Vinnan


Vinnan - 25.10.1979, Side 13

Vinnan - 25.10.1979, Side 13
Stjórnmálaf!okkarnir Eina dagstund komu til okkar fulltrú- ar þeirra fjögurra stjórnmálaflokka sem starfa á Grænlandi. Flokkarnir eru Inuit Ataqstigit (fulltrúi Isak Kleist ), Sulisar- tut Partiat (Kristian Poulsen), Siumut (Storch Lange) og Atassut (Peter 0ster- man). Þessir fjórir skýrSu okkur frá stefnu flokka sinna og sátu síðan fyrir svörum. Aberandi var að fulltrúi Atas- sut var nánast einn á báti og átti mjög undir högg að sækja vegna ásakana frá hinum þremur fyrir undirlægjuhátt flokksins gagnvart Dönum, kjarkleysi og vantrú á grænlensku þjóðina. Enda verður að segjast eins og er, að við Is- lendingar höfðum á orði að mikið lán hefði það verið fyrir íslensku þjóðina að enginn flokkur með sjónarmið Atas- sut var starfandi þegar hún átti í sinni sjálfstæðisbaráttu. „Við erum svo litlir og vanmáttugir að við getum ekkert nema studdir af Danmörku og Efna- hagsbandalaginu,“ var nánast innihald þess sem hann sagði. En gefum fulltrúum stjórnmálaflokk- anna orðið, um flokka sína: á Grænlandi Siöari hluti Isak Kleist um Inuit Ataqstigit: Við viljum byggja upp kommúnískan flokk, en fyrst verðum við að skilgreina ástand alþjóðamála og grænlenskt þjóð- félag. Flokkurinn er ekki í neinu alþjóð- legu samstarfi við aðra sambærilega flokka og hefur ekki hug á því næsta áratuginn. Flokkurinn er andsnúinn heimastjórnarlögunum, á þeirri for- sendu að þau ein út af fyrir sig eru allt- of einskorðuð. Meðan þau eru í gildi Myndir og texti: HAUKUR MÁR getur Grænland aldrei orðið virkur að- ili í samfélagi þjóðanna, þar sem þeir yrkja ekki einu sinni sína eigin jörð. Flokkurinn vill fullt sjálfstæði Græn- lendinga. Kristian Poulsen um Sulisartut Partiat: Sulisartut Partiat er önnur tilraunin sem gerð er til að stofna verkalýðsflokk á Grænlandi. 1955 var stofnaður sósíal- demókratískur flokkur sem var aðaldrif- fjöðrin í verkalýðshreyfingunni þar til hann leystist upp þremur árum síðar. Veturinn 1979 var svo þessi flokkur stofnaður í þeim aðaltilgangi að sam- eina alla félaga verkalýðshreyfingarinn- ar í einum flokki. Við stofnunina urðu miklar og harðar hugmyndafræðilegar umræður og teljum við það til góðs fyr- ir verkalýðshreyfinguna. Þar sem lang- stærsti atvinnurekandinn hér í landi er hið opinbera, — ríkið, sveitarfélögin og Grænlandsráðið — verða fagleg og póli- tísk barátta tæpast skilin að. Við viljum byggja atvinnulífið upp á samvinnugrundvelli. Námuvinnslu get- VINNAN 11

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.