Vinnan - 25.10.1979, Síða 28
af innlendum vettvangi
9. þing VMSÍ á Akureyri
9. þing Verkamannasambands Islands var
haldið á Hótel KEA, Akureyri, dagana 12.-14.
október sl. Þingið sóttu 110 fulltrúar 37 að-
ildarfélaga Verkamannasambandsins, en 9 fé-
lög sendu ekki fulltrúa iil þingsins.
Þingið hófst með setningarræðu fráfarandi
formanns, Guðmundar J. Guðmundssonar, þar
sem hann ræddi þróun kjaramála og lands-
mála frá síðasta Verkamannasambandsþingi,
og horfurnar framundan. Hvatti hann í ræðu
sinni verkafólk til samstöðu og eindrægni í
baráttunni fyrir bættum kjörum. Þau atriði
væru mörg, sem berjast þyrfti fyrir í komandi
k j arasamningum.
Gestir þingsins voru Asmundur Stejánsson,
framkvæmdastjóri ASt og Þorlákur Kristins-
son, fulltrúi farandverkafólks. Flutti Ásmund-
ur þinginu kveðju starfandi forseta ASÍ,
Snorra Jónssonar, og miðstjórnar þess, og
Þorlákur skýrði fyrir þingheimi sjónarmið
farandverkafólks og kröfur sér til handa.
Aðalmál þingsins voru kjaramál og laga-
breytingar, en auk þess var fjallað um Lista-
skála alþýðu, kynnt var frumvarp til laga um
vinnuvernd og starf barnaársnefndar ASI.
Þinginu lauk síðan með kosningu stjórnar
og endurskoðenda. Var öll stjórn sambandsins
einróma kjörin, nema hvað kosið var í vara-
formannssæti milli Karls Steinars GuSnasonar,
fráfarandi varaformanns, og ÞórSar Olafsson-
ar, formanns Vlf. Hveragerðis og nágrennis.
Fóru kosningar svo að Karl Steinar var kjör-
inn með 59 atkvæðum en Þórður Olafsson
fékk 47 atkv. Auðir seðlar voru 4.
Stjórn VMSÍ er nú þannig skipuð:
Formaður: GuSmundur J. GuSmundsson,
Vmf. Dagsbrún, Rvík.
Varaformaður: Karl Steinar GuSnason,
Vlf. sjóm. Keflavíkur.
Ritari: Þórunn Valdimarsdóttir, Vkf. Fram-
sókn, Rvík.
Gjaldkeri: Jón Kjartansson, Vlf. Vestm.eyja.
Meðst jórnendur:
Halldór Björnsson, Vmf. Dagsbrún, Rvík.
Björgvin Sigurðsson, Vlf. og sjóm.f. Bjarrni,
Stokkseyri.
Einar Karlsson, Vlf. Stykkishólms.
Eiríkur Ágústsson, Vlf. Eining, Dalvík.
Gunnar Már Kristófesson, Vlf. Afturelding,
Hellissandi. ,
Hallgrímur Pétursson, Vmf. Hlíf, Hafnarf.
Hallsteinn Friðþjófsson, Vmf. Fram, Seyðis-
firði.
Herdís Ólafsdóttir, Vlf. Akraness.
Jón Helgason, Vlf. Eining, Akureyri.
Kolbeinn Friðbjarnarson, Vlf. Vaka, Sigluf.
Kristján Ásgeirsson, Vlf. Húsavíkur.
Pétur Sigurðsson, Vlf. Baldur, ísafirði.
Ragna Bergmann, Vkf. Framsókn, Rvík.
Sigfinnur Karlsson, Vlf. Norðfjarðar, Nesk.
Þorsteinn Þorsteinsson, Vkf. Jökull, Hornaf.
Á þinginu voru gerðar margar ályktanir, þ.
á m. eftirfarandi ályktun um kjaramál:
Alytkun um kjaramál
Kjarasamningar þeir sem gerðir voru sum-
arið 1977 gjörbreyttu til hins betra launakjör-
um almenns verkafólks í landinu. Stefnt var
að stórbættum launakjörum, jafnframt því
sem fylgt var fram stefnu verkalýðssamtak-
anna um aukinn launajöfnuð. Umtalsvert
skref var stigið í átt til launajöfnunar innan
Alþýðusambands íslands, en þessi markaða
stefna ASÍ varð hins vegar ekki ráðandi alls
staðar í þjóðfélaginu. Yrnsir tekjuháir hópar
utan Alþýðusambandsins náðu mun meiri
launahækkunum.
I byrjun árs 1978 gripu stjórnvöld til ráð-
stafana sem skertu þá samninga sem gerðir
höfðu verið. Samtök launafólks í landinu boð-
uðu til allsherjarmótmælaverkfalls 1. og 2.
ntars og Verkamannasamband íslands snerist
harkalegast gegn þessum ráðstöfunum með út-
flutningsbanni og öðrum aðgerðum. Óþarft
er að rekja gang þeirra mála, en vegna ráð-
stafana sinna gegn launafólki féll ríkisstjórnin
í síðustu kosningum.
