Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 37

Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 37
bæn í augunum hjá þeim, sem ráða yfir vinnunni. Hún er náðarbrauð. Andskotinn hafi það allt saman . . . Annars þýðir ekkert að ganga með hausinn niður í klofi lagsmaður. — Allt snarast um hjá manni, ef maður reynir ekki að taka því, sem að höndum ber, með léttlyndi og trú á fram- tíðina. Eg hugsa líka, að allt sé að rísa úr kútnum. Þess vegna spila ég á harmonikuna mína. Tón- arnir lyfta manni einhvern veginn. Ef krakkarnir mínir hafa það eitthvað betra en ég, þá er ég ánægður.“ „Við erum allt of ánægðir. Ef við værum nógu helvíti óánægðir þá myndum við steypa þessu bölvaða þjóðfélagi og búa til nýtt. Þá myndum við ekki lulla þetta fram og aftur í Skuggahverfi, leita út úr því á morgnanna til þess að biðja einhvern og einhverja að fá að þræla fyrir þá og svo inn í það aftur á kvöldin slitnir og uppgefnir með ekkert í lófanum eða sama og ekkert. Eg segi fyrir mig, að ég gæti drepið allt pakkið.“ — Hann lítur upp og horfir um skúrinn, eins og hann heimti svar og sé albúinn til að mæta hverri mótbáru. Hrafnsvartur lokkur fellur niður á ennið um leið og hann beygir sig yfir stokkinn sinn og lokar honum svo að smellur í. Kaffitíminn er búinn og verkamennirnir standa upp og fara út. Þeir raða sér aftur í skurðinn. Hann er að hvessa, svo að moldin rýkur. Stígur segir við Þormóð: „Svona tal líkar mér ekki. Jóhann er ágætur strákur, en hann er allt of æstur. Það reynir hver og einn að bjarga sér eins og bezt gengur og þjóðfélagið er nú einu sinni svona. Við getum bætt kjör okkar og breytt þjóðfélaginu án þess að vera með æsingar bölbæn- ir og manndráp á vörunum". y Þormóður lítur til hans hugsi: Vindhviða feyk- ir moldryki um hann svo að hann ber handlegg- inn fyrir vitin. Svo segir hann: „Já, það er rétt, en örbirgðin kveikir grimmd í brjósti manndómsins, en beygir hið bljúga enn dýpra. Við erum svo misjafnir mennirnir." „Hefur þú heyrt, að Steinn Klakan ætli að fara að breyta öllu þarna hjá okkur? Hann kvað vera að kaupa allt“. „Jú, eitthvað hef ég heyrt um það, og þá verður víst lítið úr kotunum okkar. Er ekki fjári dimmt hjá þér síðan hann byggði við gluggan þinn?“ „Jú, það er alltaf hálfgert myrkur inni. Hann byggði alveg upp að gaflinum hjá okkur. Eg skil ekki í öðru en að talað verði við okkur, áður en honum verður leyft að umturna öllu. Eg fer aldrei, hvað sem það kostar. Við eigum bæinn og lóð- ina.“ Hann er enn að hvessa. Þegar stormurinn þýtur yfir holtið, þyrlast moldarskýin yfir verkamenn- ina. Þeir bera handleggina fyrir vit sér til að verja þau, en það þýðir ekki neitt. Þau fyllast af moldarsáldri. Það smýgur niður hálsinn, inn í augun og eyrun. Þeir verða dökkir til augnanna. þó að þeir þurrki úr þeim með hnúunum milli þess sem þeir höggva jörðina og grafa. Vinnuflokkur- inn er eins og festi í holtinu og hún nær allt frá stóra húsinu með geysandi gamminn og í beinni línu upp hæðina út í auðnina. Þeir eru að ryðja braut fyrir nýja borg — leggja grunnin að fram- tíðinni. Um kvöldið hverfa þeir úr holtinu. Þeir mjakast í hóp gegnum hverfin, niður í lægðina, hægir, þreyttir og hljóðlátir. Fótaburðurinn er þung- lamalegur, axlirnar afsleppar, andlitin mórauð af moldrokinu. Þreyta í öllum limum. Vilhj. S. Vilhjálmsson. ATHUGIÐ, að í Baðstofu Ferðaskrif- k stofu ríkisins er mikið úrval af I; alls konar ullarvörum og vefnaði, enn fremur allir aðrir ;! fáanlegir minjagripir j; til gjafa hér og erlendis. !; Gerið svo vel ;j að líta inn í Baðstofuna. | Ferðaskrifstofa ríkisins k I VINNAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.