Vinnan - 25.10.1979, Page 8
Fjópföld afmælis
hátfð f Eyjum
Um mánaðamótin nóvember/desember
nk. verður haldin vegleg afmælishátíð í
Vestmannaeyjum. Tilefnið er fjórfalt,
en aðaltilefnið er þó 50 ára afmæli Al-
þýðuhússins. En auk þess á Verkalýðs-
félag Vestmannaeyja 40 ára afmæli, Sjó-
mannafélagið Jötunn verður 45 ára og
Verkakvennafélagið Snót á 47 ára af-
mæli á árinu. Eins og Valur Valsson hjá
Sjómannafélaginu Jötni orðaði það:
„Það má segja að aðaltilefnið sé 50
ára afmæli Alþýðuhússins, en þar sem
við lítum á Alþýðuhúsið sem sameining-
artákn félaganna, var ákveðið að sam-
einast um hátíðahöldin.“
Þessi magnaða afmælishátíð hefst
miðvikudaginn 28. nóvember, en þann
dag verða opnaðar „þrjár“ sýningar.
Klukkan 15 verða opnaðar myndlistar-
sýningar á vinnustöðum, kl. 20 mál-
verkasýning alþýðumálara í Akógeshús-
inu og kl. 21 verður opnuð Ijósmynda-
sýning í Byggðasafninu.
Kvöldið eftir, 29. nóvember kl. 21,
hefst svo hátíðarfundur í Alþýðuhúsinu
þar sem Elías Björnsson, formaður Jöt-
uns, flytur ávarp, en síðan verður 50
ára afmælis hússins minnst í tali og
tónum.
Föstudaginn 30. nóv. sýnir Alþýðu-
leikhúsið leikritið Blómarósir eftir Olaf
Hauk Símonarson í Bæjarleikhúsinu
við Heiðarveg, en kl. 23 um kvöldið
hefst dansleikur í Alþýðuleikhúsinu.
Laugardaginn 1. des. hefst baráttu-
samkoma í Alþýðuhúsinu kl. 14. Kl. 17
sýnir Alþýðuleikhúsið Blómarósir í ann-
að sinn í Bæj arleikhúsinu og kl. 21
hefst afmælissamkoma í Alþýðuhúsinu.
I kjölfar hennar, eða kl. 23, hefst svo
dansleikur á sama stað.
Daginn eftir, 2. des., lýkur svo þess-
ari veglegu hátíð með kaffiboði í Al-
þýðuhúsinu, þar sem fram fer blönduð
dagskrá og hátíðarslit.
Ráðstefna um verkafólk
í sjávarútvegi
Þetta er svo sem nógu vegleg dag-
skrá, en þó er ótalin þungamiðja þess-
arar hátíðar. Það er ráðstefna um
„Verkafólk í sjávarútvegi“, sem haldin
er að forgöngu verkalýðsfélaganna í
Eyjum og í samvinnu við Menningar-
og fræðslusamband alþýðu.
Ráðstefnan verður sett 29. nóvember
kl. 16 af Stefáni Ögmundssyni formanni
MFA, en síðan verða framsöguræður
og skipað í starfshópa.
Framsögumenn verða Jóhanna Frið-
riksdóttir, formaður Verkakvennafélags-
ins Snótar, og ræðir hún um ákvæðis-
vinnu; Valur Valsson, ritari Sjómanna-
félags Vestmannaeyja, sem ræðir um
hlutaskipti; Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, ræðir
um vinnutíma og vinnuálag, og loks
Þorlákur Kristinsson farandverkamað-
ur, sem fjallar um málefni farandverka-
fólks í ræðu sinni.
Föstudaginn 30. nóvember hefst ráð-
stefnan kl. 9 með pallborðsumræðum,
þar sem fulltrúar ASÍ, SSÍ, og VMSÍ
auk framsögumanna frá deginum áður
s'tja fyrir svörum. Síðan fer fram hóp-
\ inna til kl. 17, en þá verða niðurstöður
starfshópa kynntar og ræddar, - og
væntanlega gerðar ályktanir út frá þeim
niðurstöðum sem komist verður að. —
Síðan er gert ráð fyrir að ráðstefnunni
verði slitið um kl. 19.
Viðfangsefni starfshópanna eru hin
margvíslegustu, að sögu Vals Valssonar.
Þar er hugmyndin að fjallað verði um
vinnutíma, vinnálag, launakerfin
ákvæðisvinnu og tímavinnu, hlutaskipti
sjómanna og farandverkafólk í sjávar-
útvegi. Fyrir munu liggja greinargerðir
frá hagræðingardeild ASI, bónusskrif-
stofunni í Vestmannaeyjum, læknum og
Félagsfræðideild Háskóla Islands.
Valur sagði í samtali við Vinnuna,
að meginmarkmiðið með ráðstefnunni
væri tvíþætt í hugum þeirra sem að
henni standa. Annars vegar að gera til-
raun til að skilgreina ríkjandi ástand í
kjarabaráttu verkafólks í sjávarútvegi
og hins vegar að leita eftir hugmyndum
um aðrar leiðir í þeirri baráttu og
hvernig ná eigi settu marki. I því sam-
bandi þurfi t. d. að velta fyrir sér spurn-
ingum eins og þeim, hvernig hægt sé að
ná því markmiði verkalýðssamtakanna
að lífvænleg laun séu greidd fyrir 40
stunda vinnuviku; hvernig hægt sé að
stuðla að því að verkafólk sækist eftir
skemmri vinnutíma en nú tíðkast; hvort
hvetjandi launakerfi séu þau launakerfi
sem verkalýðshreyfingin muni styðjast
við á næstu árum og loks sé spurning
eins og sú, hvort hugmyndir séu uppi
um að leggja niður launakerfi á borð
við hlutaskipti og hvetjandi launakerfi
önnur, harla áleitin. I sambandi við
síðustu spurninguna þyrfti einnig að
gera sér grein fyrir hvað komið geti í
staðinn fyrir þessi launakerfi, ef þau
yrðu felld niður.
Reiknað er með þátttöku um 75 full-
trúa frá verkalýðsfélögunum í Vest-
mannaeyjum, ASÍ, VMSÍ, SSÍ og MFA
í ráðstefnunni.
Eins og sjá má af framansögðu verð-
ur afmælishátíðin í Eyjum hin stórfeng-
legasta í sniðum. Ekki ætti síst að vera
óhætt að binda vonir við niðurstöður
ráðstefnunnar, en umræðuefni hennar
eru ákaflega tímabær. Vonandi verður
tækifæri til að segja nánar frá þessum
atburðum, þegar þeir eru um garð
gengnir, en Vestmannaeyingum sendum
við góðar óskir um heillaríka fram-
kvæmd hátíðarhaldanna.
-hm
6 VINNAN