Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 19
í auglýsingum er vín oftast sett í samband við fegurð og velgengni.
„Taktu aldrei ábyrgd
af alkóhólista
,,Sem vinnuíelagi eða yfirmaður alkóhólista skaltu hafa eina reglu
að leiðarljósi“, segir Jóhann Örn Héðinsson, ráðunautur á Vogi.
„Taktu aldrei ábyrgð af alkóhólista. Taktu aldrei þátt í spilinu með
honum, hvorki með því að drekka með honum né með því að hylma
yfir fjarvistir, vínlykt, skemmdir, eða annað sem af drykkjunni staf-
ar.
Vinndu aldrei fyrir hann verkin, afsakaðu hann ekki...“
- Það er erfitt að gefa vinnufélaga
alkóhólista einhlít ráð um hvernig eða
hvort hann getur orðið að liði.
— Oft er best að láta skoðun sína í
ljósi fordómalaust, en sýna fram á að
öll hegðan viðkomandi gefi tilefni til
umhugsunar og sé áhyggjuefni.
- En við megum ekki gleyma því að
á alkóhólistann duga bara blákaldar
staðreyndir. Þar þýðir ekkert að segja
„Þú mættir nú ekki þarna á mánudag-
inn, manstu“. Þá færðu bara svarið:
„Blessaður vertu, það var þegar ég fór
til tannlæknis." „Jæja, en það var nú
ansi mikil vínlykt af þér þarna um
morguninn". „Hvað er þetta maður,
það var þegar pabbi gamli varð sjötug-
ur, hann verður það nú bara einu sinni
blessaður gamli maðurinn.“ o.s.frv....
Vinnan mikilvægust
- Röð staðreynda, pottþéttar fjarvistir,
óeðlilegar útistöður t.d. við vinnu-
félaga, drykkja í vinnu, vínlykt, timbur-
menn, skjálfti, óeðlileg peninga-
vandræði eru það eina sem hefur áhrif.
Staðreyndir sem ekki er hægt að
hrekja.
— Við vitum að vinnan er það sem
alkóhólistinn heldur í lengst. Hún er
honum jafnvel dýrmætari en fjölskyld-
an. Hún er stór hluti af sjálfsvirðing-
unni og oft hálmstráið sem heldur hon-
um uppi.
— Oft ranka menn fyrst við sér þegar
vinnan er í hættu. Þess vegna er mikil-
vægt að fyrirtækin geti boðið upp á
aðstoð - og þá auðvitað heldur fyrr en
seinna.
- Ef vinnan - eða fjölskyldan - er í
hættu, þá hættir alkóhólistinn að geta
drukkið með glöðu geði.
Allra hagur
— Trúnaðarmenn á vinnustöðum og
sömuleiðis verkstjórar hafa kannski
oftast bestu möguleikana á að grípa í
taumana áður en í óefni er komið.
- Einn liður í starfsemi SÁÁ er ein-
mitt að gefa trúnaðarmönnum innsýn í
og fræðslu um þessi efni.
— Við megum ekki gleyma að það er
hagsmunamál okkar allra að starfs-
maður hætti að drekka. Það er hags-
munamál einstaklingsins, fyrirtækisins,
stéttarfélagsins og þjóðfélagsins. Fé-
lagslegt og fjárhagslegt kjaramál, sem
öllum er hagur í að fái sem besta lausn.
VINNAN 19