einlæg sam-
vinna haldist milli félaganna, því að það er álit ráðstefn-
unnar, að þá horfi vænlegar um skjótan og góðan árang-
ur, ef til deilu þarf að koma.
Ráðstefnan beinir þeim ákveðnu óskum til stjórnar
A. S. í„ að hún geri það, sem í hennar valdi stendur til
aðstoðar og styrktar samtökum togarasjómanna, eftir því
sem til hennar Verður leitað af sameiginlegri samninga-
nefnd, og heitir jafnframt á öll þau sambandfifélög, er leitað
verður til um samstöðu eða aðstoð, að þau bregðist fljótt
og vel við til virkrar þátttöku".
Vöndun fiskframlelðslunnar.
„SJÓMANNARÁÐSTEFNA A.S.Í., haldin í Reykjavík
dagana 16.—19. nóv. 1951, sborar á sjómanna- og verka-
lýðsfélög að brýna fyrir öllum, sem að fiskframleiðslunni
starfa, að gæta í hvívetna fyllstu vöruvöndunar við hag-
nýtingu aflans, bæði um borð í fiski'skipunum sjálfum og
í vinnslustöðvum á landi“.
Hvatning til einingar og samstöðu.
„SJÓMANNARÁÐSTEFNAN, haldin 16,—19. nóv. 1951
að tilhlutan Alþýðusambands íslands, telur, að í þeirri
baráttu, sem sjómenn og önnur alþýða landsins á fyrir
höndum til þess að tryggja fulla atvinnu og mannsæmandi
lífskjör, sé það höfuðatriði, að allur verkalýður landsins
standi saman sem ein heild.
Ráðstefnan skorar því á allt verkafólk að taka höndum
saman um stuðning við sjómenn og annað verkafólk í
væntanlegum vinnudeilum vegna baráttu fyrir bættum
kjörum og atvinnu handa öllum".
Lúðu- og þorsknetjaveiðar.
„RÁÐSTEFNAN álítur, að nauðsyn beri til, að gerðir
verði samningar um lúðu- og þorsknetjaveiðar fyrir kom-
andi vertíð, og álítur, að slíkt ástand, er ríkti á síðast
liðinni vertíð, sé algjörlega óviðunandi.
Beinir því ráðstefnan til miðstjórnar A. S. L, að hún
beiti sér fyrir því, að gerðir verði samningar fyrir kom-
andi vertíð, þar sem þeir eru ekki fyrir hendi, svo að
fyrirbyggt sé, að meðlimir samtakanna fari samningslausir
á þessar veiðar".
Togbátasamningar.
„RÁÐSTEFNAN lítur svo á, að þar sem flestir samn-.
ingar eru bundnir við áramót með tveggja mánaða upp-
sagnarfresti, sé ekki hægt að svo komnu máli að gera
neina breytingu á þeim, en vill beina því til miðstjórnar
A. S. í., að hún í samráði við félögin úti um land athugi,
hvort ráðlegt sé að segja upp samningunum, þegar hægt
verður, með samræmingu kauptryggingar fyrir augum“.
22 VINNAN