Vinnan - 25.10.1979, Síða 26
Telur þingið þau fyrirtæki gefa mesta ástæðu
til þrýstings af hálfu verkalýðsfélaga í fram-
tíðinni. Bendir þingið á að fyrirtækin verði að
veita aðgang að skýrslum sínum, ef fram á
slíkt er farið.
Atta af fyrirtækjunum 178, þar af fjögur úr
hópi þeirra er þingið valdi úr, hafa „tilkynnt
að þau hafi viðurkennt fulltrúa frá verkalýðs-
félögum þeldökkra starfsmanna sinna, en eitt
af þeim félögum er innan fyrirtækis þess er
um ræðir“, að sögn ríkisstjórnarinnar.
Kanadískir haínarverkamenn
stöðva sendingar þungs vatns
til Argentínu
Hafnarverkamenn í St. John, New Bruns-
wick í Kanada, hafa nú neitað a'ð skipa út
sendingum af þungu vatni, sem flytja átti til
Argentínu, til nota sem eldsneyti í kjarnaofna
orkuvers þar. Styðjast verkamennirnir við
harða andstöðu verkalýðsfélaga gegn sam-
vinnu Kanada við Argentínu í kjarnorkumál-
um.
Hollenska alþýðusambandið hefur einnig
uppi mótmælaaðgerðir, sem beint er að her-
foringjastjórninni í Argentínu. Hefur það beð-
ið félaga sína að senda Videla forseta póst-
kort, sem á er prentað á spönsku krafa um að
þegar í stað verði látnir lausir tuttugu og
einn verkalýðsleiðtogi, svo og allir þeir aðrir,
sem hafa verið handteknir og hafa horfið
vegna verkalýðsmála. Tekur texti póstkortanna
sérstaklega fram að viðkomandi verði að
„koma lifandi fram í dagsljósið að nýju“.
Ástralska ríkisstjórnin
ræðst á verkamenn
Ástralskir verkamenn eru æfir gagnvart
bæði ríkisstjórn landsins og héraðsstjórnum,
vegna beitingar þeirra á löggjöf gegn verka-
lýðsfélögum nú nýverið, svo og vegna mark-
aðrar stefnu ríkisstjórnarinnar til lækkunar á
rauntekjum.
Sem dæmi má nefna, að ríkisstjórnin brást
nýverið við deilu innan raða starfsmanna sím-
kerfisins í Ástralíu, með því að beita tveggja
ára gömlum lögum um opinbera starfsmenn.
Þau heimila yfirvöldum að víkja frá eða reka
úr starfi, án fyrirvara og án þess að hægt sé
að áfrýja, hvern þann opinberan starfsmann,
sem tekur þátt í aðgerðum launþega. Hægt er
að skilgreina sem aðgerðir launþega hvers
konar verkföll, verkstöðvanir, takmarkanir,
samdrátt, tafir eða breytingar á vinnuafköst-
um, hvort sem það tengist öllum starfsskyld-
um viðkomandi, eða aðeins hluta þeirra.
Þá er og táknræn lögreglusamþykkt Vestur-
Ástralíu, sem bannar að fleiri en þrír einstakl-
ingar komi saman, án þess að hafa til þess sér-
staka heimild lögreglu.
Bæði fyrrnefnd löggjöf, svo og lögreglu-
samþykkt þessi, hafa verið fordæmdar af Al-
þjóðasambandi verkalýðsfélaga.
GRIKKLAND:
Grískir bankastarfsmenn
halda áfram baráttu sinni
Grískir bankastarfsmenn hafa fengið urn
það fyrirmæli frá félögum sínum að sinna
ekki nýjum reglum um vinnutíma, sem gríska
ríkisstjórnin setti fyrir banka í landinu, án
þess að ráðfæra sig við fulltrúa starfsmanna.
Átti nýi vinnutíminn (frá 9.00 til 16.45) að
taka gildi án undanfarandi samninga, en
starfsmenn héldu einfaldlega áfram að mæta
klukkan 7.45 að morgni og vinna til 15.30,
eins og verið hafði.
Gríska bankamannasambandið (OTOE)
hafði einnig í hyggju að grípa til frekari að-
gerða gegn þessum breytingum ríkisstjórnar-
innar, sem náðu hápunkti sínum þegar banka-
menn, sem gripið höfðu til verkfalla til að
mótmæla breyttum vinnutíma, voru reknir til
vinnu að nýju. OTOE telur að sú aðgerð sé í
andstöðu við stjórnarskrá ríkisins og hefur
tekið málið upp hjá Alþjóða vinnumálastofn-
uninni í Genf.
