Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 4
91 félag sögðu upp
AIls hefur 91 félag innan ASÍ sagt upp launaliðum kjarasamn-
inga sinna við Vinnuveitendasamband íslands frá 1. septem-
ber. Yfir 90 prósent allra félagsmanna innan Verkamanna-
sambands Islands eru í félögum sem sagt hafa upp frá þessum
tíma.
Félög með mikinn meirihluta félags-
manna innan ASÍ hafa nú sagt upp
launaliðum kjarasamninganna frá 1.
september næstkomandi. í ýmsum fé-
lögum var tekin ákvörðun um að segja
ekki upp og má þar nefna Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur, Félag starfs-
fólks í veitingahúsum, Félag leiðsögu-
manna og Trésmíðafélag Reykjavíkur.
Sjómannasamband íslands sagði
ekki upp samningum enda ekki við því
búist á þessum tíma árs. Af þeim 26
þúsundum sem tilheyra Verkamanna-
sambandi íslands eru aðeins um 2200
eða tæp 10 prósent innan félaga sem
ekki sögðu upp samningum.
Nær allt iðnverkafólk sagði upp m. a.
Iðja í Reykjavík og Iðja á Akureyri.
Um fjórðungur verslunarmanna
sagði upp launaliðum samninganna en
Verslunarmannafélag Reykjavíkur og
Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar -
sem eru stærsta og þriðja stærsta versl-
unarmannafélagið-gerðu það ekki.
Meirihluti félaganna innan Málm-
og skipasmíðasambands íslands, þar á
meðal bifreiðasmiðir, bifvélavirkjar,
blikksmiðir og Félag járniðnaðar-
manna í Reykjavík, sögðu upp. Sömu-
Ieiðis nær öll félög innan Rafiðnaðar-
sambands íslands.
Flest félög innan Sambands Bygg-
ingamanna sögðu ekki upp launaliðum
sinna samninga. Sama er að segja um
Landssamband vörubifreiðastjóra.
Önnur félög
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja,
BSRB, hefur einnig sagt upp launalið-
um sinna samninga. Önnur félög utan
ASÍ sem einnig sögðu upp eru:
Félag bókagerðarmanna
Blaðamannafélag íslands
Verkstjórasamband íslands
Verkstjórafélagið Þór
Félag bifreiðastjóra Landleiða hf.
ASÍ sagði upp samningum sínum við
Vegagerð ríkisins, Rafmagnsveitu rík-
isins, mötuneyti í skólum. í samráði við
stjórn Iðnnemasambands Islands var
ákveðið að segja ekki upp samningi
iðnnema.
Félög sem sögðu upp
1. september
Eftirfarandi félög innan ASÍ hafa sagt upp launa-
liðum kjarasamninga sinna við Vinnuveitenda-
samband íslands frá og með 1. september.
Bein aðild:
Bakarasveinafélag fslands
Mjólkurfræðingafélag íslands
Starfsmannafélagið Sókn
Verkalýðsfélagið Vörn, Bíldudal
Verkalýðsfélagið Brvnja, Þingeyri
Verkalýðsfélagið Skjöldur, Flateyri
Súgandi, Suðureyri
Verkalýðsfélag Hólmavíkur
Verkalýðsfélagið Hvöt, Hvammstanga
ökuþór, Selfossi
Iðnverkafólk
Iðja, félag verksmiðjufólks, Keykjavík
Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri
Verslunarmenn
Verslunarmannafélag Suðurnesja
Verslunarmannafélag Akraness
Verslunarmannafélag Borgarness
Verslunarmannafélag Vestur-Barðastrandar-
sýslu, Bíldudal
Verslunarmannafélag Bolungarvíkur
Verslunarmannafélag Húsavíkur
Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri
Verslunarmannafélag Austurlands
Verslunarmannafélag Vestmannaeyja
Verslunarmannafélag Árnessýslu
Málmiðnaðarmenn
Félag bifreiðasmiða
Félag bifvélavirkja
Félag bílamálara
Félag blikksmiða
Félag járniðnaðarmanna
Nót, sveinafélag netagerðarmanna
Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Akranesi
Málmiðnaðardeild Iðnsveinafélags Mýrasýslu
Félag járniðnaðarmanna, ísafirði
Sveinafélag járniðnaðarmanna, Húsavík
Málm- og skipasmiðafélag Norðfjarðar
Málmiðnaðarmenn í Verkalýðsfél. Jökull,
Höfn í Hornafirði
Sveinafélag járniðnaðarmanna, Vestmanna-
eyjum
Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Rangár-
vallasýslu
Járniðnaðarmannafélag Árnessýslu
Rafiðnadarmenn
Félag ísl. línumanna
Félag ísl. rafvirkja
Sveinafélag rafeindavirkja
Rafiðnaðarmannafélag Suðurnesja
Félag rafiðnaðarmanna í Vestmannaeyjum
Félag rafiðnaðarmanna Suðurlandi
Byggingamenn
Sveinafélag bólstrara
Sveinafélag húsgagnasmiða
Byggingamannadeild verkalýðsfélagsins Vöku
Siglufirði
Byggingamannafélagið Árvakur, Húsavík
Verkamenn
Verkamannasamband íslands
Verkakvennafélagið Framsókn, Reykjavík
Verkamannafélagið Dagsbrún, Reykjavík
Verkamannafélagið Framtíðin, Hafnarfirði
Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og
nágrennis
Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur
Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps
Verkalýðsfélag Grindavíkur
Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélagið Hörður, Hvalfirði
Verkalýðsfélagið Afturelding, Hellissandi
Verkalýðsfélagið Jökull, Ólafsvík
Verkalýðsfélagið Stjarnan, Grundarfirði
Verkalýðsfélag Stykkishólms
Verkalýðs- og sjómannafélagið Grettir,
Keykhólum
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
Verkalýðsfélagið Baldur, Isafirði
Verkalýðsfélag Hrútfirðinga, Borðeyri
Verkalýðsfélagið Ársæll, Hofsósi
Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki
Verkakvennafélagið Aldan, Sauðárkróki
Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði
Verkalýðsfélagið Eining, Akureyri
Verkalýðsfélag Húsavíkur
4 VINNAN