Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 16
Norræna fataiðnaðarsambandið: Alþjóðleg samstaða um afnám barnaþrælkunar Norræna fataiðnaðarsambandið, sem hefur innan sinna vébanda fólk í fata- og vefjaiðnaði, hélt ársfund í Bergen 24. maí s.i. Á fundinum var sérstaklega til umræðu ískyggileg misnotkun bama í iðnaðarframleiðslu. Sambandið gerði eftirfarandi ályktun vegna þessa máls: - Já, ég var búin að sækja um á nokkrum stöðum, en fékk alls staðar nei nema hjá skógræktinni. Hvað færðu í kaup? - Um 75 kr. á tímann. Finnst þér þetta sanngjarnt kaup, eða færðu minna en jafnaldrar þínir? - Mér finnst það allt í lagi, ég fæ sama kaup og jafnaldrar mínir í skóg- ræktinni og svipað og aðrir sem vinna annars staðar. Ertu ánægð með vinnuaðstöðuna? - Nei, alls ekki, við höfum að vísu skúr til að borða í, en það er ekkert klósett. En það er gott að vinna úti, sérstaklega í góðu veðri og mjög gaman að vinna með öðrum unglingum. Tekurðu sumarfrí? - Nei, en ég býst ekki við að við fáum vinnu nema út júlí, þannig að ég verð í fríi allan ágúst. Vinnurðu nokkra aukavinnu? — Nei, enga, ég vinn bara frá 8 til 4. Þekkirðu nokkurn sem er atvinnulaus? — Nei, en margir fengu vinnu seint. Leggurðu fyrir til vetrarins? — Já, ég verð að eiga fyrir skólabók- um og fleiru. Verulegur sam- dráttur í hús- byggingum í Noregi Verulegur samdráttur er í nýsmíði húsa í Noregi, eða um 23.2% á fyrstu sex mán- uðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Byrjað var á 11.362 nýjum íbúðum, eða 3427 færri en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning í stálframleiðslu Stálframleiðsla er í örum vexti í heimin- um. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs jókst framleiðslan um 15.3%, eða um 222 miljónir tönna miðað við sama tíma- bil í fyrra. Þessar tölur koma frá 29 lönd- um sem gefa upp framleiðslu sína til hinnar Alþjóðlegu jám- og stálstofn- unar. Aukningin var langmest í Banda- ríkjunum, 28 prósent. Aukningin í Noregi var 2.4% og í Svíþjóð 18.6%. Samband fólks í fata- og vefjaiðnaði á Norðurlöndum mótmælir mikilli mis- notkun bama sem eru látin starfa við iðnaðarframleiðslu. í dag er bama- vinna útbreiddari en nokkru sinni áður. í nokkrum löndum em börn látin vinna allt að 18 stundir á sólarhring. Þau njóta engra félagslegra réttinda og fá engin frí. Þeim er hrúgað saman í stór- um svefnskálum og látin sofa á gólfinu. Launin eru oftast lægri en svo að þau geti lifað sómasamlega af þeim. í mörgum löndum er þessi misnotkun á börnum meira eða minna opinber og lögleg þrátt fyrir að mannréttindaskrá S.Þ. banni slíka vinnuþrælkun og marg- ar ríkisstjómir hafi fordæmt þessa þrælkun. Norræna fataiðnaðarsambandið krefst þess að ríkisstjórnir Norður- landa taki þegar í stað fmmkvæði að mynda breiða alþjóðlega samstöðu til að vinna gegn þessari þrælkun. Enn- fremur verða hinar einstöku ríkis- stjórnir að stöðva verslun við þær þjóð- ir sem misnota vinnuafl barna. Norrræna fataiðnaðarsambandið sér einnig ástæðu til að benda á þær alþjóð- legu skuldbindingar um velferð barna sem eru samþykktar af ríkisstjómum okkar á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Þessar skuldbindingar er m.a. að finna í samþykktum Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar (ILO) nr. 138 og 146 frá árinu 1973. Misnotkun barna í iðnaði er flókið vandamál sem tengist fyrst og fremst hinni miklu fátækt sem ríkir í stómm hluta heims. Verslunarhættir og hag- stjórn vestrænna landa mikil áhrif á afkomu fólks í fátæku löndunum. Þess- vegna hafa vestræn ríki skyldum að gegna gagnvart þessu fólki. Það er því ekki nóg að fordæma misnotkun bama, heldur verður að taka markvissar pólit- ískar ákvarðanir til að bæta kjör fá- tækra um allan heim. Ríkisstjómimar verða í sameiningu að finna nýjar leiðir til betri hagstjómar í heiminum. Það er eðlilegt að Norðurlöndin taki hér frumkvæðið á alþjóðlegum vettvangi. FFI (Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga) hefur í fjölda ára bar- ist fyrir því að efla fagleg réttindi verkafólks í þriðja heiminum, og mikil vinna verið lögð af mörkum til að stemma stigu við bamaþrælkun. Nú er verið að kanna nýjar leiðir hjá ILO til að vinna gegn bamaþrælkuninni. Safn- að hefur verið gögnum um bama- þrælkun í fata- og vefjaiðnaði í Thai- landi og mun FFI nú markvisst vinna að því að stöðva þessa þróun. En lítið mun þokast í rétta átt ef ríkisstjómir vest- rænna ríkja finna ekki hjá sér hvöt til að taka einarða og opinbera afstöðu í mál- inu. Norræna fataiðnaðarsambandið skorar því á ríkisstjómir Norðurlanda að taka nú þegar fmmkvæðið, bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, til að stöðva þá vinnuþrælkun barna sem hér hefur verið lýst. Frestun í 3. tölublaði Vinnunnar, sem kom út í maí, sögðumst við ætla að segja nánar frá niðurstöðum hópa á ráðstefnunni um skipulagsmál ASÍ. Þessi umfjöllun verður að bíða næsta blaðs. 16 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.