SPÁNN:
Samkomulag milli spánska
verkalýðssambandsins
og sambands vinnuveitenda
Spánska verkalýðssambandið (UGT) og
samtök spænskra vinnuveitenda (GEOE)
hafa nú komið sér saman um réttindaramma,
sem verður grundvöllur allra samninga milli
þessara aðila í framtíðinni. Helstu áhrif þessa
ramma eru þau að takmarka afskipti opin-
berra aðila af samningum ntilli launþega og
A'innuveitenda. Beiting þess gerðardómskerfis,
sem Franco heitinn kom á, verður nú tak-
mörkuð við fáein tilvik, sem sérstaklega er
getið í lögunum þar um. Einnig mun þetta
samkomulag gera spænsku ríkisstjórninni erf-
iðara urn vik að koma fram sínum eigin hug-
myndum um vinnutengsl, þegar hún setur
fram vinnumálalöggjöf sína nú í haust. Þá
telur UGT einnig að þetta samkomulag marki
skref í átt til viðurkenningar á rétti verkalýðs-
félaga til að eiga sér fulltrúa á vinnustöðum.
Ennfremur náðist samkomulag um að til
kæmu sjálfvirkar launahækkanir ef vísitala
framfærslukostnaðar hefði hækkað meira en
6,5% í lok júnímánaðar. Meðal forgangs-
krafna af hálfu UGT, sem ekki náðust inn í
þetta samkomulag og verða því áfram til um-
ræðu, er fjörutíu stunda vinnuvika, þrjátíu
daga lágmarks orlof, afnám mismununar í
greiðslu bóta vegna starfsmissis og efling
verkalýðsráða.
ÍSRAEL:
ísraeisk launþegasamtök
gegn verkfallabanni
Verkalýðssambandið í Israel, Histadrut,
hefur ráðist harkalega gegn löggjöf þeirri,
sem áætluð er um skyldu-gerðardóm í deilum
milli launþega og vinnuveitenda. Þessi nýja
löggjöf bannar einnig með öllu verkföll á
hverjum þeim vinnustað, sem varnarmálaráð-
herra landsins telur hluta af varnarkerfinu,
svo og í ákaflega víðtækum flokki starfs-
greina, sem yfirvöld telja „nauðsynlega þjón-
ustu“. Histadrut segir að hjá því verði ekki
komist að til harkalegra deilna komi við
stjórnina vegna lagasetningarinnar.
SUÐUR-AMERÍKA:
ASFV mótmælir aSgerSum
Argentínustjórnar
Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga
hefur lagt fyrir Alþjóða vinnumálastofnunina
í Genf mótmæli gegn „afskiptum" stjórnvalda
í Argentínu af þrem verkalýðsfélögum til við-
bótar við þau sem þegar höfðu orðið fyrir
slíku. ,,Afskipti“ þessi felast einfaldlega í því
að setja félögin undir stjórn opinberra aðila.
Ennfremur mótmælti ASFV því að í fjórða fé-
laginu var borgaralegur leiðtogi settur af, en
yfirmaður í hernum skipaður í stað hans.
I mótumælum þessum, sem eru hin þriðju
frá því herstjórnin hrifsaði völdin í Argen-
tínu árið 1976, er bent sérstaklega á að þessi
nýju „afskipti“ geri að engu þá sýndartilslök-
un er stjórnvöld í Argentínu settu fram fyrir
vinnumálastofnunina í apríl síðastliðnum, þeg-
ar þau tilkynntu að opinberri stjórn hefði ver-
ið létt af níu félögum, sem áður höfðu orðið
fyrir „afskiptum“ stjórnvalda.
Þá er í mótmælunum bent á að enn séu
margir af leiðtogum verkalýðsfélaga í Argen-
línu í fangelsum og að því leidd rök að ríkis-
stjórn Videla virðist ekki ætla að flýta, sér að
koma á löggjöf þeirri sem hún hún lofaði;
þar sem sinnt væri skyldum stjórnarinnar til
að virða réttindi verkalýðsfélaga, í samræmi
við sáttmála vinnumálastofnunarinnar, sem
Argentína hefur staðfest.
Þá hefur ASFV einnig skrifað Videla for-
seta og mótmælt „afskiptunum“ við hann.
A sama tíma hafa tvö mikilvægustu verka-
lýðsfélagasamböndin, úr hópi þeirra er starfa
gegn stjórn Videla, ákveðið að sameinast. Það
eru Hópur hinna 25 og CNT. Þessi ákvörðun
mun hjálpa mikið í baráttu félaganna gegn
kúgun og brotum á réttindum þeirra, svo og
haráttunni fyrir endurreisn lýðræðis, að því er
aðalritari ASFV, Otto Kersten, telur.
Sendinefnd frá ASFV
til Nicaragua
í lok júlímánaðar síðastliðins heimsótti
sendinefnd frá Alþjóðasambandi frjálsra
verkalýðsfélaga, undir forystu Otto Kersten,
aðalritara sambandsins, Nicaragua. Tilgangur
ferðarinnar var að eiga viðræður við lýðræð-
isleg verkalýðsfélög í landinu, svo og þá
stjórnmálaleiðtoga, sem tekið hafa við þar
eftir fall Somoza. Sendinefndin kom til Ni-
caragua aðeins fáeinum dögum eftir að ákveð-
24 VINNAN