Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 21
fengið einn endi ef ekkert er að gert. Leið alkohólistans er bein braut inn í dauðann. En ég var ekki sá eini ímínufyrirtœki sem átti við þessi vandamál að stríða. Við vorum nokkrir þessu marki brenndir. Og hvort sem það voru yfirmenn fyrirtækisins, starfsmannafélagið eða vinnufélagarnir sem stóðu að baki því, þá kom til okkar í vinnuna maður frá SÁÁ á þessari örlagastundu. Vinnuveitandinn gaf klukkutíma frí og lagði niður vinnu á meðan. Þessi fundur sem standa átti í einn klukku- tíma en stóð í nærri þrjá varð mín gæfa. Þá skildi ég í fyrsta skipti þá staðreynd að ég var alkohólisti - og hvað það hafði íför með sér. Um kvöldið fór ég heim - fékk mér flösku að venju — en það hafði eitthvað gerst með sjálfan mig; Fræinu hafði ver- ið sáð upp á milli mín og flöskunnar. Daginn eftir hringdi ég í gamlan fjöl- skylduvin sem starfaði í AA-samtök- unum og talaði við hann, lengi, lengi. Og það skipti engum togum, daginn eftir var ég kominn á minn fyrsta fund hjá AA-samtökunum. Eg sótti fundi oft í viku og fékk geysi- legan styrk. Fjölskyldan kom heim aftur og ég hélt mér algjörlega frá drykkju í tvo mánuði. En um áramótin fékk ég mér eitt glas, hélt að nú væri ég nógu sterkur. Skildi ekki að fyrir alkóhólist- ann er eittglas oflítið - en tvö ofmikið. A augabragði var ég sokkinn í dýpsta svaðið á ný — en bara um stundarsakir. Nú vissi ég að það var til björgun. Ég vissi líka að ég gæti aldrei afborið að missa fjölskylduna aftur. En ég fann líka að ég þurfti sjálfur að breytast, að bara sækja fundi var ekki nóg. ífebrúar fyrir rúmu ári fór ég í meðferð - í 40 daga. Síðan hefég stundað fundi reglu- lega hjá AA-samtökunum — oftast tvisvar í viku. Og ég hef ekki bragðað áfengi síðan. Ég óttast það. Það er svo stutt yfir í glötunina. Ég veit það af eigin reynslu að það eru margir úti á vinnustöðunum á sömu braut og ég var. Margir þeirra eru illa farnir og með sjálfsvirðinguna langt undir núlli. Ég tel mig mikinn gæfu- mann að hafafengið ráðgjöf í fyrirtæk- inu meðan ég enn gatsnúið við. Ef þú átt við ofdrykkjuvandamál að stríða - eða grun- ar að þú eigir það - og vilt gera eitthvað í málinu, þá leitaðu þér hjálpar. Þú veist að drykkjan lagast ekki af sjálfu sér. Síminn hjá SÁÁ er 8 23 99 og hjá AA-samtökunum 1 63 73. Tölvur og fóstur: Hætta getur verið fyrir hendi Nýjar spanskar og sænskar rann- sóknir sýna að rafsegulsvið - sams- konar og tölvur gefa frá sér - valda vanskapnaði á hænueggjum. Venju- lega eru um 2-3 prósent eggjanna vansköpuð á einhvern hátt, en þegar þau voru höfð í rafsegulsviði urðu 20 prósent þeirra vansköpuð. Vísindamennirnir benda þó á að hér sé einungis um hænuegg að ræða og óvíst hvaða ályktanir megi draga af þessu. Það rafsegulsvið, sem eggin voru höfð í, var mun veikara en það sem myndast umhverfis tölvumar. Hjá eggjunum var tíðnin 100 slög á sekúndu, umhverfis tölvurnar er hún 15.000-42.000 á sekúndu. Yfirmaður Geislavarnarstofnunar Svíþjóðar, Gunnar Bengtsson, sagði nýlega I blaðaviðtali að greinilegt væri að viss hætta gæti verið fyrir hendi en hún væri trúlega mjög lítil. Beðið yrði með aðgerðir þar til nán- ari niðurstöður kæmu í Ijós. Einn vísindamannanna var spurður hvernig hann mundi bregðast við ef dóttir hans ynni við tölvur og yrði ófrísk. - Ég mundi hiklaust ráðleggja henni að koma ekki nálægt tölvum fyrstu mánuði meðgöngutímans. í Bandaríkjunum stendur yfír um- fangsmikil rannsókn á tölvum og hugsanlegum áhrifum þeirra á fóst- ur, heilsufar og meðgöngu. Fylgst er með 7.000 konum allan meðgöngu- tímann, en allar þessar konur vinna við tölvur. Undanfarin ár hefur margt bent til þess að tölvur geti valdið fósturláti og vanskapnaði fóstra. Bent hefur verið á að geislunin eða rafsegul- sviðið geti átt þar hlut að máli. Nýtt húsnæði í Noregi: Drápsklyfjar Norsk yfirvöld eru nú að fara í saumana á lánakjörum á húsnæðismarkaðinum. Mönnum ber saman um að nú sé næstum ómögulegt fyrir ungt fólk að hefja bygg- ingaframkvæmdir, svo miklar séu drápsklyfjar afborgana og vaxta. Á ráð- stefnu, sem haldin verður í Kristiansand dagana 22. til 24. ágúst, verða ræddar framtíðarhorfur og áætlanir varðandi húsbyggingar. Meðal nýrra leiða sem ræddar verða á ráðstefnunni er hug- mynd um að þeir, sem fái lán til nýbygg- inga, þurfi ekki að borga vexti og afborg- anir nema af hluta lánanna fyrstu 30 árin. VINNAN 21

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.