Vinnan - 25.10.1979, Side 22
varðandi málmiðnaðarvinnustaði. Þar
kemur m. a. fram eftirfarandi:
23 fyrirtæki voru athuguð. Mötuneyti
er hjá tveim. Kajfistofur hjá öllum nema
einu. Rœsting kaffistofanna er fullnægj-
andi hjá 11 fyrirtækjum, en ábótavant
hjá 12. Fataskiptaaðstöðu vantaði hjá
10 fyrirtækjum af 23. Bað- og þvottaað-
stöðu vantaði hjá 17 fyrirtækjum af 23.
Salerni voru fyrir hendi hjá öllum fyr-
irtækjunum 23. Rœstingu salerna var
áfátt í 18 tilfellum og mikið ábótavant
í 14 tilfellum.
88 vinnustaðir og vinnurými voru at-
huguð hjá þessum fyrirtækjum. Lýsing
var talin fullnægjandi í 45 þeirra, en
ábótavant í 43. Sérlýsing var talin full-
nægjandi í 35 vinnusölum en ekki fyrir
hendi eða ábótavant í 53. Hitun var tal-
in fullnægjandi í 13 vinnusölum en ekki
vant í 37. Vélknúin loftrœsting var tal-
in fullnægjandi í 13 vinnusölum en ekki
fyrir hendi eða ábótavant í 75 vinnu-
sölum. Opnanlegir gluggar voru ekki
fyrir hendi í 36 vinnusölum af 88. Há-
vaði var í 40 vinnusölum af 88. Ryk-
mengun var í 37 vinnusölum af 88. Gas
og/eða leysiefnamengun var í 48 vinnu-
sölum af 88. Oþefur var í 40 vinnusöl-
um af 88. Rœsting var ófullnægjandi í
56 vinnusölum af 88. Umgengni var
áfátt í 58 vinnusölum af 88.
Ymsar aðrar eftirtektarverðar upp-
lýsingar koma fram í niðurstöðum
könnunarinnar. Við lauslegan saman-
burð á niðurstöðum úr öðrum starfs-
greinum virðist ástandið þar svipað, í
sumum atriðum skárra og í öðrum lak-
ara.
Þetta sýnishorn af niðurstöðum
vinnustaðakönnunarinnar bendir til
þess að könnunin staðfesti, að aðbún-
aði og hollustuháttum á vinnustöðum sé
mjög ábótavant í ýmsum efnum. Heil-
brigði fólks sem starfar í slíku vinnu-
umhverfi, hlýtur að vera í meiri eða
minni hættu, einkum þegar við bætist
óhóflega langur vinnutími og óeðlilegt
vinnuálag.
Það er sjónarmið Alþýðusambands
Islands, að mjög brýnt sé að gera mikl-
ar umbætur á aðbúnaði, hollustuháttum
og öryggi vinnustaða og að komið
verði í veg fyrir óhóflegan vinnutíma og
vinnuálag. Það er skoðun mín að for-
sendur fyrir nauðsynlegum umbótum
séu, að lagafrumvarpið um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi vinnustaða,
sem lagt var fram á Alþingi s.l vor,
verði samþykkt og ákvæði þess komi
sem fyrst til fullra framkvæmda, og að
þeir aðilar sem atvinnuheilbrigðismálin
varða, verkalýðssamtök, atvinnurek-
endasamtök, heilbrigðisyfirvöld og
læknar geri samstillt átak til umbóta í
þessum efnum, sem verði eitt af for-
gangsverkefnum þessara aðila næstu ár.
Alþýðusamband Islands er reiðubúið
til samstarfs við alla aðila um nauðsyn-
legar umbætur í aðbúnaði, hollustuhátt-
um og öryggi á vinnustöðum.
NOKKUR ORÐ
UM ERFIÐLEIKA
SPÁNSKRAR
VERKALÝÐSHREYF-
INGAR
Þegar maður réttir úr sér eftir að hafa
gengið með bogið bak í heilan manns-
aldur, fer ekki hjá að því fylgi sársauki.
I rúm 30 ár var verkalýðshreyfing
Spánar kúguð af fasísku einræði Frank-
ós, og það var ekki fyrr en fyrir tveim-
ur árum að hún fékk aftur fagleg rétt-
indi sín. Síðan hefur Spánn verið hrjáð-
ur af harðri og langvarandi stéttabar-
áttu, jafnhliða því sem landið hefur
gengið í gegnum vandasama uppbygg-
ingu lýðræðislegs þjóðskipulags.
Einna hörðust hefur baráttan verið
gegn erlendum fyrirtækjum. Spánn er
kjörið land til fjárfestingar útlendinga
vegna lágra launa. Fjármagnið er boð-
ið velkomið af ríkinu, sem vill aukinn
iðnað, og af verkalýðshreyfingunni, sem
hefur áhyggjur af óhugnanlegu atvinnu-
leysi. Síðarnefndi aðilinn er hins vegar
ekki lengur á þeirri skoðun að verka-
fólkið skuli greiða fyrir uppbyggingu
fyrirtækjanna.
Barátta við auðhringi
En atvinnurekendur hafa í alltof mörg
ár vanist þvi að fá kröfum sínum fram-
gengt með stuðningi ríkisvaldsins og án
þess að verkalýðshreyfingin hafi getað
möglað.
Þess vegna eru í dag svo hörð átök á
Spáni, að það getur jafnvel þurft að
ræna eins og einum atvinnurekanda áð-
ur en hægt er að koma af stað samræð-
um milli deiluaðila. Slíkt átti sér einmitt
stað í baráttunni við verksmiðjur
franska fyrirtækisins „Michelin“ í
Baskahéruðunum. Þar rændi hinn ólög-
legi armur Þjóðfrelsishreyfingar Baska,
ETA, forstjóranum Luis Abaitua. Þá
hafði stj órn fyrirtækisins neitað í meira
en mánuð að setjast að samningaborði
með verkafólkinu, sem á sama tíma
hafði beitt verkfallsvopninu án árang-
urs. Þegar forstjóranum var rænt beygði
stjórnni sig loks, samningaviðræður hóf-
ust og forstjórinn var látinn laus. Þetta
20 VINNAN