Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 5
Verkalýðsfélag Raufarhafnar
Verkalýðsfélag Vopnafjarðar
Verkalýðsfélag Þórshafnar
Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum
Verkalýðsfélag Borgarfjarðar, Borgarfirði
eystra
Verkalýðsfélagið Norðfirðingur, Neskaupstað
Verkamannafélagið Árvakur, Eskifirði
Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar
Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar
Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvarfjarðar
Verkalýðs- og sjómannafélag Djúpavogs
Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn Hornafirði
Verkalýðsfélagið Samherjar, Kirkjubæjar-
klaustri
Verkalýðsfélagið Víkingurog bílstjóradeild,
Vík
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
Verkakvennafélagið Snót, Vestmannaeyjum
Verkalýðsfélagið Rangæingur v. sláturhúsa á
félagssvæðinu
Bílstjórafélag Rangæinga
Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi,
Stokkseyri
Verkalýðsfélagið Þór, Selfossi
Þá höfðu eftirtalin félög sagt upp bónussamning-
um sínum, dagsetningar fyrir aftan:
Bónussamningar: (ákvæðisvinna og premía)
Verkakvennafélagið Framsókn, Reykjavík
1.2 1985
Verkalýðs- og sjómannafél. Keflavíkur og nágr.
1.9.1984
Verkamannafélag Keflavíkur og Njarðvíkur
1.9.1984
Verkalýðs og sjómannafél. Gerðahrepps
1.9.1984
Verkalýðsfélag Akraness — kvennadeild
1.12 1984
Verkamannafélagið Fram, Seyðisfiröi 1.9.
1984
Verkalýðsfél. Norðfirðingur, Neskaupstað
1.2.1985
Verkamannafél. Árvakur, Eskifirði 1.1.1985
Verkalýðs- og sjómannafél. Fáskrúðsfjarðar
1.2.1985
Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn Hornafirði
1.2.1985
Framh. á næstu síðu.
38,5 stunda
vinnuvika
Arangur vesturþýska
verkfallsins:
Mestu vinnumarkaðsdeUum í sögu
Vestur-Þýskalands lauk um mán-
aðamótin júní-júlí. Þá höfðu 66
þúsund meðlimir í Vestur-Þýska
málmiðnaðarsambandinu verið í
verkfalli í sjö vikur, 124 þúsund
verið í verkbanni og 266 þúsund
orðið fyrir vinnutruflunum af völd-
um verkfallsins. Vinnudeilumar
náðu því til samtals 450.000 manns.
Kostnaður við verkfallið er talinn
hafa verið um 100 milljarðar ís-
lenskra króna (níu milljarðar vest-
urþýskra marka).
En málmiðnaðarsambandið hafði líka
erindi sem erfiði. Fyrsta skrefið í átt að
35 stunda vinnuviku var stigið.
1. apríl 1985 styttist vinnuvikan úr
40 stundum í 38,5 stundir. Stytting
vinnutímans er talin samsvara 3,9
prósent kauphækkun. Þar að auki
hækkar kaupið frá sama degi um 2,0
prósent. Rök atvinnurekenda gegn
styttingu vinnuvikunnar voru þau að
ekki væri hægt að stytta vinnuviku
allra. Þetta vandmál var leyst þannig að
vinnutíminn í fyrirtæki má ekki vera
Iengri en 40 stundir og ekki styttri en
37. Meðalvinnutíminn verður að vera
38,5 stundir. Þeir sem vinna lengur en
38,5 stundir fá greidda yfirvinnu þeir
sem vinna minna fá greiddar 38,5
stundir. Auk styttingar vinnutímans -
sem var eitt aðal markmið vesturþýska
málmiðnaðarsambandsins - fengu allir
greiddar um 2.800 kr í aukagreiðslu og
3,3 prósent launahækkun frá 1. júlí í ár.
Annar mikill sigur málmiðnaðarsam-
bandsins var að þeir sem eru orðnir 58
ára og hafa unnið í fimm ár geta hætt og
fengið 60 prósent núverandi Iauna í
eftirlaun. Þeir sem hafa unnið í 20 ár fá
70 prósent launanna ef þeir hætta við
58 ára aldur.
Þessi samningur gildir til 30. september
1986. Hvað síðan tekur við er ekki gott
að segja, en ekki þykir trúlegt að vinnu-
vikan eigi eftir að íengjast aftur, hvem-
ig sem svo gengur að stytta hana enn
meir.
VINNAN 5