Vinnan - 01.05.2010, Page 6

Vinnan - 01.05.2010, Page 6
Alda Jónsdóttir frá Félagi leiðsögumanna Rúmlega 100 þúsund einstaklingar eiga aðild að Alþýðusambandi íslands í gegnum sitt stéttarfélag. Félögin innan ASÍ eru nú 53 talsins og þau eru af ýmsum stærðum og gerðum. StærsterVR með 28 þúsund félaga og Efling er með tæþlega 20 þúsund. Félag leiðsögumanna er eitt af smærri stéttarfélögunum sem eiga aðild að ASÍ en í því eru nú um 540 manns. Vinnan hitti Öldu Jónsdóttur sem hefur starfað fyrir Félag leiðsögumanna á undanffarin ár til að forvitnast um félagið og starf leiðsögu- manna. „Félag leiðsögumanna hefurverið í ASÍ frá árinu 1976 en félagið var stofnað 1972," segir Alda og bætir við. „Stofnfélagarnir sem voru 27 talsins höfðu starfað við leiðsögu erlendra og íslenskra ferðamanna. í dag eru u.þ.b. 540 leiðsögumenn skráðir í félagið. Helsti ávinningur að aðildinni að ASÍ er sú félagslega þjónusta sem í boði er fyrir aðildarfélög. Lögfræðileg álit, aðstoð við kjarasamninga og annað slíkt. Svo eigum við fulltrúa í nefndum og ráðum innan samtakanna og ekki síst er mikilvægt fyrir félagið að vera hluti af fjölmennri og sterkri hreyfingu launamanna sem ASÍ er." Aðeins hluti félagsmanna hefur leiðsögn að aðaistarfi, þó svo að það hah breyst á síðustu árum - hvernig hefurþað áhrifá kjarabaráttu félagsins? „Kjarabaráttan verður augljóslegar mátt- lausari þegar stór hluti félagsmanna hefur annað aðalstarf en leiðsögn, sem er hjá mörgum góð viðbót við vinnuflóruna. Starf leiðsögumanna er mjög skemmtilegt og gefandi og oft fmnst okkur leiðsögumönn- um eins og það eigi að vera hluti af launum okkar því við teljum að starfið sé verulega vanmetið til launa," segir Alda. „Því miður er starf okkar ekki lögverndað og hingað til lands - sérstakleg á háanna- tíma - kemur töluvert af erlendum leið- sögumönnum. Ferðaþjónustan ber sig illa, segir að það vanti íslenska leiðsögumenn til að fullnægja eftirspurninni, en mjög fáir ef einhverjir leiðsögumenn eru fastráðnir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Það verður til þess að þau fáu okkar sem vinna við leiðsögn allt árið sem aðalstarf gefumst upþ á harkinu eftir nokkur ár og finnum okkur aðra vinnu. Sumir reyna að auka tekjurnar með því að vera„driver guide" sem oft getur verið mjög lýjandi og unnið við erfiðar aðstæður." Ótrúleg fáviska Hvaða menntun þarftil að verða leiðsögumaður? „Það eru starfandi leiðsöguskólar hér á landi 6 VINNAN ■

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.