Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 1
Annríki vinnan Mikið annríki hefur verið á skrifstof- unni og hjá miðstjórn ASÍ vegna undir- búningsvinnu fyrir 35. þing ASÍ, sem haldið verður að Hótel Sögu dagana 26. til 30. nóvember. Verið er að senda ýmis þingskjöl til verkalýðsfélaganna, þar á meðal drög að helstu ályktunum sem lagðar verða fyrir þingið í haust. Afmælismerki f haust er væntanlegt afmælisblað Verkamannasambands íslands en sam- bandið varð 20 ára þann 9. maí sl. í tilefni afmælisins lét sambandið gera merki félagsins, sem sést hér að ofan. 4. tbl. 34. arg. 1984 Hús Sóknar og Framsóknar Stárfsmannafélagið Sókn, sem varð 50 ára 20. júlí sl., er nú að byggja mjög myndarlegt framtíðarhúsnæði við Skipholtið. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel, en enn er ekki vitað hvenær félagið getur flutt inn. Arkitekt hússins er Kristinn Ragnarsson, verktaki Friðgeir Sörlason, en umsjón með byggingunni fyrir hönd Sóknar hefur Ásmundur Ásmundsson, verkfræðingur. Verkakvennafélagið Framsókn hefur keypt hluta af húsinu undir sína starfsemi. Ungt fólk í starfi Vinnan fékk unga skólastúlku, Hrönn Hilmarsdóttur, til að spjalla við nokkra unglinga um það hvernig þeim tókst að næla sér í sumarvinnu. „f gegnum klíku, auð- vitað", svaraði einn í glensi. Sjá bls. 14 og 15. Myndin sýnir Magnús Jón Björns- son að störfum hjá Járnsteypunni. í stuttu máli VINNAN Við erum býsna roggin yfir því að hafa gengið þannig frá öllum árgöngum Vinnunnar að auðvelt er að finna ein- stök blöð eða árganga, ef einhver vill kaupa eldri blöð. Verð eldri blaða er 10 krónur, en nýrri blaða 20 krónur. Við hefjumst senn handa við að láta binda inn nokkur eintök af Vinnunni, og segjum nánar frá því síðar. Ráðstefna Miðstjórn ASÍ hefur ákveðið að efna til ráðstefnu um húsnæðismál, og er nú hafin undirbúningsvinna fyrir hana. Nánari tímasetning verður auglýst í næsta blaði.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.