Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 22
Kvölddagskrár í orlofsbúðunum vel heppnaðar SliBl Þriðjudagur 26. júní kl. 20:00 Ratleikur fyrir alla fjölskylduna Leiðbeinandi: Gylfi Þ. Gíslason, íþróttakennari Miðvikudagur 4. júlí kl. 15:00 Brúðuleikhús Helgu Steffensen og Sigríðar Hannesdóttur sýnir leikþætti úr brúðubilnum MánudagurS. júlí kl. 16:00 Ratieikur fyrir alla fjölskylduna. Leiðbeinandi: Gylfi Þ. Gislason, íþróttakennari Fimmtudagur 19. júlí kl. 16:00 Ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Leiðbeinandi: Gylfi Þ. Gislason, íþróttakennarí Þriðjudagur 24. júlí kl. 20:30 K.T. dúettinn leikur fyrir dansi Miðvikudagur 1. ágúst kl. 15:00 Brúðuleikhús Helgu Steffensen og Sigríðar Hannesdóttur sýnir leikþætti úr brúðubílnum Miðvikudagur 8. ágúst kl. 15:00 Brúðuleikhús Helgu Steffensen og Sigríðar Hannesdóttur sýnir leikþætti úr brúðubilnum Þriðjudagur 14. ágúst kl. 20:30 „Við búum til leikhús'' Umsjón: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson Þriðjudagur21. ágúst kl. 20:30 Árni Jónsson og Aðalbjörg Jóhannsdóttir taka nokkur létt lög og stjóma fjöldasöng Dagskráratriði verða við kjarnahús og baðhús. jlZ EE i Jsj Boðið verður upp á nokkrar stuttar görvguferðir um nágrenni Ölfusfaorga undir leiðsögn Þórðar Jóhannssonar, hreppstjóra. Auglýst sérstaklega. MENNÍNGAR.OG FRÆÐSIUSAMBAND ALÞÝÐU VS: REKSTRARFÉLAG OLFUSBORGA Ég mæli eindregið með því að haldið verði áfram kvölddags- skránum í orlofsbúðunum, þær hafa mælst mjög vel fyrir. Þátt- takan hefur verið geysimikil og þarna kynnist fólk hvert öðru og leikur sér saman, börn og full- orðnir. Þetta segir Hlíf Guðmunds- dóttir í orlofsbúðunum á Illuga- stöðum í Fnjóskadal. En á 111- ugastöðum og í Ölfusborgum hefur í sumar verið boðið upp á kvölddagskrá einu sinni í viku. Brúðuleikhús, söngur, spil og dans, rat- leikir og leikþættir... það er ekki af verra taginu það sem boðið hefur verið upp á í orlofsbúðunum í sumar, enda áhuginn verið mjög mikill hjá gestun- um. Þetta er nær allt fjölskyldufólk sem til okkar kemur, segir Hlíf, og oftast taka heilu fjölskyldurnar þátt í þessu. Við höfum haft ratleiki þar sem gengið er út um móa og leystar ýmsar þrautir á leiðinni. Sömuleiðis hafa brúðuleik- þættirnir verið með afbrigðum vinsælir - stundum hafa um hundrað manns horft á sýningarnar. Og það er auð- heyrt að fullorðna fólkið hefur ekki síður gaman af brúðuleikritunum en börnin. Rakel Móna Bjarnadóttir, umsjónar- maður í Ölfusborgum, er á sama máli, kvölddagskrárnar hafa tekist mjög vel og verið vinsælar. — Það er gaman að sjá hvað fólkið kynnist fljótt þegar það kemur svona saman. Við höfum þess vegna reynt að hafa þessar dagskrár fyrri part vikunn- ar. - Við höfum haft fjöldasöng og leiki og hljómsveit sem hefur komið og spil- að. Það má segja að þátttaka hafi verið mjög góð í öllu nema dansinum. Þar gekk það heldur tregt. Það var svo sem nóg af fólkinu en það hafði sig ekki í að dansa, var of feimið. Það voru bara krakkarnir sem hringsnérust um gólfið. A Illugastöðum er einnig boðið upp á diskótek á hverju fimmtudagskvöldi og það er mjög vinsælt. - En það er lítill áhugi fyrir sjón- varpinu, segir Hlíf, - eitt kvöldið þegar við höfðum opið sjónvarpið kom eng- inn að horfa á fréttirnar, og tveir eða þrír að horfa á dagskrána seinna um kvöldið. - En það má með sanni segja að það sé jákvætt að fólk skuli njóta þess að vera saman í sumarfríinu í stað þess að glápa á sjónvarpið öll kvöld. - Það góða við kvölddagskrárnar er að þar eru allir saman og taka þátt í leikjum og söng. - Reynslan í sumar hefur sýnt að þessu er mjög vel tekið og ég mæli þess vegna eindregið með því að þessu verði haldið áfram í svipaðri mynd. En auð- vitað má alltaf breyta og betrumbæta dagskrána og fyrirkomulagið og nýta sér reynslu þessa sumars. 22 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.