Vinnan


Vinnan - 25.10.1979, Síða 10

Vinnan - 25.10.1979, Síða 10
það nema fyrir úrvals flatningsmann. Hann sagði að lofað væri í kaup 1000 krónum frá nýári til 11. maí og auk þess fæði og þjónustu. En því bætti hann við, að ég yrði að koma ti! Eyja þegar með næstu skipsferð, fyrir jólin, ef ég ætlaði mér að sæta þessum kostum, og yrði ég að senda skeyti um það undir- eins og ég fengi bréfið. Mér brá dálítið er ég fékk þessar línur. Mér fannst hér gott kaup í boði, og mér veitti ekki af peningunum. En mér þótti nóg um það að eiga að fara að rífa mig að heiman rétt fyrir jólin . . Þannig æxlaðist fyrsta för Theodórs á vertíð til Eyja. Kaupið, 1000 krónur, hefur verið vel hátt á þeirra tíma vísu. T. d. hafði Theodór unnið í kolanámum á Tjörnesi veturinn áður og fengið þá 5 krónur á dag, auk fæðis. Hefði hann því haft, með því að vinna alla daga frá nýári til 11. maí, 655 krónur, eða 345 krónum minna en í Eyjum. I þetta sinn var Theodór ráðinn hjá Gísla Lárussyni í Stakkagerði, forstjóra kaupfélagsins Bjarma. Var honum því ekki í kot vísað hvað snerti fæði og þjónustu. En hvert var nú það verk, sem honum var ætlað að vinna? Theodór segir: ,,Ég var samt ekki óttalaus um þessa ráðningu. Frater hafði bersýnilega gert alltof mikið úr dugnaði mínum við að- gerð. Honuin hætti til þess að gorta allt- of mikið af kunningjum sínum, og nú hafði honum tekist upp fremur en nokkru sinni annars. Leið ekki á löngu, þangað til ég frétti hvernig sakir stóðu. Finnur hét maður, aðkomumaður í Stakkagerði (farandverkamaður, ath.- sem V. V.), hraustmenni milli tvítugs og þrítugs. Hann hafði verið aðgerðar- maður í Stakkagerði undanfarnar 3 eða 4 vertíðir. Þótti hann mesti garpur við flatningu, en þrátt fyrir það gaf hann ekki kost á því lengur að vinna í Stakka- gerðiskrónni og kaus fremur að fara á sjóinn . . .“ „. . . Ollum fiski var ekið uppá krærn- ar í handvögnum, og átti aðgerðarmað- urinn að annast það. Var það þræla- vinna . . . Kom ég stundum eigi heim fyrr en klukkan þrjú til fjögur á nótt- unni og rogaðist þá með þungar fötur fullar af sundmaga . . . Valur Valsson sjómaður. Myndin er tekin á fundi farandverkafólks í ágústmánuði sl. - (Ljósm. L. R.) . . . Kom ég stundum eigi heim fyrr en klukkan þrjú til fjögur á nóttunni og rogaðist þá með þungar fötur fullar af sundmaga . . . Oft gekk ég þreyttur frá verki, og þeg- ar ég var háttaður þoldi ég varla við fyr- ir handadofa og þreytuverkjum í hand- leggjunum. En á morgnana fór ég á fæt- ur klukkan átta í hvert skipti sem róið var. Beið mín þá oft mikið verk óunnið í krónni, því ég gekk oftast frá fiskinum ósöltuðum á nóttunni, þegar ég hafði mest að gera . . . Blöskraði mér það alveg, hvað ég sá marga menn í Vestmannaeyjum með vafða fingur og hendur í fatla. En það þótti linkuháttur að gefast upp, fyrr en í fulla hnefana, en frœgð' að geta skrúf- að sig mest“ (leturbr. V. V.). Ekki var aðbúnaður almennt góður. A næstu vertíð (1920) var Theodór að- gerðarmaður hjá Árna Sigfússyni og lýsir aðbúðinni svona: „Þar í kjallaranum var mér vísað til vistar ásamt sjö félögum, aðgerðar- mönnum hjá Árna og hásetum á Ara (allt farandverkam., ath.semd V. V.) . .. Þröngt var í kjallaranum og urðum við að kúldrast tveir saman í rúmi. Rúmin voru tvö við hvorn vegg, en lítið bil milli rúmanna og varla gengt inn gólfið, eftir að við höfðum raðað koff- ortunum okkar við rúmstokkana. Klef- inn var hins vegar heldur meir en tvær rúmlengdir. Var því rúm fyrir laust borð frammi við dyr, og þangað inn var okkur færð blessuð soðningin sjóðandi upp úr pottinum í eldhúsinu, sem var rétt framan við klefann. Þegar ráðskon- an okkar, „Mútter gamla“, sauð ofan í okkur soðninguna, lagði inn til okkar ærna gufu. En þetta var eina upphitunin í klefanum okkar, og varð af þessu því- líkur raki að rann niður veggina, en okkur varð örðugt að verja fötin okkar fyrir skemmdum. Fœðið var ekki í besta lagi, en matarlystin bœtti það rnjög upp (leturbr. V. V.).” Það er ljóst af frásögn Theodórs Friðrikssonar og öðrum heimildum, sem til eru um farandverkafólk á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirr- ar tuttugustu, að það hefur verið algild regla að farandverkafólk fengi frítt fæði, frítt húsnæði, sængurföt og þjón- ustu — jafnvel vinnuföt. Þessi hlunnindi hafa síðan farið minnkandi. Til dæmis var undirritaður á síld sumarið 1965 og þá í fríu fæði og 8 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.