Vinnan - 01.05.2010, Qupperneq 5
fyrst og fremst um sjálfa sig og sérhagsmuni
sína. Þess vegna höfum við göslast áfram
og skaðað bæði land og þjóð með ýmsum
vanhugsuðum ákvörðunum og aðgerðum.
Þetta hefur spillt stjórnmálum okkar og
efnahagsmálum. Svo tók taumleysið völdin
meðalkunnumafleiðingum. Fámennur
hópur manna réð vissulega för, en þjóðin lét
sannarlega glepjast."
Er einhver sérstök skýring á því að við lendum
verr í þessu en nágrannaþjóðir okkar?
„Við (slendingar höfum ekki sinnt
sameiginlegum veruleika okkar sem skyldi.
Þess vegna eru stjórnmál okkar og raunar
mörg skipulagsmál í ólestri. Við vorum undir
erlendu valdi um aldir og höfum eins og
margar nýlenduþjóðirfyrirfram neikvæða
afstöðu til ríkisins. Við viljum vera laus undan
öllum þoðum og bönnum og haga okkur
eins og okkur sjálfum sýnist. Þetta verður
til þess að við vanrækjum að hugsa og ræða
af skynsemi um almannaheill. Þegar þeir
sem halda um stjórnartaumana hafa þessa
afstöðu, þá verður ríkið fyrst og fremst
valdatæki til að hygla sérhagsmunum."
Reiðin á að vera hvati til að
berjast fyrir réttlæti
Það líður varla sá dagur að ekki berist
fréttir af vafasömum viðskiptum ogjafnvel
umbúðalausum svikum fjármáiamanna
misserin fyrir hrun. Hjá almenningi liggur
enn mikil reiði í loftinu. Hvað þarfþjóðin að
gera til að rísa upp og halda áfram?
„Vafasöm viðskiþti og svik áttu sér stað í skjóli
ófullkominna laga og lítils eða lélegs eftirlits
ríkisvaldsins. Reiði þjóðarinnar beinist því í
senn að fjármálamönnum sem fóru offari og
stjórnvöldum sem gerðu ekki það sem þurfti
til að hindra að þeir sköðuðu þjóðina með
framferði sínu. Reiði er í sjálfu sér heilbrigð
viðbrögð við ranglæti og hún á að vera
hvati til að berjast fyrir réttlæti og breyta því
þjóðskipulagi sem lét ranglætið viðgangast,"
segirPáll.
„Við þær aðstæður sem nú hafa skapast
kemst þjóðin ekki hjá því að hugsa
stjórnskipun ríkisins að nýju og styrkja þær
stofnanirsem eru nauðsynlegartil að halda
uppi nútímasamfélagi, því þær standa allar
höllum fæti. Þjóðin hefur alla andlega burði
til að skapa hér manneskjulegt samfélag,
en það getur hún ekki fýrr en hún gefur
siðferðilegum gildum forgang og lætur
ekki stjórnast af efnahagslegum gæðum
eingöngu. Heilbrigð eða réttlát stjórnmál
munu aldrei dafna á landinu nema við tökum
til rækilegrar endurskoðunar það stjórnarfar
og þá stjórnsiði sem hér hafa tíðkast. Hér
verður heldur aldrei heilbrigt eða réttlátt
efnahagslíf nema það sé sátt um það í
samfélaginu hvernig við öflum okkurtekna
og hvernig hinum efnahagslegu gæðum er
skipt meðal landsmanna."
Aðeins ein leið til að leggja grunn
að góðu mannlífi
Hvernig byggjum við upp heilbrigt og
réttlátt samfélag?
„Við verðum að viðurkenna í fúlustu alvöru að
samfélagið er samandlegur og sammann-
legur veruleiki sem við eigum öll þátt í að
móta með hegðun okkar og hugsunum.
Heimilið er smæsta samfélagseiningin og
þar hefur líðan eins áhrif á líðan allra hinna.
Sama gildir um samfélag þjóðarinnar og
líka samfélag þjóða heimsins. Líðan eins
hóps hefur áhrif á alla hina. Við fundum öll
til þegar hörmungarnar dundu yfir Haiti á
dögunum. (góðu samfélagi líður öllum vel
vegna þess að þar er enginn útskúfaður eða
lagður í einelti, heldur leitast fólk við að styðja
hvert annað og hjálpast að þegar á bjátar.
Það verða árekstrar og erfiðleikar í öllum
samfélögum og samskiptum manna vegna
þess að við erum flóknar hugsandi verur
með alls kyns þarfir, hvatir og langanir sem
við þurfum sífellt að takast á við bæði hjá
sjálfum okkur og öðrum. Þess vegna er það
bókstaflega endalaust verkefni að leitast
við að byggja upp heilbrigt og réttlátt
samfélag. Ef við sinnum því ekki stöðugt
og af kostgæfni þá getum við verið viss um
að samfélagið verður óheilbrigt og ranglátt.
Og ef við höldum að við séum þegar búin
að skapa heilbrigt og réttlátt samfélag, þá
erum við að blekkja sjálf okkur vegna þess að
fullkomið heilbrigði og fullkomið réttlæti eru
ekki af þessum heimi.
Ef þetta er rétt, þá er aðeins ein leið til
að leggja grunninn að góðu mannlífi. Hún
er sú að leggja sem mesta og besta rækt
við uþþeldi og menntun. Ófarir okkar að
undanförnu stafa af því að við höfum vanrækt
uppeldi og menntun bæði okkarsjálfra
og barna okkar. Hegðun okkar (slendinga
og einkum þeirra sem ráðið hafa för hefur
einkennst af brengluðu gildismati og skertu
veruleikaskyni. Áfallið sem við höfum orðið
fyrir á að vekja okkur til vitundar um það sem
mestu skiptir í tilverunni: Þroski okkar sjálfra,
barna okkar og komandi kynslóða," segir Páll
Skúlason að lokum.
Vissir þú...
...aðASI hefur hafið vinnu við
heildarendurskoðun á stefnu ASÍ
í málefnum lífeyrissjóðanna. Full-
trúar frá öllum 53 aðildarfélögum
samtakanna tóku þátt í stefnu-
mótunarfundi í ársbyrjun.
...aðASÍ krefst þess að rekstur
fyrirtækja sé reistur á ábyrgð og
siðferði. Mikilvaegt er að settar
verði skýrar reglur um samfélags-
lega ábyrgð fyrirtækja og stjórn-
enda þeirra.
...að ASÍ krefst almennra og
gegnsærra reglna um fjárfestingar
útlendinga sem íslendinga. Ekkert
pukur í bakherbergjum eða afslátt
af skyldum og réttindum.
...að ASI krefst aukins stuðnings
við sprotafyrirtæki og aukins fjár til
rannsókna og þróunar.
...að ASÍ krefst þess að verkefnum
sé forgangsraðað með aukna
atvinnu og hag heimilanna ætíð í
fyrsta sæti.
...aðASÍ lagði fram ítarlegar tillögur
varðandi greiðsluaðlögun þar sem
réttur fólksins væri í fyrirrúmi -
ekki réttur rukkaranna.
...að ASÍ hefur bent á fjölmarga
kosti sem geta skotið fleiri stoðum
undir atvinnulífið til lengri tíma
litið. Iðnaður og þjónustugreinar
s.s. gagnaver, sólarkísil-, koltrefja-
og pappírsverksmiðjur. Skipasmíðar,
einkarekin sjúkrahús og heilsutengda
ferðaþjónustu fyrir útlendinga.
VINNAN • 5
VINNAN