Vinnan - 01.05.2010, Síða 7

Vinnan - 01.05.2010, Síða 7
sem fylgja stöðlum Evrópusambandsins. Þetta er eins vetrar nám mjög fjölbreytt og krefjandi. Mjög margarferðaskrifstofur hér- lendis hafa þann metnað að ráða eingöngu faglærða leiðsögumenn, enda þykja íslenskir leiðsögumenn með þeim faglegustu í heimi." Hvað með erlenda leiðsögumenn - geta þeir veitt leiðsögn um Island? „Hvort þeir geti það, er spurning? En þeir gera það, þar sem starfið okkar er ekki lögverndað. Það er ekki óalgengt að erlend- ir leiðsögumenn sem hafa takmarkaða þekk- ingu á landi og þjóð fari um landið með hópa og í stað þess að fá greiðslu fyrir vinnu- na sína í peningum, fá þeirfríttfæði og uppi- hald, og ferð til íslands. Rútubílstjórar hafa sagt manni sögur af ótrúlegri fávisku erlendra leiðsögumanna og þeim svíður oft öll vitleysan og staðháttar- villurnar sem sagðar eru. Þó heyrir maður líka af erlendum leiðsögumönnum sem standa sig ótrúlega vel. Eitt af vandamálum erlendu leiðsögumannanna er að kunna ekki að segja þjóðsögur og aðrar sögur í rigningar- túrum, því auðvelt er að ferðast um landið í fallegu veðri," segir Alda. Starf leiðsögumannsins, geturþú lýstþví ínokkrum orðum? „Starfið er þjónustustarf sem krefst fyrst og fremst færni í mannlegum samskiptum. Það er ekki nóg að vita fullt af hlutum, heldur þarf að koma þvífrá sér á skemmtilegan, fræðandi og frambærilegan máta. Ég hugsa um hverja ferð með þakklæti þar sem ég fæ tækifæri til að gera ferðina til íslands að ógleymanlegu ævintýri fyrir hóþ fólks sem fer heim og segir öðrum frá. Hóþarnir hafa mismunandi væntingar og það gefur starfinu fjölbreytileika. Ég fer yfirleitt með Norðmenn í styttri ferðir. Þó svo að ég fari sömu ferðina oft þá eru alltaf mis- munandi væntingar og atriði sem vekja áhuga hjá ferðamanninum." Meiri krafa um þægindi Ferðaþjónusta á íslandi hefur breyst á síðustu árum. Hvernig horfirsú breyting við þér? „Já, ferðaþjónustan hefur mikið breyst. Fleiri koma til landsins á eigin vegum og ferðast um á bílaleigubílum eða eigin bílum. Rútuferðirnar eru styttri og farið er hraðar yfir. Skipulögðum hálendisferðum hefur fækkað og það er miklu meiri krafa um full- komin þægindi á hótelum. Ekki má gleyma öllum skemmtiferðaskipunum, en þeim hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Það er hópur leiðsögumanna sem starfar eingöngu við að sinna skemmtiferðaskipum, en það er alltaf boðið upp á dagsferðir frá þeim stöðum þar sem skipin leggjast við bryggju t.d. Reykjavík og Akureyri." Hefur Félag leiðsögumanna tekið þátt í þeirri auknu umræðu um umhverfisvernd sem átt hefur sér stað íþjóðfélaginu? „Félag leiðsögumanna færtil umsagnarallar ályktanirog lagafrumvörpfrá Alþingi ervarða ferðaþjónustuna, félagið á einnig fulltrúa í Landvernd. Innanfélagsinseru margirfélags- menn með mjög sterkar skoðanir varðandi loftslags- og umhverfismál og þess vegna hefur félagið sem slíkt ekki tekið formlega afstöðu í stórum umhverfismálum," segir Alda Jónsdóttir leiðsögumaður að lokum. Vissir þú... ...að verðlagseftirlit ASI kannar reglulega vöruverð og verðþróun. Með slíku verðlagseftirliti er hægt að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald með það að markmiði að halda vöruverði eins lágu og frekast er kostur. Lágt vöruverð er grund- vallaratriði til að bæta lífskjörin. ...að Alþýðusamband íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á íslandi. Fræðsluefni á albönsku, arabísku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og tælensku. Þessi fræðslurit eru fáanleg á öllum heilsugæslustöðvum. Texti ritanna hefur verið þýddur á nokkur tungumál og hægt er að nálgast textana og prenta út af heimasíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is - Útgefið efni - Foreign languages www.lydheilsustod.is LÝÐH E I LSUSTÖÐ VINNAN • 7 Lýðheilsustöð/Hugtök Markaðsráðgjöf, Mars 2010.

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.