Vinnan


Vinnan - 25.10.1979, Side 16

Vinnan - 25.10.1979, Side 16
Rústir kirkjunnar í Igaliko. Eins og sést á myndunum er kirkjan byggS úr grjótjlögum en án alls bindiefnis. Þó hefur byggingin staSiS af sér tœpar sjö aldir furðu vel. ÞaS var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að sperr- ur voru settar við annan langvegginn, þar sem hann var farinn að hallast óþægilega mikið. ina. Margra ára þróun verSur að koma til, svo Grænlendingar geti mótaS sína eigin hugmyndafræSi.“ „ÞaS má taka svo til orSa,“ bætti Kristian við, „að við störfum í einu og öllu í nútímanum og miðum allar okkar gerðir við það sem er að gerast í dag.“ Igaiiko, Upernaviarssuk, Narssaq Auk fundahalda var farið í heimsókn- ir til nokkurra staða utan Qaqortoq. Var farið með vélbáti til Igaliko (Hvalseyj- ar), Upemaviarssuk og Narssaq. Auk þess voru skoðaðir tveir vinnustaSir í Qaqortoq, frystihús og sútunarverk- smiðja. Igaliko er staður innarlega við Ein- arsfjörð og athyglisverður fyrir þá sök að þar er að finna merkilegustu minjar um búsetu norðurbúa (eins og Græn- lendingar kalla gömlu víkingana okkar) þar í landi. Þarna stendur sumsé uppi að langmestu leyti kirkja sem byggS var um 1300, auk þess sem á síSustu árum hafa verið grafnar upp rústir fleiri húsa í kringum kirkjuna. Frá skoðun fortíðarinnar á Igaliko sigldum við á vit framtíðarmöguleik- anna. 1 Upernaviarssuk er rekin til- raunastöð landbúnaðarins og hefur ver- ið þar í 15 ár. Þarna fara fram tilraunir með sauSfjárrækt, byggðar á íslenskum sauðkindum, en sá stofn hefur reynst best þeirra fjárstofna sem reyndir hafa verið þar. Rannsóknir í stöðinni beinast að því m. a., hve stórum fjárhópi má beita á einstaka svæðum, án þess að gengið sé of nærri gróðri. Liður í þessum tilraun- um er gerð gróðurkorta sem íslenskir vísindamenn hafa unnið að undanfarin ár. Þá fara fram í Upernaviarssuk rækt- unartilraunir, s. s. á blómum, grænmeti og trjágróðri. Að sögn Poul Bjerge, sem leiðbendi okkur um stöðina, hefur ár- angur rannsóknanna lofað góðu um framtíðina. 14 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.