Vinnan - 25.10.1979, Page 6
JÓHANNES
SIGGEIRSSON
HAGFRÆÐINGUR
ASÍ
SKRIFAR:
Kaupmátturinn 1973-1979
í 3.—4. tbl. Vinnunnar 1977 er rakin
þróun kaupmáttar meðalkauptaxta
verkamanna 1972-1977 og getið þeirra
kauphækkana, sem urðu á tímabilinu.
Einnig er gerð grein fyrir hvernig kaup-
máttur er reiknaður út.
A mynd 1 er sýnd þróun kaupmáttar
meðaltaxta verkamanna m. v. meðaltals-
stöðu í hverjum mánuði frá ársbyrjun
1973 og fram til september 1979 og á-
ætlun um kaupmátt fram til desember
1979. Á mynd 2 er sýnd þróun kaup-
máttar fyrir árin 1978 og 1979. Er þar
áætlað fyrir tímabilið frá september ’79
eins og á mynd 1. Miðað er við vísitölu
framfærslukostnaðar.
Árið 1973 hélst kaupmáttur nokkurn
veginn óbreyttur frá fyrra ári en hann
hafði hækkað mikið frá árinu 1971.
Með febrúarsamningunum 1974 verður
mikil kaupmáttaraukning, en sá ávinn-
ingur tapast aftur þegar á því ári vegna
óðaverðbólgu og afnáms vísitölubóta.
Á myndinni sést hvernig niður-
greiðsluaukningin í maí 1974 lyfti
kaupmættinum í júníbyrjun. Þá sést
móta fyrir jafnlaunabótunum í október
1974. Kauphækkanir samninganna ’75
og ’76 lyfta kaupmætti tímabundið en
eru ekki nægilegar til þess að snúa þró-
mt
uninni við. Með samningunum í júní
’77 hækkar kaupmáttur hins vegar veru-
lega. I byrjun desember 1977 er kaup-
máttur þannig svipaður og um mánaða-
mótin mars-apríl 1974.
Fyrri hluta ársins 1978 fer kaup-
máttur hins vegar hækkandi, þar sem
verðbætur voru helmingaðar 1. mars.
Kaupmáttur hækkaði hins vegar mjög
verulega 1. júní bæði vegna grunn-
4 VINNAN