Vinnan - 01.12.1951, Page 34
Hver dagur verður að færa manni peninga, ann-
ars sveltur maður.“
„Já,“ segir ungi maðurinn, „hér er ekkert að
hafa, sem stendur annað en kvíða. Síðan ég gifti
mig og eignaðist drenginn, kvíði ég hverjum degi.
Ég ligg andvaka á nóttunni af ótta við að fá
ekkert að gera næsta dag, eða vegna þess, að ef
til vill verði mér sagt upp þá og þegar. Hefurðu
heyrt, að það ætti að fara að stytta vinnutímann?"
„Nei, það verður varla gert strax. Það er ekki
orðið svo áliðið. En það verður náttúrulega stytt.
Það hefur alltaf verið gert. — Maður má ekki
vera kvíðinn. Það gerir illt verra.“
„Þú hefur ekki verið ungur á mölinni. Ég hugsa,
að kvíðinn sé meiri, þegar maður er ungur.“
Það er komin hreyfing alls staðar. Menn koma
út úr húsunum, allir vinnuklæddir, en ekki nema
sumir með matarskrínu eða hitabrúsa, stand-
andi upp úr bakvasanum. Þeir labba vestur aðra
aðalgötuna í áttina að Klakastíg. Gamli maður-
inn og ungi maðurinn eru ekki lengur einir. Þeir
ganga margir saman, mislitur hópur ungir og gaml-
ir menn, sumir léttir á sér og teinréttir með bros
í augum og glettni á vöngum, aðrir gamlir og
sligaðir með kreppt hné, og fætur, sem eru stirð-
ir og óvissir, eins og þeir höggvi götuna samkvæmt
tillærðri venju.
Neðan úr flæðarmálinu, úr gömlum gráum bæ,
kemur roskinn maður, rauðbirkinn. Hann er í
vatnskápu þrátt fyrir sólskin og hita, og matar-
skrínuna hefur hann bundna á bakið.
„Þarna kemur Þormóður Kolbrúnarskáld. Hvað
skyldi syngja í honum núna?“
Þormóður Kolbrúnarskáld, eins og hann var
nefndur í hópnum í glettnistón, kemur syngjandi.
Hann er lágur vexti en breiður um herðar og
langstígur.
„Sæl veri hersingin,“ kallar hann álengdar,
„ekki er veðrið amalegt.“
„Þú býst þó auðsjáanlega við skúr. Þú ert bara
gallaklæddur."
„Já, ég tók þetta svona með mér til vonar og
vara. Það getur ekki skaðað.“
„Þú hefur gleymt harmonikunni í dag?“
„Nei, krakkaskammirnar komust í hana í gær-
"kveldi og skemmdu hana. Ég vaknaði fyrir allar
aldir til að gera við hana. Ég varð að líma á hana
bætur þvers og kruss, en límið var ekki orðið
þurrt, svo að ég gat ekki tekið hana með.“
„Það verður þá lítið um músik og söng í matar-
tímanum.“
„Þið fáið þá vonandi tíma til að rífast út úr
pólitík og svoleiðis. Kjaftarnir á ykkur fá þá að
komast í gang.“
Menn hlæja að þessu. Það er líka oft brosað að
orðatiltækjum Þórmóðs. Hann á heima þarna í
gráa bænum niður við flæðarmál og á tíu börn.
Hann er alltaf glaður og reifur og lætur sér fátt
fyrir brjósti brenna. Hann er aldrei atvinnulaus,
enda er ef til vill hlúð svo lítið að honum vegna
ómegðarinnar hjá honum. Hann yrkir vísur og
semur lög og spilar á harmoniku og stundum hef-
ur hann spilað á minni háttar dansleikjum, og
hann spilar vel og syngur þá stundum með.
Hann gerði það að minsta kosti í gamla daga, en
nú er röddin farin að ryðga, enda er hann kominn
á sextugs aldur. Sú saga gengur í hverfinu, að þeg-
ar ekkert er til að borða í gráa bænum, safni
Þormóður krökkunum utan um sig og spili á
harmonikuna viðstöðulaust, hvert lagið af öðru
og syngi með, þar til þau velti út af, en konan
hans, Kolbrún, lítil hnyðja, skapmikil og lenda-
breið, en trygg og traust, og ljómar alltaf
öll, þegar hún horfir á Þormóð, hirði þau upp
eitt af öðru og afklæði þau, — litlu greyin. Svona
gengur vinnuflokkurinn úr Skuggahverfi takt-
laust, mislitur og ósamstæður, en allur í sömu
átt, upp Klakastíg, út úr hverfinu, inn í önnur
hverfi, út úr bænum, upp í holt. Þar eru Sólheim-
ar, standa hátt, neðar er autt holt, grjót og mold,
órudd jörð.
Þangað stefnir vinnuflokkurinn úr Skugga-
hverfi. Þarna eru takmörk borgarinnar. Yzta hús-
ið er stórt og fagurt, timburhús með stórum svöl-
um og laufskornum burstum. Geysandi gammur
gapir út í geiminn af efstu þakbrún — og það er
alveg eins og hann stefni út á mórauða auðnina.
Verkstjórinn stendur við verkfæraskúrinn, þeg-
ar hópurinn kemur. Hann er órór, tvístígur og
skimar leitandi um hópinn.
„Allir með?“ segir hann spyrjandi.
„Já, það held ég,“ segir Þórmóður hvellum
rómi „ef engir hafa bætzt við.
„Ég sé ekki Stíg Stígsson. Hann fékk kort í gær.“
„Já, hann er ekki með. Hafnarkot svaf, þegar
við fórum fram hjá, eða ég sá ekki betur.“
„Þá það. Ég strika þá við hann, þegar klukkan
er komin. Hana vantar enn fimm mínútur.“
Mennirnir skipa sér um skúrinn. Þeir taka
matarskrínur sínar og hitabrúsa og koma fyrir í
skúrnum, laga sig til og skoða verkfærin, haka og
skóflur.
l24 VINNAN