Vinnan


Vinnan - 25.10.1979, Síða 5

Vinnan - 25.10.1979, Síða 5
Höfuðáherslan á hækkun lægstu launa I ályktun þeirri um kjaramál, sem samþykkt var á kjaramálaráðstefnu ASI 19. október sl., var mörkuð sú meginstefna varðandi komandi kjarasamninga, að höf- uðáhersla skuli lögð á hækkun lægstu launa. Orðrétt hljóðaði þetta svo í álykt- uninni: „Ráðstefnan samþykkir að haga allri kröfu- og samningagerð þannig að höfuðáhersla verði lögð á hækkun lægstu launa.“ Síðan var í ályktuninni skorað á aðildarsamtök ASÍ að segja upp kaup- og kjarasamningum sínum fyrir 1. desember n.k., þannig að þeir verði lausir um næstu áramót. Jafnframt hvatti ráðstefnan öll aðildarsamtök ASÍ til að sýna sam- stöðu og ganga sameiginlega til samninga um sameiginlegar kröfur. Varðandi stefnuna í komandi kjarasamningum segir einnig: „Verkalýðssamtökin ítreka enn einu sinni að krónutöluhækkanir kaups eru ekki markmið í sjálfu sér heldur kaupmátturinn. Það er launafólki brýnt hags- munamál að úr verðbólgunni dragi. Kjaramálaráðstefnan leggur áherslu á að í verðbólguþjóðfélagi eru traust kaupmáttartrygging og atvinnuöryggi forgangs- kröfur sem verkalýðshreyfingin mun fylgja fram af fullri hörku. Stefna verður að því að allt launafólk sitji við sama borð að því er varðar félagsleg og kjaraleg réttindi. Stórir hópar utan ASÍ njóta í þessu efni hvers kon- ar forréttinda. Lagasetning Alþingis sl. vor, fyrir frumkvæði Alþýðusambandsins, var í þessum efnum myndarlegt spor í rétta átt, en áfram verður að halda á þeirri braut. í því sambandi verður þó sérstaklega að minna á að enn hafa ekki verið lögð fram frumvörp vegna réttinda sjómanna og gera verður kröfu til þess að úr verði bætt hið bráðasta. Umbætur verður að knýja fram. Verður það bæði að gerast með lagasetningu og samningum. Lagafrumvörp eru ýmist tilbúin eða í smíðum varðandi ýmis veigamikil atriði sem verkalýðshreyfingin hefur áður sam- ið um svo sem aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, húsnæðismál, eftirlaun til aldraðra og samræmt verðtryggt lífeyriskerfi. Betri samningsákvæði verður að fá fram t.d. varðandi fæðingarorlof, orlof miðaldra fólks og eldra og af- nám yfirvinnu í áföngum. Knýja verður fram aukin félagsleg réttindi með laga- setningu, m.a. með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar.“ Loks var á kjaramálaráðstefnunni samþykkt að fela miðstjórn og 10 manna nefnd, ásamt fulltrúum frá einstökum landssamböndum og félögum með beina aðild, að undirbúa tillögur að sameiginlegum kröfum í samræmi við þá stefnu sem felst í ályktun ráðstefnunnar. Nefnd þessi veröur um 40 manna og á að skila áliti til annarrar kjaramálaráðstefnu, sem haldin verður ekki síðar en daginn eftir sambandsstjórnarfund ASÍ, þ. e. a. s. 8. desember n.k. A þeirri ráðstefnu verður því væntanlega gengið endanlega frá sameiginlegri kröfugerð ASI-félaganna í væntanlegum kjarasamningum. vinnan Tímarit Alþýðusambands íslands 5. tbl. 29. árg. - Október 1979 A byrgðarmaSur: Björn Jónsson Ritstjóri: Haukur Már Haraldsson Ajgreiðsla og auglýsingar: Grensásvegi 16. - Sími 83044 EFNISYFIRLIT: 3 Höfuðáherslan á hækkun lægstu launa. 4 Kaupmátturinn 1973-1979. Grein eftir Jó- hannes Siggeirsson, hagfræðing ASÍ. 5 Ekkert þras hér. 6 Fjórföld afmælishátíð í Eyjum. 7 Farandverkafólk og kjör þess. Eftir Val Valsson sjómann. 11 í landi manneskjanna. Frá námsstefnu á Grænlandi. - Síðari hluti. 17 Um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöð- um. Eftir Guðjón Jónsson járnsmið. 20 Við höfum fengið okkar réttindi en and- stæðingurinn er sá sami. Nokkur orð um erfiðleika spánskrar verkalýðshreyfingar. 23 Erlend víðsjá. Stuttar fréttir af vettvangi verkalýðsmála víða um heim. 26 9. þing VMSÍ á Akureyri. Vetrarstarf Sóknar hafið. Forsíðumyndina tók Haukur Már af handflök- un í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Setning og prentun: Prentsmiðjan Hólar hf. VINNAN 3

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.