Vinnan - 01.12.1951, Síða 35
„Hér á þá að byrja í dag. Holtið verður erfitt.
Hér eru blágrýtisklappir. Þetta verður ágæt
undirstaða,“ segir ungur maður og lítur fránum
augum út yfir mógrátt ósnert holtið fyrir austan
borgina.
„Við verðum að sprengja“, segir verkstjórinn,
„hér eiga allar nýju göturnar með goðanöfnunum
að koma. Þetta verður fallegt hverfi, sólin skín
fyrst á það á hverjum morgni. Göturnar eiga að
verða næstum því helmingi breiðari en í Vestur-
bænum. Það er víst búið að veita um tvö hundruð
byggingaleyfi hérna í holtinu. Hér vilja allir
byggja, en bæjarstjórnin leyfir ekki nema stór og
góð hús.“
í þessu kemur Stígur hlaupandi. Hann er kóf-
sveittur og móður:
„Kem ég of seint?“ segir hann lafmóður, „Það
er svo óvenjulegt að fá vinnu. Eg kom seint heim
í gærkveldi og þá lá kortið á borðinu. Svo svaf
ég helzt of lengi“.
„Nei,“ segir verkstjórinn. „Þú kemur ekki of
seint. En klukkan er komin“.
Svo blæs hann í flautu,
„Hvað á ég að gera?“ segir Stígur. Hann tví-
stígur óviss með hitabrúsa í hendinni og lítur upp
á verkstjórann, sem er með flautuna í munninum.
„Taktu haka inni í skúr og settu þig svo ein-
hvers staðar niður í flokknum. Það verður þú að
finna út sjálfur.“
Og Stígur hlýðir því. Hann leggur brúsann og
bitann sinn inn fyrir dymar á skúrnum, grípur
haka og hleypur svo til flokksins, sem er búinn að
raða sér á auðnina. Svolítil merkisspjöld eru
þarna og mennirnir fara eftir þeim. Verkstjórinn
segir fyrir verkum, og svo hefst vinnan. Hakarnir
grafast í holtið, svartur svörður með grænum
grastóum tætist sundur og skóflurnar grafast í
moldina. Þar sem grjótið er, er tætt í kringum það,
reynt að bylta því með járnköllum, en þar sem
það tekst ekki, þar sem eru jarðföst björg, er
haldið framhjá þeim og þau skilin eftir. Þau verð-
ur að sprengja.
Stígur Stígsson er fremstur með Þormóði Kol-
brúnarskáldi og báðir eru með haka. Þórmóður
sönglar lag, en Stígur þegir. Báðir vinna af kappi.
Á eftir þeim koma skóflumenn og grafa. Þeir eiga
aðeins að rífa svörðinn, losa, svo að hinum veit-
ist léttara.
Báðir vinna af kappi. Þó að Stígur sé lágur
vexti og ekki kraftalegur, er hann fljótvirkur og
vinnusamur. Hann heggur í sífellu og sparkar í
hnullunga, sem hann hefur rifið upp. Hann er
orðinn sveittur, og stundum réttir hann úr bakinu,
lítur upp og austur mót sólu, strýkur ljósa lokk-
ana burt af enni sér og um leið svitaperlur, sem
búa til titrandi geisla á því hvelfdu og heiðu.
Varir hans eru samanbitnar. — Það er eitthvað
í hug hans.
Hann vinnur lengi þögull, — en svo segir hann
allt í einu um leið og hann hefur hakann á loft:
„Við ryðjum borginni braut.“
Þórðmóður Kolbrúnarskáld er í miðju lagi og
anzar ekki strax. Og Stígur heldur áfram, eftir
dálitla þögn:
„Við komum í hópum neðan úr Skuggahverfi,
ráðumst á þessi öræfi, byltum grjóti og mold,
leggjum götur — og borgin eltir okkur. Ekki
getum við byggt okkur ný heimili hérna.“
Þá segir Þormóður:
„Nei, en borgin vex. Þeir stækka hana, sem ráð-
in hafa. Það þarf mikla peninga til að geta byggt
hér. Það er ekki fyrir fátæklinga. Hér verða
byggðar eintómar steinvillur. Það geta ekki aðrir
en heildsalar og útgerðarmenn.“
„En finnst þér það ekki skrýtið, að við streym-
um út úr Skuggahverfi á morgnana, út úr léleg-
ustu íbúðunum, sem þekkjast í þessari borg og
ráðumst á grjótið, ryðjum fyrir götunum og leggj-
um þær — og svo koma aðrir og byggja sér heim-
ili, stór og fögur heimili við þessar götur? Við
komum þama að neðan úr svakkanum, og eng-
inn okkar á heimili, sem hann unir sér í og getur
alið upp börn sín í, við komum á hverjum morgni
allt árið og meira að segja þökkum fyrir að fá
vinnuna og leggjum grundvöllinn að nýjum góð-
um heimilum, en við eigum þau ekki sjálfir.
Aðrir renna í slóð okkar og byggja við þessar
götur. Það er allt svo öfugt.“
Þormóður hvílir sig um stund, styðst fram á
hakann:
„Við erum allir jafnir fyrir kolareyknum.“ Hann
er kankvís, spottandi.
. Stígur hættir við að láta hakann ríða að sverð-
inum, nemur staðar: „Kolareyknum?“
„Já, sérðu ekki, að hann grúfir jafnt yfir allri
borginni?“ Og Þormóður bendir upp í loftið yfir
borgina, en hún er hulin þykku svörtu skýi, þó
að sólin gylli austurloftið.
Þórmóður vex í augum Stígs. Hann er svona.
Hugsar meira en menn halda. Já, rykið er jafnt
fyrir alla.
Þeir vinna viðstöðulaust, hamast við að bylta
VINNAN 25