Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 13
Frá 11. þingi MSÍ Svipmynd frá þingi MSÍ sem haldið var að Hótel Esju. Þingið sátu yfir 100 fulltrúar. Knýja þarf fram leiðréttingu kaupmáttarskerðingar í ályktun um kjaramál eru rakin dæmi um það hvernig ríkis- stjórnin hefur þjarmað að laun- þegum og síðan segir orðrétt: I 1. þing Málm- og skipasmiðasam- bands íslands mótmælir þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að skerða einhliða kaupmátt launa, sem hefur gert ísland að einu mesta láglaunalandi í Evrópu. Umburðarlyndi launafólks við svo- kallaðar verðbólguráðstafanir stjórn- valda er nú þrotið. Samtök launafólks verða hið fyrsta að hefja undirbúning að sókn í kjara- baráttunni með það í huga að fá bætta þá lífskjaraskerðingu sem orðin er frá því að núverandi ríkisstjórn hóf fram- kvæmd efnahagsstefnu sinnar í maí 1983. 1 1. þing Málm- og skipamiðasam- bands íslands beinir því til sambands- félaga að hefja nú þegar undirbúning að uppsögn kjarasamninganna, mótun kröfugerðar og aðgerða til að knýja fram fulla leiðréttingu á kaupmáttar- skerðingu þeirri sem orðin er frá 1982. Jafnframt telur 11. þing MSÍ að afnám eftirvinnu í áföngum án skerðingar á heildartekjum eigi að vera ein meginkrafan í komandi samningum, og að vegna mikilla tækninýjunga og breytinga á at- vinnuháttum greiði atvinnuvegirnir 1% af launum til að standa undir eftirmenntun málmiðnaðarmanna. í áliti fræðslunefndar MSÍ kemur fram að óskir hennar um ráðningu fræðslu- fulltrúa hafi ekki ræst. Hlutverk hans yrði að annast samræmingu á námsefni og leiðbeina fræðslunefndum í málm- iðnaði, og annast eftirlit og samræm- ingu á iðnnámi. Fræðslunefndin vill að verkleg menntun sé ekki síður metin en bókleg Of litlar tekjur Tekjur MSÍ árið 1983 voru kr. 1.349 þús og námu gjöld umfram tekjur tæp- lega 79 þúsund krónum. MSÍ greiddi rúmlega 418 þúsund krónur í skatta til ASÍ. menntun. Þá vill nefndin að metin sé mannaflaþörf í málmiðnaði og veittar upplýsingar um hvaða iðngreinar auki mannahald. Pá hvetur fræðslunefndin málmiðn- aðarmenn til þess að fylgjast vel með þróun tölvutækninnar og menntun i tölvutækni verði aukinn þáttur í iðn- fræðslu. S.J. Hver er mannafla- þörf í málmiðnaði? VINNAN 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.