Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 20
s / / # A síðastliðnum tveim árum hafa SAA-samtökin farið á ýmsa vinnustaði og haldið upplýsinga- og fræðslufundi um áfengismál. Vinnan hefur hitt að máli ungan mann sem telur sig eiga þessum fundum líf sitt að launa. Fjölskyldan var krosssprungin, konan farin frá mér með bömin, helgarnar vom famar að teygja sig frá fimmtudegi til sunnudags og ég fann að ég var að missa tökin á lífinu. Einmitt þá, á þessum örlagaríku tímamótum í lífí mínu, kom ráð- gjöf inn á fyrirtækið. Það varð mín björgun og mín gæfa. Hefði það ekki gerst var bara ein leið eftir - leið alkohólistans - og hún stefnir aðeins í eina átt — gröfína. * Eg drakk alltaf mikið og illa þegar ég drakk. Ég var svokallaður helgar- drykkjumaður í sex ár. Til að byrja með var helgin bara laugardagur og sunnu- dagur - en smám saman lengdist hún. Fyrst bættist föstudagurinn við, svo fimmtudagurinn. Og í hverju ári eru 52 helgar. Það þýddi drykkju í 150-200 daga á ári. En ég var enginn alkohólisti — nei, nei, égfékk mér bara svolítið neðan íþví um helgar svona eins og allirgera. Og ég mætti í vinnuna - svona oftast nær. Auðvitað oft grúttimbraður og glær og með allt á hornum mér. Ég tilkynnti mig aldrei veikan; hafði það fyrir reglu. Þegar afföll fóru að koma fyrir í auknum mæli á mánudögum og þriðjudögum, hringdi ég og sagðist vera slappur. Auðvitað gerði ég mér grein fyrir því að vinnufélagar mínir fundu lykt afmér og sáu að ég var timbraður. En ég leiddi það hjá mér. Ég fór að forðast að standa mjög nærri fólki og passaði mig á að tala ekki ,,ofan íþað“. Og þeim mun aumari sem ég varð þeim mun öfugsnúnari varð ég gegn vinnufé- lögunum. Ég hafði ákveðið drykkjumynstur. Ég byrjaði heima, sat einn og drakk. Vorkenndi sjálfum mér yfir skilnings- leysi fjölskyldunnar og þusi konunnar. Venjulega endaði það með því að ég rauk út öskrandi og sagði að hér íþessu leiðindabæli gæti enginn verið. Svo fór ég á veitingahús og hélt áfram að drekka -einn. Og drykkjan smá óx. Við helgarnar bættust tvö kvöld í miðri viku. En þótt stöðugt hallaði meira á ógæfuhliðina viðurkenndi ég aldrei fyrir sjálfum mér að ég væri alkóhólisti. Ég notaði öll önnur orð. Ég lofaði og laug — stráði um mig fölskum loforðum - eins og alkohólistar eru meistarar í að gera. Ég vorkenndi sjálfum mér óskaplega og hafði stöðug tilefni til þess að drekkja sorgum mínum. 1982 var allt komið í óefni; ég hafði ekki neina stjórn á drykkjunni. Ég hag- aði mér eins og skepna allt árið. Að lokum fékk fjölskyldan nóg — meira en nóg. Konan fluttifrá mér með börnin okkar. Hún gat ekki meira. r i skildi ég að ég var kominn að vega- mótum. En ég gat samt ekkert gert. Ég sat í staðinn heima aleinn öll kvöld og drakk og vorkenndi sjálfum mér meira en nokkru sinnifyrr. Að drekka eins og ég gerði getur bara 20 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.