Þegar ný ríkisstjórn hafði verið mynduð
með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar, voru
miklar vonir bundnar við atvinnuöryggi, að
kaupmáttur yrði tryggður, launajafnrétti auk-
ið, félagslegar umbætur auknar og sterk ítök
verkalýðshreyfingarinnar í ríkisvaldinu tryggð.
Skerðingarlög gömlu ríkisstjórnarinnar voru
afnumin og ýmsar mikilsverðar félagslegar
umbætur settar í lög, og enn fleiri undirbún-
ar. Þegar líða tók á þetta ár fór hins vegar að
halla á kaupmátt verkafólks. Fyrirsjáanlegt
varð, að samningum yrði að segja upp urn
næstu áramót.
Við brottför ríkisstjórnarinnar eru margar
blikur á lofti. Vinnuveitendasambandið er
hatrammara en nokkru sinni fyrr og vonast til
að fá nýja ríkisstjórn sér hliðholla. Stefna
Vinnuveitendasambandsins hefur legið skýr
fyrir - atvinnulífið þoli ekki núverandi kaup-
mátt, afnema beri að mestu vísitölubætur á
laun og gera enga þá samninga sem bæti kjör
verkafólks.
Verkamannasamband Islands vísar alfarið á
bug þessum kenningum. Þrátt fyrir ýmsa örð-
ugleika í íslensku efnahagslífi er fullt tilefni
til kjarabóta til handa almennu launafólki.
Kaup þess er ekki undirrót hins íslenska efna-
hagsvanda.
Verkamannasambandið gerir sér grein fyrir
að ekki virðast möguleikar á stórfelldum
kjarabótum, en stefnan í komandi kjarasamn-
ingum hlýtur að verða sú, að ná og treysta
þann kaupmátt sem samningarnir frá 1977,
óskertir, gera ráð fyrir og viðhalda fullri at-
vinnu.
Verkamannasamband Islands telur brýnt að
í komandi samningum verði verðbótakerfið
notað til launajöfnunar, þannig að á allt kaup
verði greidd sú krónutala sem verðtryggi miðl-
ungskaup að fullu.
Jafnframt leggur Verkamannasambandið
áherslu á að tryggðar verði félagslegar um-
bætur, sem leiði til aukins jafnaðar og þjóð-
félagslegs réttlætis. Sambandið ítrekar þá fyrri
stefnu sína, að kjarabætur er hægt að tryggja
með fleiru en beinum kauphækkunum.
Verkamannasamband Islands lýsir því yfir
að ekki mun verða þolað að gildandi laga-
ákvæði um aukna skerðingu lægstu launa
verði látin koma til framkvæmda, en að
óbreyttum lögum er stefnt að því að lágtekju-
fólk fái 9% kauphækkun 1. desember nk. og
hærra launaðir 11%. Verkamannasambandið
krefst þess að þessi skerðingarákvæði laganna
verði afnuinin.
Verkamannasamband Islands skorar á öll
aðildarfélög sín að beita styrk sínum og sam-
heldni gegn öllum tilraunum til að skerða
kaupmátt og réttindi verkafólks. Slíkri við-
leitni verða öll samtök launafólks að mæta af
fyllstu hörku. Verkamannasambandið minnir
á, að hlutverk þess er að bæta kjör og þjóð-
félagsstöðu láglaunafólks í landinu og herða
verður baráttuna fyrir auknu launajafnrétti.
Verkamannasamhand íslands hvetur því til
allsherjar samstöðu innan Alþýðusambands
íslands um kjarabætur, þar sem fyrsta boð-
crðið vetður að vera, að lægstu launin sitji í
algjöru fyrirrúmi.
Vetrarstarf SÓKNAR hafið
Vetrarstarf Starfsmannafélagsins Sóknar er
nú hafið. Liður í undirbiiningi þess var m. a.
að gerðar voru ýmsar breytingar og endurbæt-
ur á félagsheimili Sóknar að Freyjugötu 27,
Reykjavík. Það hefur verið málað, ljós hafa
verið lagfærð og aukin og loks er búið að
kaupa hljóðfæri í félagsheimilið.
Akveðið hefur verið að hafa „Opin hús“
tvisvar í mánuði í vetur, fyrsta og þriðja
fimmtudag hvers mánaðar. I fyrra var opið
hús einu sinni í mánuði, en ástæða þótti íil
að auka þessa starfsemi. Ætlunin er að í opnu
húsi skiptist starfsfólk vinnustaða innan
Sóknarsvæðisins á að segja fréttir af sínum
vinnustað í stuttu máli. Skýrt verði frá því
sem efst er á baugi hjá félaginu og síðan stytti
fólk sér stundir með söng, spjalli og sameig-
inlegri kaffidrykkju. - Þá hefur einnig komið
til tals að bjóða hópum úr öðrum verkalýðs-
félögum að koma í þessi „opnu hús“ í annað
hvert sinn, svo lengi sem húsrúm leyfir.
Astæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er, að
fram hefur komið hjá fjölmörgum félögum
áhugi á að blanda saman léttu efni og alvar-
legri málefnum á samkomum félagsmanna.
Þetta skipulag „opins húss“ er tilraun í þá
átt, en árangurinn er vitanlega undir félags-
mönnum kominn.
26 VINNAN