Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 12
Frá 11. þingi MSÍ Fjórir á tali. Talið frá vinstri. Jón Magnússon, Hákon Hákonarson, Helgi Arnlaugsson og Sævar Guðmundsson. Meðalaldur fiskiskipa 22 ár: Endurnýjunin fari fram í innlendum skipasmiðjum Stjórn MSÍ Eftirtaldir sitja í aðalstjórn MSÍ næsta kjör- tímabil: Formaður: Guðjón Jónsson járnsmiður, Rvík. Varaformaður: Snorri Konráðsson bifvéla- virki, Kóp. Ritari: Hákon Hákonarson járnsmiður, Akureyri. Vararitari: Asvaldur Andrésson bifreiða- smiður, Rvík. Gjaldkeri Kjartan Guðmundsson blikk- smiður, Akranesi. Meðstjórnendur: Björgvin H. Árnason járn- smiður, Keflavík. Guðm. S.M. Jónasson járnsmiður, Kóp. Einar Gunnarsson blikksmiður, Rvík. Haraldur Guðmundsson netagerðarm., Garðabæ. Tölvur og iðnróbótar Á þingi MSÍ voru haldin þrjú erindi. Stefán Ólafsson, lektor, ræddi um þjóðfélagsleg áhrif tölvuvæðingar; Snæbjörn Kristjáns- son, rafmagnsverkfræðingur, ræddi um iðn- róbóta í iðnaði og Halldór Arnórsson, tæknifræðingur, ræddi um áhrif tölvutækni á menntun. Björn Björnsson stjórnaði síðan umræðum í framhaldi af framsöguerindum. Meira eftirlit 11. þing Málm- og skipasmiðasam- bands Islands telur að herða þurfi baráttuna fyrir öruggu og heilsu- samlegu starfsumhverfi og heitir á sambandsfélögin að þau haldi vöku sinni varðandi það verkefni. , Jafnframt þarf að halda áfram að byggja upp samstarfsvettvang í hverju fyrirtæki, þannig að allsstað- ar verði tilnefndir öryggistrúnaðar- menn og öryggisverðir eða öryggis- nefndir, sem leyst geti aðbúnaðar, heilbrigðis- og öryggisvandamál á vinnustöðunum sjálfum. 11. þing MSÍ krefst þess að Vinnueftirlit ríkisins stórefli eftirlit á vinnustöðum og beiti lagaákvæð- um til þess að knýja á með úrbætur ef með þarf. í ályktun um atvinnumál eru verkalýðssamtökin hvött til að ráða sérfræðinga á sviði atvinnu- mála er starfi í nánu samstarfi við verkalýðsfélögin. í ályktun- inni er sagt að uppbygging og skipulag í málmiðnaði hafi rekið á reiðanum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa hingað til séð um þessi atriði. ASÍ ályktar því að skora á ASÍ að stuðla að öfl- ugri uppbyggingu atvinnuveg- ánna. Rakið er hvernig vaxandi samdráttar gæti hjá þjónustufyrirtækjum í málmiðnaði, og alvarlegastur sé hann hjá skipasmíðastöðv- unum. Síðan segir orðrétt: ,, 1. þing Málm- og skipasmiðasambands Islands samþykkir að beina eftirfarandi til viðkomandi stjórnvalda, til að auka og tryggja næg verkefni í málmiðnaði. Dregið verði eins og kostur er úr innflutn- ingi á sambærilegum tækjum og vélbúnaði og framleiddur er innanlands, eða unnt er að vinna hjá innlendum málmiðnaðarfyrir- tækjum, svo sem yfirbygging bifreiða, bif- reiöasamsetning, smíði loftræstibúnaðar o.fl. Með kaupum og innflutningi á málm- smíðaverkefnum erlendis frá er keypt erlent vinnuafl í stað innlends. Breytingar, endurbætur og viðgerðir á íslenskum skipum verði framkvæmdar af innlendum málmiðnaðarfyrirtækjum. Út- vegað verði verulegt fjármagn, sem lánað verði til meiriháttar breytinga, endurbóta og viðgerða á fiskiskipum. Innllutningur fiskiskipa verði stöðvaður áfram um sinn. Meðalaldur fiskibátaflotans er nú um 22 ár og endurnýjun hans því brýn. Verði innlendum skipasmiðastöðvum ekki falið endurnýjunarverkefnið sem fyrst er hætta á að til komi enn ein innflutnings- alda á fiskibátum erlendis frá. Endurnýj- un fiskiskipaflotans er óhjákvæmileg og þó afkastageta skipasmíðastöðvanna væri að fullu nýtt við nýsmíði, færi fiski- skipaflotinn samt sem áður minnkandi. 11. þing MSÍ beinir því til stjórnvalda að skipasmíðastöðvum verði gert fjárhagslega kleyft að halda áfram jafnri og stöðugri smíði fiskiskipa, þó þau séu ekki fyrirfram seld.“ 12 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.